Almenn störf

Vinsamlega fyllið út upplýsingar á því umsóknarformi sem birtist þegar sótt er um starf. Það er yfirleitt beðið um að a.m.k. starfsferilskrá fylgi útfylltri umsókn.

Aðstoðarmatráður í FurugrundUmsóknarfrestur til: 27. desember 2018

Leikskólinn Furugrund óskar eftir að ráða aðstoðarmann í eldhús

Furugrund er fjögurra deilda leikskóli með 72 börn á aldrinum eins árs til fimm ára. Leikskólinn er í grónu íbúðarhverfi við Fossvogsdalinn, sem býður upp á óþrjótandi möguleika hvað varðar útivist og vettvangsferðir allt árið. Helstu áherslur eru að rækta með börnunum sjálfstæði og sjálfsaga. Áhersla er lögð á þrjár grunnþarfir: öryggis-, sjálfsvirðingar- og félagslega þörf. Daglegt starf er byggt upp með þessi markmið í huga. Frjáls leikur er grunnur en þættir eins og þemastarf, leikfimi, matartímar og samverustundir eru stærstu hjálpartæki í uppeldisstarfinu. Við skólann starfar reynslu mikill hópur kennara og starfsmanna sem leggur áherslu á að gera góðan skóla betri. Heimasíða: https://furugrund.kopavogur.is/

Ráðningartími og starfshlutfall

Ráðningartími frá 2. janúar 2019 og starfshlutfall er 62,5%.

Starfskröfur

· Áhugi á matargerð

· Starfar í eldhúsi undir stjórn matráðs

· Gengur í öll störf í fjarveru matráðs

· Sér um þvotta

Menntun og hæfniskröfur

· Gott að viðkomandi hafi reynslu og brennandi áhuga á matargerð

· Frumkvæði, samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum

· Hefur gott vald á íslensku

Frekari upplýsingar

Laun og starfslýsing er samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs

Þeir sem ráðnir eru til starfa í leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til 27. desember 2018

Upplýsingar gefur Helga E. Jónsdóttir, leikskólastjóri s. 441 6301 og 840 2678 eða á netfanginu furugrund@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar https://www.kopavogur.is/

Sækja um starf

Deildarstjóri NúpurUmsóknarfrestur til: 18. desember 2018

Leikskólinn Núpur óskar eftir deildarstjóra

Leikskólinn Núpur er 5 deilda leikskóli sem staðsettur er í Núpalind 3. Einkunnarorð Núps eru sjálfstæði og sköpun í samvinnu og gleði. Við leggjum áherslu á Fjölgreindir í leikskólastarfi og að hin siðferðislegu gildi samfélagsins endurspeglist í öllu leikskólastarfinu s.s. virðing fyrir einstaklingnum, samábyrgð, umhyggja, sáttfýsi og tjáningarfrelsi allra. Fjölgreindir í leikskólastarfi hjálpa okkur að sjá hvernig hvert barn lærir best og hvað við getum gert til að auðvelda því að nýta allar greindir til náms. Í leikskólanum eru börn með mismunandi atgervi og frá ólíkum menningarheimum. Hvert barn fær viðfangsefni við sitt hæfi. Upplýsingar um leikskólann má finna á http://nupur.kopavogur.is/

Ráðningartími og starfshlutfall

Um er að ræða tímabundna stöðu frá 1. desember 2018 til 1. september 2019 með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Um er að ræða 100% starf.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leikskólakennaramenntun.

· Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.

· Skapandi og metnaðarfullur einstaklingur.

· Sjálfstæði í vinnubrögðum.

· Skipulagshæfni.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 18. desember 2018.

Upplýsingar gefa Svana Kristinsdóttir, leikskólastjóri og Bryndís Baldvinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 441-6600. Einnig má senda fyrirspurnir á nupur@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Dönskukennari í KópavogsskólaUmsóknarfrestur til: 20. janúar 2019

Kópavogsskóli óskar eftir dönskukennara

Erum við að leita að þér? Við í Kópavogsskóla erum að leita að lífsglöðum og áhugasömum kennara til að slást í okkar hóp til þátttöku í skemmtilegu skólastarfi.

Kópavogsskóli er heildstæður grunnskóli með um 360 nemendur og 70 starfsmenn. Í skólanum er sérdeild fyrir nemendur á mið- og unglingastigi og frístundaheimili fyrir nemendur í 1. ? 4. bekk. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar og skólinn er heilsueflandi grunnskóli. Lögð er áhersla á skapandi og framsækið skólastarf og ýmis þróunarverkefni eru í gangi. Í Kópavogsskóla er allir kennarar og nemendur í 5. ? 10. bekk með spjaldtölvur og mikil áhersla er lögð á einstaklingsmiðun náms og fjölbreytta kennsluhætti. Einkennisorð skólans eru vinátta, virðing, vellíðan. Góður starfsandi er í skólanum og vinnuaðstæður góðar.

Ráðningarhlutfall og tími

Um er að ræða 100% starf til framtíðar

Ráðningartími er frá 1. febrúar 2019 eða sem fyrst eftir samkomulagi.

Menntunar og hæfniskröfur

· Kennsluréttindi í grunnskóla

· Góð færni í dönsku talmáli

 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Mjög góð þekking á upplýsingatækni og notkun rafrænna miðla í kennslu
 • Æskilegt er að umsækjendur hafi þekkingu á Uppeldi til ábyrgðar
 • Viðkomandi þurfa að vera sjálfstæðir og drífandi og áhugasamir fyrir þróunarstarfi

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði. Mjög viðamiklar upplýsingar um Kópavogsskóla og skólastarfið er að finna á www.kopavogsskoli.is. Einungis er hægt að sækja um starfið á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar 2019.

Upplýsingar gefa Guðmundur Ásmundsson skólastjóri eða Guðný Sigurjónsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 441 3400. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið goa@kopavogur.is

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Sækja um starf

Forfallakennari í VatnsendaskólaUmsóknarfrestur til: 03. janúar 2019

Vatnsendaskóli óskar eftir að ráða forfallakennara

Vatnsendaskóli er heildstæður grunnskóli með 615 nemendur og 85 starfsmenn. Skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi við Elliðavatn. Áhersla er lögð á náttúrufræði og umhverfismennt í skólastarfinu, útikennslu og fjölbreytta kennsluhætti. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta, samvinna og skapandi starf. Góður starfsandi er í skólanum og vinnuaðstæður góðar.

Ráðningartími og starfshlutfall

Forfallakennara vantar í kennslu í 100% starf.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Kennsluréttindi í grunnskóla.

· Áhugi á að starfa með börnum.

 • Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
 • Stundvísi og áreiðanleiki skilyrði.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ. Viðamiklar upplýsingar um Vatnsendaskóla og skólastarfið er að finna á www.vatnsendaskoli.is. Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 3. janúar, 2019.

Upplýsingar gefur Guðrún Soffía Jónasdóttir skólastjóri 441 4000. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið gudrunj@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur er hvattir til að sækja um starfið.

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Forfallakennari í dönskuUmsóknarfrestur til: 28. desember 2018

Álfhólsskóli óskar eftir forfallakennara í dönsku á unglingastigi

Álfhólsskóli er heildstæður grunnskóli í Kópavogi. Í skólanum eru um 640 nemendur í 1. til 10. bekk og 120 starfsmenn. Skólinn byggir á langri hefð fyrir framsæknu og árangursríku skólastarfi þar sem áhersla hefur verið lögð á þátttöku í margs konar þróunarverkefnum.Í skólanum eru námsver fyrir einhverfa nemendur og móttökudeild fyrir nýbúa. Hafin er innleiðing á notkun spjaldtölva í kennslu með markvissum hætti og öflugum stuðningi kennsluráðgjafa. Í Álfhólsskóla er skapandi starf með fjölbreyttum kennsluháttum og nám við hæfi hvers og eins óháð menningarlegum bakgrunni.

Einkunnarorð skólans eru: menntun ? sjálfstæði - ánægja.

Ráðningartími og starfshlutfall

Ráðning er frá 1. janúar 2019. Um er að ræða tímabundið 100% starf.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Kennsluréttindi í grunnskóla

· Mjög góð þekking á tölvum og upplýsingatækni

· Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

· Jákvæðni og áhuga á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi

· Stundvísi og samviskusemi

Nánari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá grunnskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 28. desember 2018

Upplýsingar gefur Sigrún Bjarnadóttir skólastjóri í síma 4413800 og á netfanginu sigrunb@kopavogur.is

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar

Sækja um starf

Forfallakennari í íslenskuUmsóknarfrestur til: 28. desember 2018

Álfhólsskóli óskar eftir forfallakennara í íslensku á unglingastigi

Álfhólsskóli er heildstæður grunnskóli í Kópavogi. Í skólanum eru um 640 nemendur í 1. til 10. bekk og 120 starfsmenn. Skólinn byggir á langri hefð fyrir framsæknu og árangursríku skólastarfi þar sem áhersla hefur verið lögð á þátttöku í margs konar þróunarverkefnum.Í skólanum eru námsver fyrir einhverfa nemendur og móttökudeild fyrir nýbúa. Hafin er innleiðing á notkun spjaldtölva í kennslu með markvissum hætti og öflugum stuðningi kennsluráðgjafa. Í Álfhólsskóla er skapandi starf með fjölbreyttum kennsluháttum og nám við hæfi hvers og eins óháð menningarlegum bakgrunni.

Einkunnarorð skólans eru: menntun ? sjálfstæði - ánægja.

Ráðningartími og starfshlutfall

Ráðning er frá 1. janúar 2019. Um er að ræða tímabundið, 100% starf.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Kennsluréttindi í grunnskóla

· Mjög góð þekking á tölvum og upplýsingatækni

· Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

· Jákvæðni og áhuga á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi

· Stundvísi og samviskusemi

Nánari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá grunnskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 28. desember 2018

Upplýsingar gefur Sigrún Bjarnadóttir skólastjóri í síma 4413800 og á netfanginu sigrunb@kopavogur.is

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar

Sækja um starf

Frístundaleiðbeinandi í SalaskólaUmsóknarfrestur til: 06. janúar 2019

Frístundaleiðbeinendur í dægradvöl Salaskóla

Salaskóli óskar eftir því að ráða frístundaleiðbeinanda í dægradvöl. Um er að ræða 50% starf eftir hádegi frá kl. 13 til 17. Viðkomandi þarf að geta hafið störf snemma í janúar.

Í Salaskóla eru 600 nemendur og 90 starfsmenn. Góður andi einkennir skólann og gott starfsumhverfi. Í skólanum er rekin dægradvöl fyrir yngri nemendur með fjölbreyttu og skemmtilegu starfi. Starfið í dægradvöl er lifandi og skemmtilegt og þar er leitast við að allir finni eitthvað við sitt hæfi.

Hæfniskröfur

 • hæfni í mannlegum samskiptum
 • stundvísi og reglusemi
 • frumkvæði og jákvæðni
 • áhugi á að starfa með börnum

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá grunnskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði. Ráðningartími svo fljótt sem mögulegt er

Umsóknarfrestur er til og með 6. janúar 2019.

Upplýsingar gefur Hafsteinn Karlsson skólastjóri eða Auðbjörg Sigurðardóttir forstöðukona dægradvalar í síma 441 3200

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Frístundaleiðbeinandi í VatnsendaskólaUmsóknarfrestur til: 03. janúar 2019

Vatnsendaskóli óskar eftir að ráða frístundaleiðbeinanda í Stjörnuheima

Vatnsendaskóli er heildstæður grunnskóli með 615 nemendur og 85 starfsmenn. Skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi við Elliðavatn. Áhersla er lögð á náttúrufræði og umhverfismennt í skólastarfinu, útikennslu og fjölbreytta kennsluhætti. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta, samvinna og skapandi starf. Góður starfsandi er í skólanum og vinnuaðstæður góðar.

Ráðningartími og starfshlutfall

Starfshlutfall er 30% til 70% eftir hádegi.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Framhaldsskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfi
 • Frumkvæði og sköpunargleði

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs.

Umsóknarfrestur er til og með 3. janúar 2019.

Viðamiklar upplýsingar um Vatnsendaskóla og skólastarfið er að finna á www.vatnsendaskoli.is. Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Upplýsingar gefur Guðrún Soffía Jónasdóttir í síma 441 4000. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið gudrunj@kopavogur.is

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar

Sækja um starf

Frístundaleiðbeinendur í KársnesskólaUmsóknarfrestur til: 18. desember 2018

Kársnesskóli óskar eftir frístundaleiðbeinendum í Vinahól, frístund í Kársnesskóla

Kársnesskóli er heildstæður grunnskóli í vesturbæ Kópavogs. Í skólanum eru um 590 nemendur í 1. til 10. bekk og 80 starfsmenn og þar ríki góður starfsandi og vinnuaðstæður eru góðar. Við skólann er starfrækt frístund fyrir börn í 1. til 4. bekk. Frístundin starfar í anda stefnu Kópavogsbæjar um málefni frístundastarfs og klúbbastarfs en þar er lögð áhersla á að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. Gildi skólans eru virðing, þekking, ábyrgð og ánægja. Vinnutími getur hentað fólki vel sem er í námi.

Ráðningartími og starfshlutfall

Ráðningartími er frá 1. janúar 2019

Starfshlutfall er 35% til 50% starf. Um framtíðarstarf getur orðið að ræða.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Reynsla og áhugi á starfi með börnum
 • þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Viðkomandi þarf að vera skipulagður, sýna sjálfstæði og frumkvæði í starfi
 • Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði
 • Framhaldskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi æskileg

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags

Upplýsingar gefa skólastjóri, Björg Baldursdóttir í síma 441-4600 og Rósa forstöðumaður Vinahóls í síma 441- 4634.

Umsóknarfrestur er til 18. desember 2019.

Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is .

Sækja um starf

Fulltrúi í bókhaldsdeildUmsóknarfrestur til: 23. desember 2018

Kópavogsbær óskar eftir fulltrúa í bókhaldsdeild

Bókhaldsdeild er hluti af fjármáladeild Kópavogsbæjar og annast hún nær allt bókhald og reiknishald fyrir stofnanir bæjarins. Þar er leitast við að nota hagkvæmustu tækni til að tryggja skilvirkni og öryggi í meðhöndlun gagna. Nú leitum við að samstarfsmanni, sem vill takast á við krefjandi verkefni af fagmennsku og jákvæðni með samhentum hópi lífsglaðra einstaklinga.

Ráðningartími og starfshlutfall

Laus er til umsóknar staða fulltrúa í bókhaldsdeild. Starfshlutfall er 100%

Helstu verkefni

Móttaka og skráning reikninga, leiðbeina deildarstjórum og forstöðumönnum varðandi áritun og frágang reikninga, upplýsingagjöf til viðskiptamanna bæjarins, afstemmingar bókhaldsreikninga og lánadrottna o.s.frv.

Menntunar og hæfniskröfur

Stúdentspróf af verslunar- eða viðskiptasviði, samvinnu- eða verslunarskólapróf eða viðurkenndur bókari.

Mjög góð tölvukunnátta sem notandi, þar með góð þekking á Excel og Word

Góð þekking og reynsla á Dynamics NAV fjárhagskerfi eða öðrum bókhaldskerfum.

Góð reynsla af bókhaldsvinnu, s.s. bókunum og afstemmingum.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Kópavogs og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til og með 23. desember 2018.

Upplýsingar gefur Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri í síma 441-0000, eins má beina fyrirspurnum á póstfang: ingolfura@kopavogur.is .

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Leikskólakennari í BaugUmsóknarfrestur til: 11. janúar 2019

Leikskólakennari eða leiðbeinandi í leikskólann Baug

Leikskólinn Baugur er 8 deilda leikskóli í Kórahverfi í Kópavogi. Þar starfa um 50 starfsmenn með 146 börnum. Leikskólinn leggur áherslu á að skapa fjölbreytilegt leikumhverfi sem ýtir undir ímyndunarafl, sköpunarkraft og tjáningu barnanna. Lögð er áhersla á góðan starfsanda sem einkennist af virðingu, umburðarlyndi, gleði og jákvæðu viðmóti. Upplýsingar um leikskólann má finna á http://baugur.kopavogur.is/ . Einkunnarorð skólans eru: Skynjun ? uppgötvun ? þekking

Ráðningartími og starfshlutfall Ráðningartími er samkomulag og um 100% starf er að ræða.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leikskólakennari eða önnur uppeldismenntun

· Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum

· Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

· Frumkvæði í starfi

· Færni í mannlegum samskiptum

· Góð íslenskukunnátta

StarfskröfurUnnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingu leikskólakennara má finna á http://ki.is. Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags leikskólakennara/Starfsmannafélags Kópavogs.

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 11. janúar 2019.

Upplýsingar gefa Margrét Björk Jóhannesdóttir, leikskólastjóri í síma 441-5601 og Guðbjörg Sóley Þorgeirsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri í síma 441-5602 eða á netfangið baugur@kopavogur.is

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Leikskólakennari í EfstahjallaUmsóknarfrestur til: 20. desember 2018

Leikskólinn Efstihjalli óskar eftir leikskólakennara

Leikskólinn Efstihjalli tók til starfa 1982. Haustið 2002 var tveimur deildum bætt við leikskólann þannig að í dag er hann 5 deilda. Leikskólinn er í grónu hverfi í göngufæri við Fossvogsdal, Kópavogsdal og Digraneshæð. Leikurinn, í allri sinni fjölbreytni, er kjarninn í uppeldisstarfinu. Einnig er unnið í litlum hópum að hinum ýmsu verkefnum sem örva félagsfærni barnanna, styrkja sjálfsmynd þeirra og auka skynreynslu. Skipulögð hreyfing fer fram í aldursskiptum hópum tvisvar í viku. Heimasíða leikskólans er http://efstihjalli.is/

Ráðningartími og starfshlutfall

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

Starfshlutfall er 100% en lægra starfshlutfall kæmi til greina.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun.

· Viðkomandi þarf að vera ábyrgur, jákvæður og eiga auðvelt með mannleg samskipti.

· Ef ekki fæst fagmenntaður starfsmaður mun verða ráðinn leiðbeinandi.

· Viðkomandi þarf að búa yfir góðri íslenskukunnáttu.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Umsóknarfrestur er til og með 20. desember 2018.

Nánari upplýsingar veita Hafdís Hafsteinsdóttir leikskólastjóri og Margrét Lárusdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 441 6100. Einnig má senda fyrirspurnir á efstihjalli@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Leikskólakennari í SólhvörfUmsóknarfrestur til: 30. desember 2018

Laus staða leikskólakennara á leikskólanum Sólhvörfum.

Á Leikskólanum Sólhvörfum dvelja 120 börn og þar starfa 32 starfsmenn. Unnið er í anda Hugsmíðahyggju og er lögð rík áhersla á sjálfræði, siðferði og samvinnu. Við fléttum saman vinnu með læsi og flæði sem skapar hvetjandi og ögrandi umhverfi bæði fyrir börn og starfsfólk.

Ráðningartími

Æskilegt er að viðkomandi þarf að hefja störf sem fyrst eða eftir samkomulagi

Kröfur

· Leikskólakennara- eða önnur uppeldismenntun.

· Ábyrgð og jákvæðni

· Hæfni í mannlegum samskiptum

· Sjálfstæði og metnaður í vinnubrögðum.

· Áhugi á að tileinka sér hugmyndafræði og starfsaðferðir leikskólans.

· Íslenskukunnátta.

Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 30. desember 2018

Upplýsingar gefa Gerður Magnúsdóttir leikskólastjóri og Eyja Bryngeirsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 4417700. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið solhvorf@kopavogur.is

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Leikskólakennari í ÁlfaheiðiUmsóknarfrestur til: 21. desember 2018

Leikskólinn Álfaheiði óskar eftir leikskólakennara

Leikskólinn Álfaheiði tók til starfa 1990 og er fjögurra deilda leikskóli. Hann er staðsettur á sunnanverðum Digraneshálsi þar sem stutt er í skemmtileg útivistarsvæði s.s. Kópavogsdal, Víghól og staði sem tengjast sögu bæjarins. Í Álfaheiði er lögð áhersla á að rækta með börnunum jákvæð gildi og kærleiksrík samskipti. Leikskólinn leggur áherslu á sjálfbærni og umhverfismennt og flaggar Grænfánanum en hann er alþjóðlegt merki um gott umhverfisstarf í skólum. Upplýsingar um skólann er hægt að finna á http://alfaheidi.kopavogur.is/

Ráðningartími og starfshlutfall Um er að ræða fullt starf en möguleiki er á hlutastarfi eftir samkomulagi.

Starfið er laust frá 1. janúar 2019.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leikskólakennaramenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.

· Jákvæður og ábyrgur einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.

· Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Nánari upplýsingarUnnið er samkvæmt starfslýsingu Félags leikskólakennara sem má finna á http://ki.is Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitafélaga og KÍ.

Þeir sem ráðnir eru til starfa í leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið. Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar http://www.kopavogur.is

Umsóknarfrestur er til og með 21. desember 2018

Upplýsingar gefur Elísabet Eyjólfsdóttir leikskólastjóri eða AnnaRósa Sigurjónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 441- 5400. Einnig má senda fyrirspurnir á www.alfaheidi@kopavogur.is

Sækja um starf

StarfsmannastjóriUmsóknarfrestur til: 22. desember 2018

Starfsmannastjóri

Laus er til umsóknar staða starfsmannastjóra hjá Kópavogsbæ.

Starfsmannastjóri er yfirmaður starfsmanna- og launadeildar. Hann ber ábyrgð á rekstri deildarinnar í samræmi við lög, reglugerðir og samninga, sett markmið bæjarstjórnar og fjárhagsáætlun á hverjum tíma. Starfsmannastjóri heyrir undir sviðsstjóra stjórnsýslusviðs. Á deildinni starfa tíu starfsmenn.

Helstu verkefni

· Starfsmannastjóri ber ábyrgð á faglegu starfi starfsmanna- og launadeildar.

· Ábyrgð á framkvæmd kjarasamninga sem unnið er eftir hjá Kópavogsbæ hverju sinni.

· Ábyrgð á að laun séu greidd samkvæmt gildandi samningum, lögum og reglugerðum.

· Aðstoð við kjarasamninga og samskipti við Samband íslenskra sveitarfélaga vegna kjaramála.

· Ábyrgð á gerð stjórnenda- og tölfræðiupplýsinga úr launagögnum.

· Virk þátttaka í gerð og framkvæmd launaáætlana ásamt innleiðingu jafnlaunavottunar

· Ráðgjöf og upplýsingar til stjórnenda og bæjarfulltrúa varðandi starfsmannamál

Menntunar- og hæfniskröfur

· Háskólamenntun í viðskiptafræði, lögfræði, mannauðsstjórnun eða sambærilegum greinum sem nýtist í starfi.

· Þekking og reynsla á sviði starfsmannastjórnunar er skilyrði

· Reynsla af launa- og fjárhagsáætlanagerð er æskileg

· Leiðtoga- og stjórnunarhæfni

· Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

Umsóknarfrestur er til og með 22. desember 2018

Nánari upplýsingar um starfið veitir Páll Magnússon (pallm@kopavogur.is) s. 441 0000.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið. Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is.

Sækja um starf

Stuðningsfulltrúi í KópavogsskólaUmsóknarfrestur til: 18. desember 2018

Kópavogsskóli óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa

Kópavogsskóli er heildstæður grunnskóli með um 360 nemendur og um 70 starfsmenn. Í skólanum er sérdeild fyrir nemendur á mið- og unglingastigi og dægradvöl fyrir nemendur í 1. til 4. bekk. Skólinn er þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi grunnskóli og unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Áhersla er lögð á list- og verkgreinar og ýmis þróunarverkefni eru í gangi. Kópavogur er í fararbroddi við innleiðingu breyttra kennsluhátta með nýtingu spjaldtölva og allir nemendur í 5. til 10. bekk verða með spjaldtölvur frá upphafi skólaársins 2017 til 2018. Góður starfsandi er í skólanum og vinnuaðstæður góðar.

Ráðningartími og starfshlutfall

Um er að ræða 62,5% starf stuðningsfulltrúa, vinnutími kl. 8-13.

Ráðningartími er frá 3. janúar 2018 ? 7. júní 2019.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Mjög góð íslenskukunnátta
 • Uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi æskileg.
 • Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður og drífandi.
 • Stundvís og áreiðanleiki skilyrði

Frekari upplýsingar

Stuðningsfulltrúi vinnur undir stjórn kennara við að aðstoða nemendur í daglegu starfi úti sem inni. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs. Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði. Mjög viðamiklar upplýsingar um Kópavogsskóla og skólastarfið er að finna á www.kopavogsskoli.is. Einungis er hægt að sækja um starfið á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Umsóknarfrestur er til og með 18. desember 2018.

Upplýsingar gefur Guðmundur Ásmundsson skólastjóri í síma 441 3400 eða 899 0137. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið goa@kopavogur.is.

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Sækja um starf

Sérkennari eða þroskaþjálfiUmsóknarfrestur til: 01. janúar 2019

Leikskólinn Álfatún óskar eftir að ráða leikskólasérkennara eða þroskaþjálfa

Óskum eftir leikskólasérkennara, þroskaþjálfa eða starfsmanni með sambærilega menntun. Leikskólinn Álfatún er 5 deilda leikskóli á besta stað í Fossvoginum. Í leikskólanum eru 80 börn á og er áhersla lögð á málrækt, hreyfing og skapandi starf í gegnum leik. Áhugi okkar snýr að lýðræðismenntun, skapandi hugsun, menningu, dalnum okkar og umhverfisvernd. Við leggjum áherslu á góðan starfsanda þar sem áhersla er lögð á liðsheild, heilsuvernd, jákvæð samskipti og lausnamiðaða hugsun.

Ráðningartími og starfshlutfall

Ráðningartími er frá 1. mars 2019 og er starfshlutfall 100%.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun, leikskólakennaramenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi

· Góðir samskiptahæfileikar

· Áhugasamur einstaklingur

· Stundvísi og áreiðanleiki

· Gott vald á íslensku

· Gott heilsufar

Starfskröfur

Unnið er samkvæmt starfslýsingu leikskólasérkennara / Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Upplýsingar um leikskólann Álfatún og skólastarfið er að finna á http://alfatun.kopavogur.is/

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 1. janúar 2019

Upplýsingar gefur Linda Björk Ólafsdóttir leikskólastjóri sími 441 5501.

Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið lindab@kopavogur.is

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar.

Sækja um starf

Umsjónarkennari í SalaskólaUmsóknarfrestur til: 19. desember 2018

Viltu hafa áhrif á skólaþróun í Salaskóla?

Við leitum að umsjónarkennara ámiðstig í okkar frábæra hóp kennara i í Salaskóla.

Í skólanum eru góður starfsandi og notalegt starfsumhverfi. Kennarar vinna saman í teymisvinnu við undirbúning og skipulagningu námsins. Skólaþróun er ríkur þáttur í starfinu og mikil áhersla lögð á fjölbreytta kennsluhætti. Rauður þráður í starfi skólans er að nemendur fái að njóta sín og að þeim líði vel í skólanum. Skólinn var stofnaður árið 2001 og í honum eru um 590 nemendur í 1. til 10. bekk. Hjá skólanum starfa um 90 starfsmenn.

Ráðningartími og starfshlutfall

Ráðning er frá 1. janúar 2019. Um 100% starf er að ræða.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Kennaramenntun og kennsluréttindi í grunnskóla

· Menntun og reynsla til kennslu á miðstigi er æskileg

· Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

· Hæfni í mannlegum samskiptum, þolinmæði og umburðarlyndi

· Samstarfshæfni og stundvísi

· Tilbúinn að vinna eftir stefnu skólans

Nánari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá grunnskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Upplýsingar gefa Hafsteinn Karlsson skólastjóri og Hrefna Björk Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 441-3200 eða í tölvupósti: hafsteinn@salaskoli.is

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf