Jafnréttis- og mannréttindaráð

Jafnréttis- og mannréttindaráð fer með mannréttinda-, lýðræðis- og jafnréttismál í umboði bæjarstjórnar. Ráðið er skipað fimm fulltrúum og jafnmörgum til vara.

Jafnréttis- og mannréttindaráð hefur eftirtalin verkefni: Að fara með og móta jafnréttis- og mannréttindamál í víðtækum skilningi í bæjarfélaginu. Að fara með verkefni jafnréttisnefndar og önnur verkefni á sviði mannréttinda- og jafnréttismála samkvæmt gildandi jafnréttisstefnu Kópavogsbæjar hvers tíma. Að veita bæjarstjórn, bæjarráði, nefndum og stofnunum bæjarins ráðgjöf um jafnréttis- og mannréttindamál.

Jafnréttis- og mannréttindaráð veitir árlega jafnréttisviðurkenningu þeirri stofnun, fyrirtæki, nefnd eða ráði Kópavogsbæjar, einstaklingi, félagi, fyrirtæki eða stofnun sem hefur að mati ráðsins staðið sig best undangengið ár við framgang jafnréttismála.

Ráðið fer að öðru leyti með verkefni á sviði jafnréttis- og mannréttindamála sem nefndinni eru falin af bæjarráði, bæjarstjórn eða samkvæmt lögum.

Síðast uppfært 24. ágúst 2023