Velferðarráð

132. fundur 22. apríl 2024 kl. 16:15 - 18:10 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Hólmfríður Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Matthías Björnsson aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigrún Þórarinsdóttir Sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri velferðarsviðs
Dagskrá

Skrifstofa Félagslegs húsnæðis

1.24041472 - Tillögur um breytingar á reglum um útleigu félagslegra leiguíbúða

Skrifstofustjóri á skrifstofu félagslegs leiguhúsnæðis kynnir breytingar á reglum um útleigu félagslegra leiguíbúða og vinnu við uppfærslu á stigakerfi umsókna.
Velferðarráð þakkar fyrir góða kynningu.

Gestir

  • Rannveig Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri - mæting: 16:15
  • Steinn Sigríðar Finnbogason, lögfræðingur - mæting: 16:15

Skrifstofa Ráðgjafar

2.24011575 - Tillaga formanns velferðarráðs um að fjallað verði um fyrirkomulag þjónustu vegna ofbeldis í velferðarráði

Skrifstofustjóri á skrifstofu ráðgjafar kynnir skýrslu starfshóps á vegum félags- og vinnumarkaðsráðherra um fyrirkomulag þjónustu vegna ofbeldis sem kom út í mars 2023 og segir frá verkefninu "Saman gegn ofbeldi"í Kópavogi.
Velferðarráð þakkar fyrir góða kynningu.

Gestir

  • Þóra Kemp, skrifstofustjóri

Skrifstofa Ráðgjafar

3.24033049 - Fyrirspurn um áhrif breytinga á skipulagi leikskóla Kópavogs á skjólstæðinga velferðarsviðs frá áheyrnarfulltrúa Samfylkingar í velferðarráði

Erlendur Geirdal, áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram fyrirspurn varðandi áhrif breytinga á skipulagi leikskóla Kópavogs frá 1. september 2023, á skjólstæðinga velferðarsviðs:



1. Hefur umsóknum um fjárhagsaðstoð fjölgað?

2. Merkja ráðgjafar að sérstaklega sé óskað eftir fjárhagsaðstoð vegna hækkunar leikskólagjalda?

3. Hefur umsóknum um stuðning við börn og fjölskyldur fjölgað?

4. Merkja ráðgjafar aukið álag hjá skjólstæðingum sem rekja má til breytinganna, þ.e. styttri vistunartíma eða hærri gjalda?



Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra á skrifstofu ráðgjafar dags. 18.04.2024 með svörum við fyrirspurninni.
Lagt fram.

Gestir

  • Þóra Kemp, skrifstofustjóri - mæting: 17:05

Skrifstofa Ráðgjafar

4.24021501 - Fjárhagsaðstoð. Áfrýjun

Áfrýjun dags. 19.02.2024, ásamt tilgreindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu að nýju.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Þóra Kemp, skrifstofustjóri - mæting: 17:05

Almenn erindi

5.22067459 - Kynning á starfsemi velferðarsviðs

Sviðsstjóri kynnir starfið á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

Almenn erindi

6.2302384 - Tölulegar upplýsingar velferðarsviðs

Lagðar fram til kynningar tölulegar upplýsingar um starfsemi velferðarsviðs september til desember 2023.
Lagt fram.

Almenn erindi

7.24042372 - Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður Pírata í velferðarráði óskar eftir minnisblaði um málefni heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður Pírata í velferðarráði óskar eftir að fá minnisblað um samráðsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem Kópavogsbær tók þátt í, um málefni heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir.



Hver er staða mála varðandi þetta verkefni í Kópavogi og hvað er áætlað að gera á þessu ári í þessum málaflokki?
Velferðarráð vísar málinu til úrvinnslu hjá sviðsstjóra velferðarsviðs.

Fundargerðir nefnda

8.2404006F - Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks - 16. fundur frá 15.04.2024

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:10.