Velferðarráð

133. fundur 27. maí 2024 kl. 16:15 - 18:05 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Björg Baldursdóttir formaður
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
 • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
 • Hjördís Ýr Johnson, aðalmaður boðaði forföll og Sigrún Bjarnadóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
 • Hólmfríður Hilmarsdóttir aðalmaður
 • Matthías Björnsson aðalmaður
 • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri velferðarsviðs
Dagskrá

Skrifstofa Ráðgjafar

1.23102222 - Úttekt á samræmdri móttöku flóttafólks

Lögð fram til kynningar skýrsla Gæða- og eftirlitsstofnunar vegna úttektar á samræmdri móttöku flóttafólks sem gefin var út í maí 2024.
Velferðarráð þakkar fyrir góða kynningu.

Gestir

 • Þóra Kemp, skrifstofustjóri - mæting: 16:15

Skrifstofa Ráðgjafar

2.24042372 - Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður Pírata í velferðarráði óskar eftir minnisblaði um málefni heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir

Minnisblað sviðsstjóra dags. 22.5.2024 ásamt tilgreindum fylgiskjölum lagt fram.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður Pírata leggur til eftirfarandi bókun velferðarráðs:

"Velferðarráð samþykkir að við endurskoðun velferðarstefnu Kópavogs haustið 2024 verði mótuð stefna Kópavogsbæjar í málefnum heimilislausra. Stefnan mæli fyrir um hvernig þjónustu við heimilislausa skuli háttað og taki mið af þörfum hópsins, byggi á skaðaminnkandi nálgun og miði að því að tryggja hópnum aðgengi að þjónustu og húsnæði án strangra skilyrða. Í samræmi við tillögur skýrslu verkefnastjóra samstarfsverkefnis í málefnum heimilislausra verði unnið út frá kjarna þeirrar hugmyndafræði að húsnæði sé grunnþörf sem þarf að mæta áður en tekist er á við annan vanda sem einstaklingur kann að kljást við, svo sem fíkni-og/eða geðvanda."

Björg Baldursdóttir formaður leggur til að afgreiðslu tillögunar verði frestað til næsta fundar ráðsins.

Frestun var samþykkt með fjórum atkvæðum Bjargar Baldursdóttur, Matthíasar Björnssonar, Páls Marís Pálssonar og Sigrúnar Bjarnadóttur og hjásetu Einars Arnar Þorvarðarsonar, Hólmfríðar Hilmarsdóttur og Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur.

Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður Viðreisnar, Hólmfríður Hilmarsdóttir aðalmaður Vina Kópavogs og Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi Samfylkingar taka undir tillögu Sigurbjargar að bókun velferðarráðs.

Gestir

 • Þóra Kemp, skrifstofustjóri - mæting: 16:15

Skrifstofa Þjónustu og sértæktrar ráðgjafar

3.24052718 - Áfrýjun umsóknar um stuðningsþjónustu

Áfrýjun dags. 14.5.2024 ásamt tilgreindum fylgiskjölum lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

 • Kristín Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri - mæting: 17:10

Skrifstofa Þjónustu og sértæktrar ráðgjafar

4.24042383 - Áfrýjun umsóknar um stuðningsþjónustu

Áfrýjun dags. 8.4.2024 ásamt tilgreindum fylgiskjölum lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

 • Kristín Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri - mæting: 17:10

Almenn erindi

5.2302384 - Tölulegar upplýsingar velferðarsviðs

Lagðar fram til kynningar tölulegar upplýsingar um starfsemi velferðarsviðs janúar til apríl 2024.
Lagt fram.

Almenn erindi

6.22067459 - Kynning á starfsemi velferðarsviðs

Staðgengill sviðsstjóra kynnir starfið á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

Almenn erindi

7.2212314 - Fundaröð velferðarráðs

Lögð er fram tillaga um að fundur velferðarráðs sem fyrirhugaður var mánudaginn 10. júní verði færður til þriðjudagsins 18. júní kl. 16:15. Einnig er lagt til að fundurinn verði haldinn í nýju húsnæði velferðarsviðs að Vallakór 4.
Velferðarráð samþykkir að næsti fundur ráðsins verði haldinn 18. júní kl. 16:15 í Vallakór 4.

Fundi slitið - kl. 18:05.