Almenn störf

Vinsamlega fyllið út upplýsingar á því umsóknarformi sem birtist þegar sótt er um starf. Það er yfirleitt beðið um að a.m.k. starfsferilskrá fylgi útfylltri umsókn.

Aðstoð í eldhúsi í BaugiUmsóknarfrestur til: 25. febrúar 2018

Aðstoð í eldhúsi óskast í leikskólann Baug

Leikskólinn Baugur tók til starfa í október 2007 og er 8 deilda leikskóli. Leikskólinn er staðsettur við Baugakór í Kópavogi. Upplýsingar um leikskólann má finna á http://baugur.kopavogur.is/

Ráðningartími Starfshlutafall

Frá 1. mars 2018 eða eftir samkomulegi. 25% í eldhúsi, möguleiki að meiri prósentu á deild.

Hæfniskröfur

Starfið felst í að aðstoða matráð í þeim verkefnum sem tilheyra eldhúsi.

· Lipurð og sveiganleiki í samskiptum

· Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

· Frumkvæði í starfi

· Færni í mannlegum samskiptum

· Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og starfsmannafélagi Kópavogs. Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 2018

Upplýsingar gefa Margrét Magnúsdóttir, leikskólastjóri í síma 4415601 Guðbjörg Þorgeirsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, í síma 4415602. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið baugur@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Bókasafns- og upplýsingafræðingur -HörðuvallaskóliUmsóknarfrestur til: 23. febrúar 2018

Hörðuvallaskóli ? Bókasafns- og upplýsingafræðingur

Hörðuvallaskóli var stofnaður árið 2006 og hefur því starfað í rúm 10 ár undir einkunnarorðunum ?það er gaman í skólanum?. Í skólanum fer fram metnaðarfullt starf með framangreind einkunnarorð að leiðarljósi. Skólaárið 2017-2018 starfa við skólann rúmlega 900 nemendur og 130 starfsmenn. Skólinn einkennist af góðum starfsanda og vinalegu viðmóti. Upplýsingar um skólann má finna á vefsíðunni www.horduvallaskoli.is

Ráðningartími og starfshlutfall

Starfið felst í umsjón með upplýsingaveri Hörðuvallaskóla og þjónustu við nemendur og starfsfólk. Starfshlutfall er 75-100% og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Bókasafns- og upplýsingafræðinám er skilyrði

· Góð þekking á tölvum og upplýsingatækni er skilyrði

· Reynsla af starfi á bókasafni er æskileg

· Þekking og áhugi á barna- og unglingabókmenntum

· Einlægur áhugi á að vinna með börnum og unglingum

· Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum

· Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga.

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2018

Upplýsingar gefur Ágúst Jakobsson skólastjóri í síma 441 3600 eða gsm. 8478812. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið agustj@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Deildarstjóri í AusturkórUmsóknarfrestur til: 23. febrúar 2018

Leikskólinn Austurkór óskar eftir að ráða deildarstjóra

Leikskólinn Austurkór er nýlegur sex deilda leikskóli staðsettur við götuna Austurkór í Kórahverfinu í Kópavogi. Í leikskólanum eru 120 börn á aldrinum 1-6 ára og um 30 manna fjölbreytt starfslið sem er einbeitt í að byggja upp metnaðarfullt starf í fallegum skóla. Í skólanum eru góðar vinnuaðstæður og liðsheild mikil.

Hornsteinar skólastarfsins í Austurkór eru útinám, námslotur byggðar á gildum skólans og lýðræðisleg vinnubrögð. Gildi skólans eru Samvinna, Lýðræði, Atorka og einkunnarorð leiksskólans eru?Austurkór ... þar sem ævintýrin gerast?.

Ráðningarhlutfall og tími

· Óskað er eftir að viðkomandi hefji störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

· Starfshlutfall er 100%

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leikskólakennaramenntun áskilin

· Ábyrgur og jákvæður fagmaður sem á auðvelt með mannleg samskipti

· Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

· Reynsla af deildarstjórnun æskileg

Starfskröfur

· Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingu deildarstjóra má finna á http://ki.is

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félag leikskólakennara.

Upplýsingar um skólann og starfsemi hans er hægt að nálgast á heimasíðunni austurkor.kopavogur.is og á facebook síðu skólans - https://www.facebook.com/austurkor/

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Upplýsingar gefur Guðný Anna Þóreyjardóttir, leikskólastjóri, í síma 4415101/8989092 ogRagnheiður Gróa Hafsteinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, í síma 4415102. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið austurkor@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur er hvattir til að sækja um starfið.

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar

Sækja um starf

Deildarstjóri í SólhvörfumUmsóknarfrestur til: 19. febrúar 2018

Laus staða deildastjóra á leikskólanum Sólhvörfum fyrir skólaárið 2017-2018.

Leikskólinn Sólhvörf er 6 deildar leikskóli þar sem starfa 33. starfsmenn. Unnið er í anda Hugsmíðahyggju og er lögð rík áhersla á sjálfræði, siðferði og samvinnu.

Laus er til umsóknar deildastjórastaða á leikskólanum Sólhvörfum.

Ráðningartími.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en sem fyrst

Menntunar og hæfniskröfur

· Leikskólakennari eða önnur uppeldismenntun.

· Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.

· Sjálfstæði og metnaður í vinnubrögðum.

· Áhugi á að tileinka sér starfsaðferðir Hugsmíðakennara.

Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar.2018

Upplýsingar gefur Bjarney Magnúsdóttir, leikskólastjóri, í síma 4417700. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið bjarneym@kopavogur.is og solhvorf@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Forfallakennari í KársnesskólaUmsóknarfrestur til: 01. mars 2018

Kársnesskóli óskar eftir að ráða forfallakennara veturinn 2018

Kársnesskóli er heildstæður grunnskóli í vesturbæ Kópavogs. Í skólanum eru 570 nemendur í 1. til 10. bekk og 75 starfsmenn og þar ríki góður starfsandi. Við skólann er starfrækt Dægradvöl fyrir börn í 1. til 4. bekk sem staðsett er í íþróttahúsi skólans við Holtagerði. Gildi skólans eru virðing, þekking, ábyrgð og ánægja.

Ráðningarhlutfall og tími

Um er að ræða tímabundna ráðningu skólaárið 2017 ? 2018 í tilfallandi stundakennslu

Menntunar- og hæfniskröfur

· Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla

· Þekking og áhugi á kennslu- og uppeldisfræði

· Einlægur áhugi á að vinna með börnum og unglingum

· Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum

· Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði

Frekari upplýsingar

Umsóknarfrestur er til 1.mars.ágúst 2018

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ

Upplýsingar gefur skólastjóri, Björg Baldursdóttir skólastjóri í síma 441-4600 og einnig má senda fyrirspurnir á netfangið bjorgb@kopavogur.is

Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is.

Sækja um starf

Frístundaleiðbeinendur í dægradvöl KópavogsskólaUmsóknarfrestur til: 28. febrúar 2018

Kópavogsskóli óskar eftir að ráða frístundaleiðbeinanda í dægradvöl

Kópavogsskóli er heildstæður grunnskóli með um 350 nemendur og um 60 starfsmenn. Í skólanum er sérdeild fyrir nemendur á mið- og unglingastigi og dægradvöl fyrir nemendur í 1. ? 4. bekk. Skólinn er þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi grunnskól og unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Áhersla er lögð á list- og verkgreinar og ýmis þróunarverkefni eru í gangi. Kópavogur er í fararbroddi við innleiðingu breyttra kennsluhátta með nýtingu spjaldtölva og allir nemendur í 5. ? 10. bekk verða með spjaldtölvur frá upphafi skólaársins 2017-2018. Góður starfsandi er í skólanum og vinnuaðstæður góðar.

Ráðningarhlutfall og tími

Um er að ræða 50% starf frístundaleiðbeinanda í dægradvöl kl. 13-17. Ráðningartími er frá 1. mars. 2018.

Menntunar og hæfniskröfur

· Góð íslenskukunnátta

· Uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi æskileg.

· Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum.

· Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður og drífandi.

· Stundvís og áreiðanleiki skilyrði

Frekari upplýsingar

Starf frístundaleiðbeinanda í dægradvöl felst í leik og starfi með börnum og gæslu jafnt innan sem utan húss. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs. Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði. Mjög viðamiklar upplýsingar um Kópavogsskóla og skólastarfið er að finna á www.kopavogsskoli.is. Einungis er hægt að sækja um starfið á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Umsóknarfrestur er til og með 28. feb. 2018.

Upplýsingar gefur Gunnlaug Ingvadóttir forstöðumaður dægradvalar í síma 4413432, gunnlaugi@kopavogur.is eða Guðmundur Ásmundsson skólastjóri í síma 4413400 eða goa@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur er hvött til að sækja um starfið.

Sækja um starf

Frístundaleiðbeinendur í dægradvöl VatnsendaskóliUmsóknarfrestur til: 28. febrúar 2018

Vatnsendaskóli óskar eftir að ráða frístundaleiðbeinendur í Dægradvöl skólans.

Vatnsendaskóli er heildstæður grunnskóli með 595 nemendur og 85 starfsmenn. Skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi við Elliðavatn. Áhersla er lögð á náttúrufræði og umhverfismennt í skólastarfinu, útikennslu og fjölbreytta kennsluhætti. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta, samvinna og skapandi starf. Hafin er innleiðing á notkun spjaldtölva í kennslu með markvissum hætti og öflugum stuðningi kennsluráðgjafa. Góður starfsandi er í skólanum og vinnuaðstæður góðar.

Ráðningartími og starfshlutfall

Starfshlutfall er 30 - 50% eftir hádegi.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Framhaldsskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi

· Reynsla og áhugi á að starfa með börnum

· Hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfi

· Frumkvæði og sköpunargleði

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs.

Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2018.

Viðamiklar upplýsingar um Vatnsendaskóla og skólastarfið er að finna á www.vatnsendaskoli.is. Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Upplýsingar gefa:

Sjöfn Kristjánsdóttir forstöðumaður Dægradvalar í síma 441 4000. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið sjofnkrist@kopavogur.is

Guðrún Soffía Jónasdóttir skólastjóri í síma 441 4000. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið gudrunj@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur er hvött til að sækja um starfið.

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar

Sækja um starf

Leikskólakennari/leiðbeinandi í AusturkórUmsóknarfrestur til: 23. febrúar 2018

Leikskólinn Austurkór óskar eftir að ráða leikskólakennara

Leikskólinn Austurkór er nýlegur sex deilda leikskóli staðsettur við götuna Austurkór í Kórahverfinu í Kópavogi. Í leikskólanum eru 120 börn á aldrinum 1-6 ára og um 30 manna fjölbreytt starfslið sem er einbeitt í að byggja upp metnaðarfullt starf í fallegum skóla. Í skólanum eru góðar vinnuaðstæður og liðsheild mikil.

Hornsteinar skólastarfsins í Austurkór eru: útinám, námslotur byggðar á gildum skólans og lýðræðisleg vinnubrögð. Gildi skólans eru samvinna, lýðræði, atorka og einkunnarorð skólans eru Austurkór ? þar sem ævintýrin gerast.

Ráðningarhlutfall og tími

· Óskað er eftir að viðkomandi hefji störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Starfshlutfall er 100%

Menntunar og hæfniskröfur

· Leikskólakennaramenntun

· Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum

· Frumkvæði í starfi

· Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

· Góð íslenskukunnátta

Starfskröfur

· Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingu leikskólakennara má finna á http://ki.is

Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félag leikskólakennara/Starfsmannafélags Kópavogs.

Upplýsingar um skólann og starfsemi hans er hægt að nálgast á heimasíðunni austurkor.kopavogur.is og á facebook síðu skólans - https://www.facebook.com/austurkor/

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Upplýsingar gefur Guðný Anna Þóreyjardóttir, leikskólastjóri, í síma 4415101/8989092 og Ragnheiður Gróa Hafsteinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, í síma 4415102. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið austurkor@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur er hvattir til að sækja um starfið.

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar

Sækja um starf

Leikskólakennari/Þroskaþjálfi í LækUmsóknarfrestur til: 21. febrúar 2018

Leikskólakennari/Þroskaþjálfi í sérkennslu á leikskólann Læk

Lækur er 6 deilda leikskóli, í skólanum eru 128 börn og 40 starfsmenn. Deildir skólans eru aldursskiptar, eldri börnin eru í Stóra-Læk og yngri börnin í Litla-Læk.

Leikskólinn er staðsettur í Kópavogsdal, þar sem stutt er í góð og skemmtileg útivistarsvæði á öllum árstímum. Skólinn hefur afnot af Lækjavelli, fyrrum gæsluvelli, sem nýtist sem útiskóli.

Í Læk er lagt upp með lýðræðislega nálgun í starfi með börnunum og starfsfólki. Sérkennsla er unnin í teymisvinnu þar sem sjónarmið fjölbreyttra fagstétta mætast í góðu og skemmtilegu samstarfi. Í teyminu eru til dæmis sérkennslustjóri með leikskólakennara og iðjuþjálfamenntun, þroskaþjálfi, og starfsmaður með B.A í sálfræði. Sérkennari kemur að kennslu hjá fleiri en einu barni hverju sinni en hefur aukna ábyrgð varðandi skipulagningu hjá einu til tveimur börnum í senn. Það er því mikilvægt að viðkomandi geti bæði unnið í teymisvinnu og hafi góð sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði. Upplýsingar um leikskólann má finna á heimasíðu hans http://laekur.kopavogur.is/

Einkunnarorð leikskólans eru sjálfræði, hlýja og virðing

Ráðningartími og starfshlutfall

Staðan er laus nú þegar. Starfshlutfall er 80 til 100%.

Hæfniskröfur:

þroskaþjálfi/ Leikskólakennnari eða önnur menntun sem nýtist í sérkennslu.

Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem er með góða færni í samskiptum og er sjálfstæður í vinnubrögðum.

Færni og vilji til að vinna samkvæmt einstaklingsnámskrám í teymisvinnu.

Hæfni til að beita lausnamiðaðri nálgun við úrvinnslu verkefna.

Góð íslenskukunnátta skilyrði.

Ef ekki fæst þroskaþjálfi /leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Nánari upplýsingar

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar 2018.

Upplýsingar um starfið gefa María Vilborg Hauksdóttir leikskólastjóri og Daðey Arnborg Sigþórsdóttir sérkennslustjóri í síma 441-5900. Einnig má senda fyrirspurnir á laekur@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar http://www.kopavogur.is

Sækja um starf

Leikskólasérkennari/þroskaþjálfi í AusturkórUmsóknarfrestur til: 23. febrúar 2018

Leikskólinn Austurkór óskar eftir að ráða leikskólasérkennara/þroskaþjálfa/iðjuþjálfa

Leikskólinn Austurkór er nýlegur sex deilda leikskóli staðsettur við götuna Austurkór í Kórahverfinu í Kópavogi. Í leikskólanum eru 120 börn á aldrinum 1-6 ára og um 30 manna fjölbreytt starfslið sem er einbeitt í að byggja upp metnaðarfullt starf í fallegum skóla. Í skólanum eru góðar vinnuaðstæður og liðsheild mikil.

Hornsteinar skólastarfsins í Austurkór eru útinám, námslotur byggðar á gildum skólans og lýðræðisleg vinnubrögð. Gildi skólans eru samvinna, lýðræði, atorka og einkennisorð skólans eru Austurkór ? þar sem ævintýrin gerast.

Ráðningarhlutfall og tími

· Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

· Starfshlutfall er 75% -100 %

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leikskólakennara-, þroskaþjálfa- eða iðjuþjálfamenntun

· Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum

· Frumkvæði í starfi og reynsla af sérkennslu æskileg

· Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

· Góð íslenskukunnátta

Starfskröfur

· Um er að ræða sérkennslu á deild fyrir börn 2 ? 5 ára. Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingu leikskólasérkennara má finna á http://ki.is

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félag leikskólakennara/ Þroskaþjálfafélagi Íslands/Iðjuþjálfafélag Íslands .

Upplýsingar um skólann og starfsemihans er hægt að nálgast á heimasíðunni austurkor.kopavogur.is og á facebook síðu skólans - https://www.facebook.com/austurkor/

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Upplýsingar gefur Guðný Anna Þóreyjardóttir, leikskólastjóri, í síma 4415101/8989092 og Ragnheiður Gróa Hafsteinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, í síma 4415102. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið austurkor@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur er hvattir til að sækja um starfið.

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar

Sækja um starf

Skipulagsfræðingur á skipulags- og byggingardeildUmsóknarfrestur til: 03. mars 2018

Kópavogsbær óskar eftir skipulagsfræðingi.

Kópavogsbær auglýsir laust til umsóknar starf skipulagsfræðings á skipulags- og byggingardeild Umhverfissviðs. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í góðu starfsumhverfi hjá metnaðarfullu sveitarfélagi sem er í mikilli uppbyggingu.

Helstu verkefni

Vinnur að stefnumótun, þróun og gerð hverfisáætlana/hverfisskipulags.

Annast upplýsingagjöf til íbúa og annarra hagsmunaaðila um áætlanir og skipulag.

Undirbýr og annast hverfafundi.

Annast samskipti við önnur sveitafélög er varðar hverfisáætlanir.

Annast húsakönnum og skráningu gagna um eldri hús í hverfum bæjarins.

Hefur umsjón með íbúakönnun og skráningu gagna í tengslum við hverfisáætlanir

Menntunar- og hæfniskröfur

Háskólapróf í skipulagsfræði eða önnur sambærileg menntun sbr. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Góð tölvufærni

Reynsla í opinberri stjórnsýslu æskileg.

Reynsla af verkefnastjórnun æskileg.

Góð hæfni í mannlegum samskiptum og skipulagsfærni.

Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Frekari upplýsingar

Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi háskólafélags.

Umsóknarfrestur er til og með 3. mars 2018.

Upplýsingar veitir Birgir Hlynur Sigurðsson, skipulagsstjóri, í síma 441-0000 eða í tölvupósti birgir@kopavogur.is

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Starfsmaður hjá Sundlaug KópavogsUmsóknarfrestur til: 26. mars 2018

Starfsmaður hjá Sundlaug Kópavogs - Karl

Sundlaug Kópavogs er staðsett í vesturbæ Kópavogs stutt frá Hamraborginni. Mannvirkið var að stórum hluta endurnýjað á árinu 2008 og er einn stærsti sundstaður landsins. Þar eru sundlaugar úti og inni ásamt heitum pottum, gufubaði og rennibrautum. Hjá lauginni starfa á þriðja tug manna, við þjónustustörf og öryggisgæslu.

Nánar um starfið

Laust er til umsóknar fullt starf við laugarvörslu, þrif, baðvörslu í búningsklefum karla og í móttöku sundlaugarinnar. Unnið er á vöktum og þar af eru vaktir aðra hverja helgi. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.

Menntunar og hæfniskröfur

Allgóð sundkunnátta áskilin. Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri og vera reglusamir samviskusamir, vinnusamir og þjónustulundaðir. Athugið að starfið hentar ekki síður þeim sem eru komnir á og yfir miðjan aldur en þeim sem yngri eru. Eingöngu karlar koma til greina í starfið.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt samningi Starfsmannafélags Kópavogs og Launanefndar sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar, 2018.

Nánari upplýsingar um starfið gefur Jakob Þorsteinsson í síma 840 2689 eða í tölvupósti, jakob@kopavogur.is.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Starfsmaður í skilastöðu á NúpUmsóknarfrestur til: 20. febrúar 2018

Leikskólinn Núpur óskar eftir starfsmanni í skilastöðu

Leikskólinn Núpur er 5 deilda leikskóli sem staðsettur er í Núpalind 3.Einkunnarorð Núps eru sjálfstæði og sköpun í samvinnu og gleði. Við leggjum áherslu á Fjölgreindir í leikskólastarfi og að hin siðferðislegu gildi samfélagsins endurspeglist í öllu leikskólastarfinu s.s. virðing fyrir einstaklingnum, samábyrgð, umhyggja, sáttfýsi og tjáningarfrelsi allra.

Fjölgreindir í leikskólastarfi hjálpa okkur að sjá hvernig hvert barn lærir best og hvað við getum gert til að auðvelda því að nýta allar greindir til náms. Í leikskólanum eru börn með mismunandi atgervi og frá ólíkum menningarheimum. Hvert barn fær viðfangsefni við sitt hæfi. Upplýsingar um leikskólann má finna á http://nupur.kopavogur.is/

Ráðningartími og starfshlutafall

Starfið felst í kennslu og umönnun barna á aldrinum eins til sex ára. Starfið er laust og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall er 25% eða eftir samkomulagi. Hentar vel skólafólki

Menntunar og hæfniskröfur

· Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.

· Sjálfstæði í vinnubrögðum.

· Góð íslenskukunnátta skilyrði

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 20. febrúar nk.

Upplýsingar gefa Svana Kristinsdóttir, leikskólastjóri, og Bryndís Baldvinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri, í síma 441-6600. Einnig má senda fyrirspurnir á nupur@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Starfsmaður í íbúðarkjarna í KópavogiUmsóknarfrestur til: 18. febrúar 2018

Íbúðarkjarni í Kópavogi auglýsir eftir starfsmanni

Um er að ræða starf í íbúðakjarna fyrir fatlað fólk í Kópavogi. Allir íbúar eiga það sameiginlegt að vera ungt fólk sem þarf þjónustu allan sólarhringinn.

Stuðningur við fatlað fólk við allar athafnir daglegs lífs til þess að það geti lifað eðlilegu lífi og tekið þátt í samfélaginu. Um er að ræða tímabundið 100% starf í vaktavinnu til fjögurra mánað, á blönduðum vöktum; morgun- og kvöld- og helgarvöktum, með möguleika á áframhaldandi starfi. Einnig kæmu til greina að tvö hlutastörf.

Starfið getur verið líkamlega krefjandi.

Menntunar og hæfniskröfur

· 20 ára eða eldri

· Menntun félagsliða, tvö ár í framhaldsskóla, eða sambærileg menntun.

· Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum og góð íslenskukunnátta.

· Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð.

· Almenn ökuréttindi.

· Þekking og reynsla af störfum með einhverfum og/eða þroskahömluðum er kostur.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf um miðjan febrúar.

Upplýsingar gefur Unnar Þór Reynisson eða Jón Rúnar Gíslason í síma 570 1548

Einnig má senda fyrirspurnir á unnarthor@kopavogur.is

Umsóknarfrestur er til og með 18. febrúar 2018.

Konur jafnt sem karlar hvött til að sækja um starfið.

Sækja um starf

Starfsmenn óskast í íbúðakjarna fyrir fatlað fólkUmsóknarfrestur til: 19. febrúar 2018

Starfsmenn óskast í íbúðakjarna fyrir fatlað fólk í KópavogiVelferðarsvið Kópavogsbæjar óskar eftir starfsmönnum 20 ára eða eldri til starfa í íbúðarkjarna.

Starfshlutfall og ráðningartími Um er að ræða 60% starf í vaktavinnu í að minnsta kosti hálft ár. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Félagsliði, stúdentspróf eða önnur sambærileg menntun

· Hæfni í mannlegum samskiptum

· Íslenskukunnátta

· Framtakssemi, áreiðanleiki, heiðarleiki og jákvæðni í starfi

· Starfið getur verið líkamlega krefjandi

· Bílpróf æskilegt

Helstuverkefni og ábyrgð

· Einstaklingsmiðaður persónulegur stuðningur við íbúa í daglegu lífi, jafnt innan sem utan heimilis.

· Samvinna við starfsfólk, aðstandendur og aðra þjónustuaðila íbúa.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá velferðarsviði Kópavogs þurfa að skila sakavottorði eða veita heimild til að leitað sé upplýsinga af sakaskrá. Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri.

Nánari upplýsingar veitir Bryngerður Bryngeirsdóttir forstöðumaður í síma 441-9560 eða í tölvupósti binna@kopavogur.is

Umsóknarfrestur er til 19.febrúar næstkomandi.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Verkefnastjóri á framkvæmdadeildUmsóknarfrestur til: 25. febrúar 2018

Verkefnastjóri á framkvæmdadeild

Kópavogsbær leitar að verkefnastjóra á framkvæmdardeild Kópavogs

Kópavogsbær auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra á framkvæmdardeild Kópavogs. Framkvæmdadeild annast allan undirbúning og framkvæmdir við nýjar götur, endurgerð eldri gatna, veitur og húsbyggingar, svo sem skóla, leikskóla og íþróttamannvirki í eigu Kópavogsbæjar.

Helstu verkefni verkefnastjóra á framkvæmdadeild snúa að undirbúningi framkvæmda, þarfagreiningu, hönnun, útboðum og samskiptum við verktaka og eftirliti. Einnigskal hann veita ráðgjöf um efisval og búnaðarkaup við framkvæmdir.

Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í góðu starfsumhverfi hjá framsæknu sveitarfélagi sem er í mikilli uppbyggingu. Starfið býður upp á mikla möguleika og fjölbreytni fyrir öfluga verk- eða tæknifræðinga.

Menntunar- og hæfniskröfur:

· Háskólapróf í verk- eða tæknifræði

· Reynsla og þekking af verkefnastjórnun

· Reynsla af hönnunarstjórnun bygginga, gatna og veitna æskileg

· IPMA vottun æskileg

· Góð tölvukunnátta skilyrði

· Góðir samskiptahæfileikrar nauðsynlegir

· Gott vald á íslensku rituðu og töluðu og hæfni til að tjá sig.

· Þekking á skjalavistunarkerfi æskileg

Frekari upplýsingar

Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi háskólafélags.

Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 2018.

Upplýsingar veitir Stefán Lofur Stefánsson, deildarstjóri framkvæmdardeildar, í síma 441-0000 eða í tölvupósti stefan@kopavogur.is

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Íþróttakennari í ÁlfhólsskólaUmsóknarfrestur til: 19. febrúar 2018

Álfhólsskóli óskar eftir íþróttakennara í forföllum

Álfhólsskóli er heildstæður grunnskóli í Kópavogi. Í skólanum eru um 640 nemendur í 1. til 10. bekk og 120 starfsmenn. Skólinn byggir á langri hefð fyrir framsæknu og árangursríku skólastarfi þar sem áhersla hefur verið lögð á þátttöku í margs konar þróunarverkefnum. Í skólanum eru námsver fyrir einhverfa nemendur og móttökudeild fyrir nýbúa. Hafin er innleiðing á notkun spjaldtölva í kennslu með markvissum hætti og öflugum stuðningi kennsluráðgjafa. Í Álfhólsskóla er skapandi starf með fjölbreyttum kennsluháttum og nám við hæfi hvers og eins óháð menningarlegum bakgrunni.

Einkunnarorð skólans eru: menntun ? sjálfstæði - ánægja.

Ráðningartími og starfshlutfall

Starfshlutfall er 100%.

Helstu verkefni og ábyrgð

· Annast íþróttakennslu á öllum stigum skólans

· Vinnur að þróun og nýbreytni skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk

· Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagfólk

Menntunar- og hæfniskröfur

· Kennsluréttindi í grunnskóla

· Mjög góð þekking á tölvum og upplýsingatækni

· Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

· Jákvæðni og áhuga á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi

· Stundvísi og samviskusemi

Nánari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá grunnskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar 2018

Upplýsingar gefur Sigrún Bjarnadóttir skólastjóri í síma 4413800 og á netfanginu sigrunb@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar

Sækja um starf