Erlendur Geirdal, áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram fyrirspurn varðandi áhrif breytinga á skipulagi leikskóla Kópavogs frá 1. september 2023, á skjólstæðinga velferðarsviðs:
1. Hefur umsóknum um fjárhagsaðstoð fjölgað?
2. Merkja ráðgjafar að sérstaklega sé óskað eftir fjárhagsaðstoð vegna hækkunar leikskólagjalda?
3. Hefur umsóknum um stuðning við börn og fjölskyldur fjölgað?
4. Merkja ráðgjafar aukið álag hjá skjólstæðingum sem rekja má til breytinganna, þ.e. styttri vistunartíma eða hærri gjalda?
Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra á skrifstofu ráðgjafar dags. 18.04.2024 með svörum við fyrirspurninni.
Gestir
- Þóra Kemp, skrifstofustjóri - mæting: 17:05