Velferðarráð

111. fundur 12. desember 2022 kl. 16:15 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Hólmfríður Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Matthías Björnsson aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Fundur velferðarráðs hófst á sameiginlegum fundi með notendaráði í málefnum fatlaðs fólks þar sem fundarliðir 2 og 3 í dagskrá voru til umfjöllunar.

Almenn erindi

1.2212351 - Heimsóknir á starfsstöðvar velferðarsviðs

Farið í heimsóknir í Örva, Marbakkabraut, Áfangaheimilið við Nýbýlaveg og Fossvogsbrún fyrir upphaf fundar.
Velferðarráð þakkar fyrir gott skipulag á heimsóknum og góðar móttökur.

Almenn erindi

2.2212352 - Frístundaþjónusta fyrir fötluð börn og ungmenni

Kynning á frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni í Hrafninum og Höfuð-borginni á sameiginlegum fundi velferðarráðs og notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks.
Velferðarráð þakkar fyrir góðar kynningar.

Gestir

  • Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir, forstöðumaður - mæting: 16:20
  • Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, forstöðumaður - mæting: 16:15

Almenn erindi

3.2212353 - Yfirferð á heimasíðu bæjarins

Fulltrúum í velferðarráði og notendaráði í málefnum fatlaðs fólks boðið að rýna þær undirsíður þar sem þjónusta velferðarsviðs er kynnt á heimasíðu bæjarins með áherslu á þjónustu við fatlað fólk sbr. minnisblað verkefnastjóra dags. 8.12.2022.
Fulltrúar í velferðarráði og notendaráði í málefnum fatlaðs fólks eru hvattir til að rýna þær undirsíður þar sem þjónusta velferðarsviðs er kynnt á heimasíðu bæjarins með áherslu á þjónustu við fatlað fólk. Senda má ábendingar á verkefnastjóra velferðarsviðs.

Almenn erindi

4.22067459 - Kynning á starfsemi velferðarsviðs

Sviðsstjóri kynnir starfið á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

Almenn erindi

5.2212314 - Fundaröð velferðarráðs

Tillaga að fundaröð velferðarráðs út júní 2023 lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkir framlagða tillögu að fundaröð.

Ráðgjafar- og íbúðadeild

6.22115508 - Áfrýjun. Fjárhagsaðstoð

Áfrýjun dags. 25.11.2022, ásamt tilgreindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Rannveig Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 17:35

Ráðgjafar- og íbúðadeild

7.2212259 - Áfrýjun. Fjárhagsaðstoð

Áfrýjun dags. 2.12.2022, ásamt tilgreindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Rannveig Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 17:35

Ráðgjafar- og íbúðadeild

8.2212388 - Áfrýjun. Fjárhagsaðstoð

Áfrýjun dags. 9.12.2022, ásamt tilgreindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Rannveig Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 17:35

Þjónustu- og ráðgjafardeild aldraðra

9.2103223 - Kannanir velferðarsviðs

Niðurstöður tveggja viðhorfskannana á heimsendum mat og mat í félagsmiðstöðvum eldri borgara ásamt minnisblaði verkefnastjóra velferðarsviðs dags. 8.12.2022, lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Önnur mál

10.22114473 - Beiðni um styrk fyrir rekstur Stígamóta 2023

Styrkbeiðni og minnisblað verkefnastjóra velferðsviðs dags. 14.11.2022, lagt fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkir að veita Stígamótum styrk að upphæð kr. 1.000.000 fyrir árið 2023 gegn framvísun ársreiknings.

Fundargerðir nefnda

11.2209026F - Öldungaráð - 20. fundur frá 10.11.2022

Fundargerð í sjö liðum.
Afgreiðslu frestað.

Fundi slitið.