Almenn störf - gamli SAP óvirk

Vinsamlega fyllið út upplýsingar á því umsóknarformi sem birtist þegar sótt er um starf. Það er yfirleitt beðið um að a.m.k. starfsferilskrá fylgi útfylltri umsókn.

Aðstoð í mötuneyti KópavogsskólaUmsóknarfrestur til: 20. febrúar 2019

Kópavogsskóli óskar eftir að ráða aðstoðarmann í eldhús

Við í Kópavogsskóla erum að leita að lífsglöðum og áhugasömum starfsmanni til að slást í okkar hóp til þátttöku í skemmtilegu skólastarfi.

Kópavogsskóli er heildstæður grunnskóli með um 370 nemendur og 70 starfsmenn. Í skólanum er sérdeild fyrir nemendur á mið- og unglingastigi og frístundaheimili fyrir nemendur í 1. ? 4. bekk. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar og skólinn er heilsueflandi grunnskóli. Lögð er áhersla á skapandi og framsækið skólastarf og ýmis þróunarverkefni eru í gangi. Í Kópavogsskóla er allir kennarar og nemendur í 5. ? 10. bekk með spjaldtölvur og mikil áhersla er lögð á einstaklingsmiðun náms og fjölbreytta kennsluhætti. Einkennisorð skólans eru vinátta, virðing, vellíðan. Góður starfsandi er í skólanum og vinnuaðstæður góðar.

Starfið felst í aðstoð í mötuneyti.

Ráðningartími og starfshlutfall

Um er að ræða 50% starf til framtíðar. Vinnutími er frá kl. 9:00-13:00

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Menntunar og hæfniskröfur

  • Reynsla af vinnu í mötuneyti æskileg.
  • Sjálfstæði, drifkraftur og þolinmæði.
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Reynsla af starfi með börnum æskileg.
  • Mikilvægt að viðkomandi skilji og tali góða íslensku

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs. Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði. Mjög viðamiklar upplýsingar um Kópavogsskóla og skólastarfið er að finna á www.kopavogsskoli.is.

Umsóknarfrestur er til og með 20. febrúar 2019.

Einungis er hægt að sækja um starfið á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Upplýsingar gefur Guðmundur Ásmundsson skólastjóri í síma 441 3400 (goa@kopavogur.is).

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Sækja um starf

Aðstoðarskólastjóri í SnælandsskólaUmsóknarfrestur til: 25. febrúar 2019

Aðstoðarskólastjóri í Snælandsskóla

Leitað er að stjórnanda sem hefur metnað og býr yfir hæfni til að skipuleggja krefjandi og framsækið skólastarf í samvinnu við aðra stjórnendur, starfsfólk, foreldra og nemendur

Aðstoðarskólastjóri er staðgengill skólastjóra og jafnframt deildarstjóri á unglingastigi og ber ábyrgð á og stjórnar daglegu starfi þess. Leitað er að faglegum leiðtoga til að leiða breytingar á skólastarfi í anda kennsluhátta 21. aldar.

Snælandsskóli er heildstæður 434 nemenda grunnskóli staðsettur í Fossvogsdal. Skólinn byggir á langri hefð fyrir framsæknu og árangursríku skólastarfi þar sem áhersla hefur verið lögð á þátttöku í margs konar þróunar- og nýbreytniverkefnum. Skólinn hefur lagt mikla áherslu á umhverfismál og fengið Grænfánannsjö sinnum auk þess að vera fyrsti grunnskóli á Íslandi með heilsustefnu. Í öllu starfi skólans er áhersla lög á góðan skólabrag og forvarnir í anda eineltisáætlunar Olweusar. Einkunnarorð skólans eru: Viska, virðing, víðsýni og vinsemd.

Helstu verkefni og ábyrgð

· Að vera í forystu um framkvæmd faglegrar stefnu skólans í anda kennsluhátta 21. aldar

· Að vera faglegur leiðtogi við innleiðingu á tækni og öðrum skólaþróunarverkefnum

· Að bera faglega ábyrgð á daglegu starfi unglingadeildar og vinna að öflugu samstarfi og teymisvinnu innan skólasamfélagsins

· Að bera faglega ábyrgð á innra mati skólans, skráningu og úrvinnslu gagna

Menntunar- og hæfniskröfur

· Kennsluréttindi og kennslureynsla á grunnskólastigi er skilyrði

· Framhaldsmenntun (MA, MEd, MBA eða diplóma að lágmarki) á sviði stjórnunar, uppeldis- og menntunarfræða eða sambærilegra greina er skilyrði

· Reynsla af stjórnun og faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í grunnskólastarfi er skilyrði

· Metnaður í starfi og áhugi á skólaþróun

· Forystuhæfileikar, samskiptahæfni og góðir skipulagshæfileikar

Frekari upplýsingar

Umsókn skal fylgja yfirlit yfir menntun og reynslu, leyfisbréf grunnskólakennara, greinargerð um sýn umsækjanda á skólastarf og önnur gögn er málið kunna að varða.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 2019

Upplýsingar gefur Magnea Einarsdóttir skólastjóri, s. 441 4200 / 698 0828.

Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið mein@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Deildarstjóri í SnælandsskólaUmsóknarfrestur til: 25. febrúar 2019

Deildastjóri í Snælandsskóla

Snælandsskóli er heildstæður 434 nemenda grunnskóli staðsettur í Fossvogsdal. Skólinn byggir á langri hefð fyrir framsæknu og árangursríku skólastarfi þar sem áhersla hefur verið lögð á þátttöku í margs konar þróunar- og nýbreytniverkefnum. Skólinn hefur lagt mikla áherslu á umhverfismál og fengið Grænfánann sjö sinnum auk þess að vera fyrsti grunnskóli á Íslandi með heilsustefnu. Í öllu starfi skólans er áhersla á góðan skólabrag og forvarnir í anda eineltisáætlunar Olweusar. Einkunnarorð skólans eru: Viska, virðing, víðsýni og vinsemd.

Deildarstjóri 1. ? 7. bekkjar ber ábyrgð á og stjórnar daglegu starfi sinnar deildar. Leitað er að faglegum leiðtoga til að leiða breytingar á skólastarfi í anda kennsluhátta 21. aldar.

Helstu verkefni og ábyrgð

· Að vera í forystu um framkvæmd faglegrar stefnu skólans í anda kennsluhátta 21. aldar

· Að bera faglega ábyrgð á daglegu starfi 1. ? 7. bekkjar og vinna að öflugu samstarfi og innleiðingu á teymisvinnu innan skólasamfélagsins

· Að vera faglegur leiðtogi við innleiðingu á tækni og öðrum skólaþróunarverkefnum

Menntunar- og hæfniskröfur

Leitað er að stjórnanda sem hefur metnað og býr yfir hæfni til að skipuleggja krefjandi og framsækið skólastarf í samvinnu við aðra stjórnendur, starfsfólk, foreldra og nemendur.

· Kennsluréttindi og kennslureynsla á grunnskólastigi er skilyrði

· Framhaldsmenntun (MA, MEd, MBA eða diplóma að lágmarki) á sviði stjórnunar, uppeldis- ogmenntunarfræða eða sambærilegra greina er æskileg

· Reynsla af stjórnun og faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í grunnskólastarfi er æskileg

· Metnaður í starfi og áhugi á skólaþróun

· Forystuhæfileikar, mikil samskiptahæfni og góðir skipulagshæfileikar

Frekari upplýsingar

Umsókn skal fylgja yfirlit yfir nám og störf, leyfisbréf grunnskólakennara, greinargerð um sýn umsækjanda á skólastarf og önnur gögn er málið kunna að varða. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 2019

Upplýsingar gefur Magnea Einarsdóttir skólastjóri í síma 441 4200 eða gsm. 6980828. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið mein@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Forstöðumaður í RoðasaliUmsóknarfrestur til: 03. mars 2019

Forstöðumaður Roðasala

Roðasalir 1 er hjúkrunarheimili og dagþjálfun fyrir aldraða Kópavogsbúa með heilabilun. Þar búa tíu einstaklingar og tuttugu sækja þar dagþjálfun. Jafnframt er boðið upp á eitt pláss í hvíldarrými. Í Roðasölum er lögð áhersla á einstaklingsmiðaðan stuðning, félagslega samveru og heimilislegan brag.

Helstu verkefni og ábyrgð

· Stýrir faglegu starfi, vinnur hjúkrunaráætlanir og ber ábyrgð á að þeim sé framfylgt.

· Ber ábyrgð á daglegum rekstri Roðasala, þ.m.t. starfsmannamálum, kostnaðareftirliti og skráningum.

· Þróar innra starf Roðasala og tekur þátt í stefnumótun í málefnum eldri Kópavogsbúa.

· Á samskipti við aðstandendur og samstarfsstofnanir.

Menntunar- og hæfniskröfur

· BS gráða í hjúkrunarfræði. Reynsla af öldrunarhjúkrun og/eða framhaldsmenntun í hjúkrun kostur.

· Reynsla af stjórnun og mannauðsmálum nauðsynleg.

· Lögð er áhersla á færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og metnað í vinnubrögðum, auk tölvulæsi og skipulagshæfni.

Ráðningartími og starfshlutfall

· Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

· Starfshlutfall er 100% og unnið er á dagvinnutíma.

· Um er að ræða framtíðarstarf.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá velferðarsviði Kópavogsbæjar þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til 3. mars 2019.

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Frekari upplýsingar veitir Anna Klara Georgsdóttir (annaklara@kopavogur.is) deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra, s. 441 0000.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Innheimtufulltrúi í fjármáladeild KópavogsbæjarUmsóknarfrestur til: 17. febrúar 2019

Innheimtufulltrúi í fjármáladeild

Laust er til umsóknar starf fulltrúa í innheimtudeild sem er hluti af fjármáladeild Kópavogsbæjar. Innheimtudeild annast alla innheimtu fyrir Kópavogsbæ auk þess að útbúa reikninga fyrir þjónustu hjá stofnunum bæjarins. Innheimtudeild fylgir allri innheimtu eftir, semur um vanskil og annast gerð og útsendingu greiðsluáskorana. Deildin sér um greiðslur til allra lánadrottna sveitarfélagsins og gerir sjóð upp daglega.

Helstu verkefni

· Útsending og innheimta reikninga svo sem vegna fasteignagjalda, gatnagerðagjalda, leikskólagjalda, dægradvalar og húsaleigu.

· Sér um álagningu allra gjalda hjá bænum.

· Semur við gjaldendur um uppgjör vanskila og fylgir þeim eftir.

· Annast gerð greiðsluáskorana.

· Annast frágang vegna greiðslu lóðagjalda við úthlutun lóða, sér um útreikning og frágang á skuldabréfum og þinglýsingum þeirra.

· Upplýsingagjöf til starfsmanna og viðskiptamanna bæjarins.

· Sækir og bókfærir allar vélrænar færslur vegna innheimtugjalda.

· Greiðir reikninga til lánadrottna.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Stúdentspróf af verslunar- eða viðskiptasviði, samvinnu- eða verslunarskólapróf eða önnur menntun sem nýtist í starfi.

· Þekking á starfsemi sveitarfélaga kostur.

· Þekking á opinberum rekstri kostur.

· Góð þekking á Navision og Excel.

· Góð samskipta- og samstarfshæfni.

· Góð íslenskukunnátta og hæfni í ræðu og riti.

Umsóknarfrestur er til og með 17. febrúar 2019.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sæþór Fannberg, bæjargjaldkeri (fannberg@kopavogur.is), s. 441-0000.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Kópavogs. Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is.

Sækja um starf

Leikskólakennari í ArnarsmáraUmsóknarfrestur til: 03. mars 2019

Leikskólinn Arnarsmári óskar eftir leikskólakennara

Leikskólinn Arnarsmári tók til starfa í janúar 1998. Arnarsmári er 5 deilda skóli og stendur á Nónhæð, þaðan sem er mjög fallegt útsýni í allar áttir. Frjáls leikur er aðalatriði í öllu starfi skólans, þar sem ímyndunarafl og sköpunargleði barnanna fær að njóta sín. Uppbyggingastefnan ? uppeldi til ábyrgðar, er leiðarljósið í starfinu með börnunum. Markmiðið er að laða fram í fari þeirra frumkvæði, vináttu og gleði, með sérstaka áherslu á iðkun dyggða. Útikennsla, umhverfisvernd og læsi í víðum skilningi er stór þáttur í námi barnanna. Í Arnarsmára er samheldinn hópur starfmanna sem hefur unnið lengi saman og leitar að jákvæðum einstaklingi í hópinn.

Ráðningartími og starfshlutfall

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. starfshlutfall er 100%.

Menntunar og hæfniskröfur

· Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun.

· Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum

· Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.

· Skapandi og metnaðarfullur einstaklingur.

· Sjálfstæði í vinnubrögðum.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is.

Umsóknarfrestur er til 3. mars 2019.

Upplýsingar gefa Brynja Björk Kristjánsdóttir, leikskólastjóri, og Rannveig Jónsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, í síma 4415300. Einnig má senda fyrirspurnir á arnarsmari@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Sækja um starf

Leikskólakennari í EfstahjallaUmsóknarfrestur til: 18. febrúar 2019

Leikskólinn Efstihjalli óskar eftir leikskólakennara

Leikskólinn Efstihjalli tók til starfa 1982 og er hann fimm deilda. Leikskólinn er í grónu hverfi í göngufæri við Fossvogsdal, Kópavogsdal og Digraneshæð. Leikurinn, í allri sinni fjölbreytni, er kjarninn í uppeldisstarfinu. Einnig er unnið í litlum hópum að hinum ýmsu verkefnum sem örva félagsfærni barnanna, styrkja sjálfsmynd þeirra og auka skynreynslu. Skipulögð hreyfing fer fram í aldursskiptum hópum tvisvar í viku. Heimasíða: http://efstihjalli.is/

Ráðningartími og starfshlutfall

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

Starfshlutfall er 100% starf en minna starfshlutfall kemur til greina.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun.

· Viðkomandi þarf að vera ábyrgur, jákvæður og eiga auðvelt með mannleg samskipti.

· Ef ekki fæst fagmenntaður starfsmaður mun verða ráðinn leiðbeinandi.

· Viðkomandi þarf að hafa góða íslenskukunnáttu.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Umsóknarfrestur er til og með 18. febrúar 2019.

Nánari upplýsingar veita Hafdís Hafsteinsdóttir leikskólastjóri og Margrét Lárusdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 441 6100 (efstihjalli@kopavogur.is).

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Leikskólakennari í LækUmsóknarfrestur til: 03. mars 2019

Leikskólinn Lækur óskar eftir leikskólakennara

Lækur er sex deilda leikskóli í þremur byggingum. Í stóra-Læk eru þrír elstu árgangar leikskólans sem skiptast niður á fjórar aldursblandaðar deildir. Í litla-Læk eru tveir yngstu árgangarnir á tveimur aldursblönduðum deildum. Einkunnarorð leikskólans eru sjálfræði, virðing og hlýja.

Í Læk er lagt upp með lýðræðislega nálgun í starfi með börnunum. Lækur er vináttuleikskóli sem vinnur með Blæ-vináttuverkefni í samvinnu við Barnaheill. Verið er að innleiða námsefni fyrir yngstu börn leikskólans. Allar deildir vinna með Lubbi finnur málbein. Leikskólinn er staðsettur í Kópavogsdal, þar sem stutt er í góð og skemmtileg útivistarsvæði á öllum árstímum.

Ráðningartími og starfshlutfall

Óskað er eftir að viðkomandi hefji störf sem fyrst eða eftir samkomulagi

Starfshlutfall er 100%

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun.

· Góð samskiptahæfni.

· Góð íslenskukunnátta skilyrði.

· Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Nánari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga, BHM eða Félagi leikskólakennara.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 3.mars 2019

Upplýsingar um starfið gefur Kristín Laufey Guðjónsdóttir leikskólastjóri í síma 441-5900 eða 840-2685. Einnig má senda fyrirspurnir á laekur@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar

Sækja um starf

Leikskólakennari í SólhvörfUmsóknarfrestur til: 28. febrúar 2019

Lausar stöður leikskólakennara á leikskólanum Sólhvörfum.

Leikskólinn Sólhvörf er 6 deildar leikskóli þar sem starfa 35. starfsmenn. Unnið er í anda Hugsmíðahyggju og er lögð rík áhersla á sjálfræði, siðferði og samvinnu.

Lausar eru stöður leikskólakennara á leikskólanum Sólhvörfum skólaárið.

Um er að ræða 100% stöður og hluta stöður.

Ráðningartími

Æskilegt er að viðkomandi starfsmenn geti hafið störf sem fyrst.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leikskólakennari eða önnur uppeldismenntun.

· Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.

· Sjálfstæði og metnaður í vinnubrögðum.

· Áhugi á að tileinka sér starfsaðferðir Hugsmíðakennara.

· Íslenskukunnátta.

Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2019.

Upplýsingar gefa Gerður Magnúsdóttir leikskólastjóri og Eyja Bryngeirsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 4417700. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið solhvorf@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Leikskólasérkennari í LækUmsóknarfrestur til: 03. mars 2019

Leikskólinn Lækur óskar eftir starfsmanni í sérkennslu

Leikskólinn Lækur óskar eftir leikskólakennara, þroskaþjálfa eða starfsmanni með aðra menntun til starfa við atferlisþjálfun og sérkennslu. Lækur er sex deilda leikskóli, eldri börnin eru í stóra-Læk og yngri börnin í litla-Læk. Leikskólinn er staðsettur í Kópavogsdal, þar sem stutt er í góð og skemmtileg útivistarsvæði á öllum árstímum. Skólinn hefur afnot af Lækjavelli sem nýtist í útikennslu. Einkunnarorð leikskólans eru sjálfræði, virðing og hlýja.

Ráðningartími og starfshlutfall

Óskað er eftir að viðkomandi hefji störf sem fyrst eða eftir samkomulagi

Starfshlutfall er 80 til 100%

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leikskólakennaramenntun, þroskaþjálfamenntun, sálfræðimenntun eða önnur sambærileg menntun.

· Góð samskiptahæfni.

· Færni og vilji til að vinna samkvæmt einstaklingsnámskrám í teymisvinnu.

· Hæfni til að beita lausnamiðaðri nálgun við úrvinnslu verkefna.

· Góð íslenskukunnátta skilyrði.

· Ef ekki fæst þroskaþjálfi /leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

· Möguleiki á námskeiðum til að styrkja sig í starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

· Að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning

· Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa

· Að vinna að gerð einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 3 .mars 2019.

Upplýsingar um starfið gefa Kristín Laufey leikskólastjóri eða Anna Guðrún sérkennslustjóri í síma 4415900 eða 8402685. Einnig má senda fyrirspurnir á laekur@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar http://www.kopavogur.is

Sækja um starf

Skólaliði í ÁlfhólsskólaUmsóknarfrestur til: 28. febrúar 2019

Álfhólsskóli óskar eftir skólaliða

Álfhólsskóli er heildstæður grunnskóli í Kópavogi. Í skólanum eru um 640 nemendur í 1. til 10. bekk og 120 starfsmenn. Skólinn byggir á langri hefð fyrir framsæknu og árangursríku skólastarfi þar sem áhersla hefur verið lögð á þátttöku í margs konar þróunarverkefnum. Í skólanum eru námsver fyrir einhverfa nemendur og móttökudeild fyrir nýbúa. Hafin er innleiðing á notkun spjaldtölva í kennslu með markvissum hætti og öflugum stuðningi kennsluráðgjafa. Í Álfhólsskóla er skapandi starf með fjölbreyttum kennsluháttum og nám við hæfi hvers og eins óháð menningarlegum bakgrunni.

Einkunnarorð skólans eru: menntun, sjálfstæði og ánægja.

Ráðningartími og starfshlutfall

Um er að ræða 50 - 100% starf.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Hafa áhuga á því að vinna með börnum

· Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

· Hæfni í mannlegum samskiptum, þolinmæði og umburðarlyndi.

· Mikil áhersla á samstarfshæfni og stundvísi

Nánari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Eflingar.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá grunnskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2019.

Upplýsingar gefur Sigrún Bjarnadóttir skólastjóri í síma 441 3800 (sigrunb@kopavogur.is).

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar

Sækja um starf

Starfsmaður á heimiliUmsóknarfrestur til: 24. febrúar 2019

Velferðarsvið óskar eftir starfsmanni á heimili fyrir fatlað fólk

Um er að ræða starf í íbúðakjarna fyrir fatlað fólk í Kópavogi. Allir íbúar eiga það sameiginlegt að vera ungt fólk sem þarf þjónustu allan sólarhringinn.

Velferðarsvið óskar eftir starfsmönnum í 30 ? 80% störf í vaktavinnu, um er að ræða blandaðar vaktir; morgun,- dag,- kvöld,- og helgarvaktir. Starfið getur verið líkamlega krefjandi.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Menntun félagsliða, tvö ár í framhaldsskóla eða sambærileg menntun.

· Þekking og reynsla af störfum með einhStarverfum og/eða þroskahömluðum er kostur.

· Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum og góð íslenskukunnátta er mikilvæg.

· Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð.

· Almenn ökuréttindi.

· Æskilegt er að viðkomandi hafi náð 20 ára aldri

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs.

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 3. febrúar 2019

Upplýsingar gefur Unnar Þór Reynisson eða Jón Rúnar Gíslason í síma 441 1870

Einnig má senda fyrirspurnir á unnarthor@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur er hvattir til að sækja um starfið.

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Sérkennari í leikskólann SólhvörfUmsóknarfrestur til: 28. febrúar 2019

Laus staða leikskólasérkennara eða þroskaþjálfa á leikskólanum Sólhvörfum.

Á Leikskólanum Sólhvörfum dvelja 120 börn með 32 starfsmönnum. Unnið er í anda Hugsmíðahyggju og er lögð rík áhersla á sjálfræði, siðferði og samvinnu. Við fléttum saman vinnu með læsi og flæði sem skapar hvetjandi og ögrandi umhverfi bæði fyrir börn og starfsfólk.

Ráðningartími

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leikskólakennari, Þroskaþjálfi eða önnur uppeldismenntun.

· Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.

· Sjálfstæði og metnaður í vinnubrögðum.

· Áhugi á að tileinka sér hugmyndafræði og starfsaðferðir leikskólans.

· Íslenskukunnátta.

Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2019

Upplýsingar gefa Gerður Magnúsdóttir leikskólastjóri og Eyja Bryngeirsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 4417700. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið solhvorf@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf