Almenn störf

Vinsamlega fyllið út upplýsingar á því umsóknarformi sem birtist þegar sótt er um starf. Það er yfirleitt beðið um að a.m.k. starfsferilskrá fylgi útfylltri umsókn.

Aðstoðarforstöðumaður frístundar í SnælandsskólaUmsóknarfrestur til: 01. júlí 2018

Snælandsskóli óskar eftir aðstoðarforstöðumanni fyrir Frístund.

Snælandsskóli v/Víðigrund er heildstæður grunnskóli með um 440 nemendur. Einkunnarorð skólans eru viska - virðing - víðsýni og vinsemd.

Snælandsskóli óskar eftir að ráða aðstoðarforstöðumann á frístundaheimili skólans Krakkaland. Aðstoðarforstöðumaður er staðgengill forstöðumanns og nánasti samstarfsaðili. Hann vinnur að mótun faglegs starfs og starfsáætlun í samráði við skólastjórnendur og forstöðumann. Aðstoðarforstöðumaður ber sameiginlega ábyrgð með forstöðumanni á stjórnun og skipulagi allrar daglegrar starfsemi frístundar.

Ráðningartími og starfshlutafall

Í boði er 75% starf frá 1. ágúst2018.

Menntunar og hæfniskröfur

· Háskólanám í uppeldisfræðum eða sambærilegum greinum er æskilegt.

· Reynsla af stjórnun og skipulögðu starfi með börnum er æskileg.

· Góðir skipulags og samstarfshæfileikar.

· Hæfni til forystu í faglegu starfi.

· Stundvísi og áreiðanleiki.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí 2018.

Upplýsingar gefur Magnea Einarsdóttir, skólastjóri mein@kopavogur.is í síma 4414200 og 6980828 og Maríanna Guðbergsdóttir forstöðukona mariannag@kopavogur.is í síma 6625316.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Aðstoðarforstöðumaður frístundar í ÁlfhólsskólaUmsóknarfrestur til: 27. júní 2018

Aðstoðarforstöðumaður dægradvalar í Álfhólsskóla

Við í Álfhólsskóla erum að leita að lífsglöðum og áhugasömum starfsmönnum til þátttöku í skemmtilegu skólastarfi.

Álfhólsskóli er heildstæður grunnskóli með um 640 nemendur og 120 starfsmenn. Skólinn byggir á langri hefð fyrir framsæknu og árangursríku skólastarfi þar sem áhersla hefur verið lögð á þátttöku í margs konar þróunarverkefnum. Í skólanum eru námsver fyrir einhverfa nemendur og skólinn er móðurskóli í Kópavogi fyrir börn af erlendum uppruna.

Dægradvöl skólans ber hafnið Álfhóll og þar dvelja um 140 nemendur í 1. til 4. bekk að loknum skóladegi dag hvern. Þar er unnið metnaðarfullt starf þar sem áhersla er lögð á að bjóða upp á fjölbreytt viðfangsefni sem byggja að miklu leyti á vali barnanna.

Aðstoðarforstöðumaður er nánasti samstarfsmaður forstöðumanns og vinnur að mótun faglegs starfs og starfsáætlun í samráði við skólastjórnendur og forstöðumann. Aðstoðarforstöðumaður ber sameiginlega ábyrgð með forstöðumanni á stjórnun og skipulagi allrar daglegrar starfsemi í dægradvöl.

Einkunnarorð skólans eru: menntun - sjálfstæði - ánægja

Helstu verkefni

· Staðgengill forstöðumanns dægradvalar

· Umsjón og skipulagning hópastarfs og annars faglegs starfs samkvæmt starfsáætlun og dagskipulagi

· Samskipti við foreldra, íþróttafélög og fleiri aðila

· Þátttaka í gerð áætlana og eftirfylgd með framkvæmd þeirra

· Umsjón með móttöku, eftirliti og brottför nemenda í dægradvöl

Menntunar- og hæfniskröfur

· Reynsla af stjórnun og skipulögðu starfi með börnum æskileg

· Hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfi

· Hæfni til að skipuleggja faglegt starf og veita því forystu

· Samskiptahæfni, frumkvæði og sköpunargleði.

· Stundvísi og áreiðanleiki

Umsóknarfrestur er til og með 27. júní 2018

Upplýsingar gefa Steinþór Andri Steinþórsson, forstöðumaður í síma 8694167 steinthorandri@kopavogur.is eða Sigrún Bjarnadóttir, skólastjóri í síma 4413800 sigrunb@kopavogur.is

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Aðstoðarmaður í eldhús í ÁlfatúniUmsóknarfrestur til: 10. júlí 2018

Leikskólinn Álfatún óskar eftir að ráða aðstoðarmann í eldhús

Leikskólinn Álfatún er 5 deilda leikskóli á besta stað í Fossvoginum. Í leikskólanum eru 80 börn á aldrinum 1 til 6 ára. Við leikskólann starfa 28 starfsmenn.

Áherslur okkar eru málrækt - hreyfing og skapandi starf í gegnum leik. Áhugi okkar snýr að lýðræðismenntun, skapandi hugsun, menningu, dalnum okkar og umhverfisvernd.

Við leggjum áherslu á góðan starfsanda þar sem áhersla er lögð á liðsheild, jákvæð samskipti og lausnamiðaða hugsun.

Heimasíða: http://alfatun.kopavogur.is/

Ráðningartími og starfshlutfall

Viðkomandi þarf að geta hafið störf 10.ágúst 2018

Starfshlutfall er 75%

Starfskröfur

· Áhugi á matargerð

· Starfar í eldhúsi undir stjórn matráðs

· Gengur í öll störf við fráveru matráðs

· Sér um þvotta

Menntun og hæfniskröfur

· Gott að viðkomandi hafi reynslu og brennandi áhuga á matargerð

· Frumkvæði, samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum

· Hefur gott vald á íslensku

Frekari upplýsingar

Laun og starfslýsing er samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs

Þeir sem ráðnir eru til starfa í leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst 2018

Upplýsingar gefa stjórnendurnir Lilja Kristjánsdóttir og Linda B. Ólafsdóttir s. 441-5500 og 698-4144 Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið alfatun@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar

Sækja um starf

Deildarstjór sérúrræða í ÁlfhólsskólaUmsóknarfrestur til: 12. júlí 2018

Álfhólsskóli óskar eftir deildarstjóra sérúrræða

Við í Álfhólsskóla erum að leita að lífsglöðum og áhugasömum starfsmönnum til þátttöku í skemmtilegu skólastarfi.

Álfhólsskóli er heildstæður grunnskóli með um 640 nemendur og 120 starfsmenn. Skólinn byggir á langri hefð fyrir framsæknu og árangursríku skólastarfi þar sem áhersla hefur verið lögð á þátttöku í margs konar þróunarverkefnum. Í skólanum eru námsver fyrir einhverfa nemendur og skólinn er móðurskóli í Kópavogi fyrir börn af erlendum uppruna. Í Álfhólsskóla eru allir kennarar og nemendur í 5. -10. bekk með spjaldtölvur og mikil áhersla lögð á skapandi starf með fjölbreyttum kennsluháttum og nám við hæfi hvers og eins óháð menningarlegum bakgrunni.

Einkunnarorð skólans eru: menntun - sjálfstæði - ánægja.

Ráðningarhlutfall og tími

Starfshlutfall er 100%. Ráðningartími er frá 1. ágúst 2018

Deildarstjóri er millistjórnandi sem hefur mannaforráð og stýrir hluta af skólastarfinu í samráði við skólastjóra. Hann fylgist með nýjungum á svið kennslu og er leiðandi í faglegu starfi. Hann hefur umsjón með sérúrræðum nemenda í samráði við kennara og skólastjórnendur og stýrir teymisfundum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

· Kennsluréttindi og kennslureynsla á grunnskólastigi

· Viðbótarmenntun í sérkennslufræðum skilyrði

· Reynsla af sérkennslu æskileg

· Góð þekking á stoðþjónustu

· Samskipta- og skipulagshæfni

Nánari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ. Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá grunnskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði. Einungis er hægt að sækja um starfið á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Umsóknarfrestur er til og með 12. júlí 2018

Upplýsingar gefur Sigrún Bjarnadóttir skólastjóri eða Einar Birgir Steinþórsson aðstoðarskólastjóri í síma 4413800. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið sigrunb@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um störfin.

Sækja um starf

Deildarstjóri í BaugiUmsóknarfrestur til: 22. júní 2018

Deildarstjóri í leikskólann Baug

Leikskólinn Baugur er 8 deilda leikskóli í Kórahverfi í Kópavogi. Þar starfa um 50 manns með 147 börnum. Leikskólinn leggur áherslu á að skapa fjölbreytilegt leikumhverfi sem ýtir undir ímyndunarafl, sköpunarkraft og tjáningu barnanna. Lögð er áhersla á góðan starfsanda sem einkennist af virðingu, umburðarlyndi, gleði og jákvæðu viðmóti.

Upplýsingar um leikskólann má finna á http://baugur.kopavogur.is/ Einkunnarorð skólans eru: Skynjun - uppgötvun - þekking

Ráðningartími og starfshlutfall

Frá 9. ágúst 2018 eða eftir samkomulagi

80% - 100%

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leikskólakennaramenntun

· Samstarfs- og samskiptahæfni

· Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður

· Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

· Reynsla af deildarstjórnun æskileg

· Góð tölvukunnátta

· Góð íslenskukunnátta

StarfskröfurUnnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 22. júní 2018

Upplýsingar gefa Margrét Björk Jóhannesdóttir, leikskólastjóri í síma 441-5601 og Guðbjörg Sóley Þorgeirsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri í síma 441-5602

eða á netfangið baugur@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Deildarstjóri í FífusölumUmsóknarfrestur til: 22. júní 2018

Heilsuleikskólinn Fífusalir óskar eftir að ráða Deildastjóra

Heilsueikskólinn Fífusalir er sex deilda leikskóli í Salahverfinu í Kópavogi. Við vinnum eftir Heilsustefnu - Samtaka heilsuleikskóla. Höfum tekið þátt í fjórum Nord plus verkefnum og það fimmta að fara af stað í haust. Hægt er að kynna sér starf leikskólans á http://fifusalir.kopavogur.is/

Leitað er eftir áhugasömum leikskólakennara sem er tilbúinn til að taka þátt í metnaðarfullu leikskólastarfi.

Einkunnarorð skólans eru : virðing - uppgötvun - samvinna

Ráðningartími og starfshlutafall

Ráðningatími og starfshlutfall fer eftir samkomulagi.

Menntunar og hæfniskröfur

· Leikskólakennaramenntu skilyrði.

· Reynsla af deildarstjórn æskileg.

· Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.

· Skapandi og metnaðarfullur einstaklingur.

· Sjálfstæði í vinnubrögðum.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækendur að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til 22. júní 2018.

Nánari upplýsingar veitir Erla Stefanía Magnúsdóttir leikskólastjóri í síma 8402677 og Heiðbjört Gunnólfsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í netfangið: fifusalir@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.Kopavogur.is

Sækja um starf

Deildarstjóri í KópahvolUmsóknarfrestur til: 25. júní 2018

Deildarstjóri í leikskólann Kópahvol

Leikskólinn Kópahvoll er 4 deilda skóli, með 80 börn á aldrinum eins árs til fimm ára.

Við störfum samkvæmt aðalnámskrá leikskóla, með áherslu á lífsleikni/samskipti, list og leik.

Við skólann starfar reynslu mikill hópur kennara og starfsmanna sem leggur áherslu á að gera góðan skóla betri, alla daga. Unnið er að því að taka inn hugmyndafræðina uppeldi til ábyrgðar og erum við svo heppin að hafa til þess öflugan faghóp. Leikskólinn er staðsettur á fallegum stað við Víghólinn í Kópavogi sem er friðað leik- og útivistarsvæði.

Við störfum samkvæmt aðalnámskrá leikskóla, með áherslu á lífsleikni/samskipti, list og leik.

Kópahvoll er þátttakandi í vináttuverkefni Barnaheilla og þróunarverkefninu snemmtæk íhlutun.

Einkunnarorð skólans eru: Leikur - List - Lífsleikni

Heimasíða: http://kopahvoll.kopavogur.is

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leikskólakennari eða önnur uppeldismenntun.

· Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.

· Sjálfstæði, tölvulæsi, metnaður í vinnubrögðum og skipulagshæfni.

· Góð íslenskukunnátta

Starfshlutfall

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 9. ágúst eða eftir samkomulagi, starfshlutfall er 100%.

Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Þeir sem ráðnir eru til starfa í leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til 25. júní 2018.

Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.

Upplýsingar gefa Halla Ösp Hallsdóttir leikskólastjóri í síma 441-6501, 663-0503

eða Stefanía Herborg Finnbogadóttir aðstoðarleikskólastjóri 441-6502

Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið kopahvoll@kopavogur.is

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Deildarstjóri í KópasteiniUmsóknarfrestur til: 22. júní 2018

Leikskólinn Kópasteinn óskar eftir að ráða deildarstjóra.

Leikskólinn Kópasteinn tók til starfa 1964 og er 4ra deilda leikskóli fyrir 73 börn. Skólinn er staðsettur í Borgarholtinu við Hábraut 5, í nálægð við helstu menningarstofnanir bæjarins. Við skólann starfar öflugur hópur kennara og leiðbeinanda.

Lögð er áhersla á skapandi starf, lífsleikni og samskipti, tónlist og einingarkubba. Kópasteinn vinnur með vináttuverkefni Barnaheilla í tengslum við lífsleikni, sem og læsi í víðum skilningi. Starfið tekur mið af umhverfismarkmiðum bæjarins. Upplýsingar um leikskólann má finna á http://kopasteinn.kopavogur.is/

Ráðningartími og starfshlutfall:

Við leitum að leikskólakennara í starf deildarstjóra. Ráðningartími er frá ágúst 2018. Starfshlutfall er 100%.

Menntunar og hæfniskröfur:

· Leikskólakennaramenntun

· Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum

· Leitað er að ábyrgum og jákvæðum einstaklingi með leiðtogahæfileika, sem á auðvelt með samskipti og vill taka þátt í uppbyggingu starfsins.

· Sjálfstæði í vinnubrögðum.

· Góð íslensku kunnátta skilyrði.

Helstu verkefni og ábyrgð:

· Að vinna að uppeldi og kennslu leikskólabarna.

· Stjórnun, skipulag og mat á starfi deildarinnar.

· Fylgja áhersluþáttum í starfi hverju sinni.

· Foreldrasamvinna.

Frekari upplýsingar:

Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://Ki.is

Umsóknarfrestur er til 22.júní nk.

· Upplýsingar gefa Heiða Björk Rúnarsdóttir leikskólastjóri í síma 840.2681 og Guðdís Guðjónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 441-5700.

Einnig má senda fyrirspurnir á kopasteinn@kopavogur.is

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar.

Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að veita heimild til að aflað sé upplýsinga úr sakaskrá.

Sækja um starf

Deildarstjóri í LækUmsóknarfrestur til: 25. júní 2018

Leikskólinn Lækur óskar eftir deildarstjóra. Á deildinni eru börn á aldinum 2 til 3 ára.

Lækur er 6 deilda leikskóli, í leikskólanum eru 130 börn og 40 starfsmenn. Deildir skólans eru aldursskiptar, eldri börnin eru í Stóra-Læk og yngri börnin í Litla-Læk.

Leikskólinn er staðsettur í Kópavogsdal, þar sem er veðursæld og stutt í skemmtileg útivistarsvæði á öllum árstímum. Leikskólinn hefur haft afnot af Lækjavelli, fyrrum gæsluvelli þar sem vinsælt er að fara og nýtist okkur vel sem útiskóli. Við leggjum upp með lýðræðislega nálgun í starfi með börnunum og starfsfólki. Með samræðum og mati hafa börn og starfsfólk áhrif á starfið.

Upplýsingar um leikskólann má finna á heimasíðu hans http://laekur.kopavogur.is/

Einkunnarorð leikskólans eru sjálfræði, hlýja og virðing

Ráðningartími og starfshlutfall

Um framtíðarstarf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall er 90 til 100%.

Hæfniskröfur:

Leikskólakennaramenntun.

Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti og er sjálfstæður í vinnubrögðum.

Góð íslenskukunnátta skilyrði.

Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun.

Nánari upplýsingar

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara, sjá http://ki.is/

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 25.júní. 2018.

Upplýsingar um starfið gefur María Vilborg Hauksdóttir leikskólastjóri og Kristín Laufey Guðjónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 441 5900 eða 840 2685 hjá Maríu. Einnig má senda fyrirspurnir á laekur@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar http://www.kopavogur.is

Sækja um starf

Deildarstjóri í SólhvörfumUmsóknarfrestur til: 29. júní 2018

Laus afleysingastaða deildastjóra á leikskólanum Sólhvörfum fyrir skólaárið 2018-2019.

Leikskólinn Sólhvörf er 6 deildar leikskóli þar sem starfa 33. starfsmenn. Unnið er í anda Hugsmíðahyggju og er lögð rík áhersla á sjálfræði, siðferði og samvinnu.

Laus er til umsóknar deildastjórastaða á leikskólanum Sólhvörfum.

Ráðningartími.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst

Menntunar og hæfniskröfur

· Leikskólakennari eða önnur uppeldismenntun.

· Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.

· Sjálfstæði og metnaður í vinnubrögðum.

· Áhugi á að tileinka sér starfsaðferðir Hugsmíðakennara.

· Íslenskukunnátta skilyrði.

Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 29. júní 2018

Upplýsingar gefur Bjarney Magnúsdóttir, leikskólastjóri, í síma 4417700. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið bjarneym@kopavogur.is og solhvorf@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Forstöðumaður íbúðarkjarna fyrir fatlað fólkUmsóknarfrestur til: 28. júní 2018

Forstöðumaður íbúðakjarna fyrir fatlað fólk

Velferðarsvið Kópavogsbæjar leitar að áhugasömum einstaklingi til að sjá um að skipuleggja og leiða starfsemi í íbúðakjarna í Dimmuhvarfi.

Starfshlutfall og ráðningartími Um er að ræða 100% framtíðarstarf sem að mestu leyti fer fram í dagvinnu.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Starfsleyfi til að starfa sem þroskaþjálfi eða háskólamenntun á sviði mennta- eða félagsvísinda

· Starfs- og stjórnunarreynsla í málefnum fatlaðs fólks skilyrði.

· Góð hæfni í mannlegum samskiptum, ábyrgðarkennd og frumkvæði.

Helstu verkefni og ábyrgð

· Ber ábyrgð á rekstri heimilisins í samræmi við fjárhagsáætlun.

· Stýrir faglegu starfi og þróar innra starf í samræmi við stefnu bæjarins.

· Sér um starfsmannamál og skipulag vakta.

· Vinnur að gerð þjónustuáætlana og annast samskipti við aðstandendur og aðra aðila um málefni íbúanna.

· Vinnur eftir starfsmannastefnu Kópavogsbæjar.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og launanefndar sveitarfélaga.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá velferðarsviði Kópavogs þurfa að skila sérstöku sakavottorði eða veitaheimild til að leitað sé upplýsinga af sakaskrá.

Umsóknarfrestur er til og með 28. júní 2018.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhanna Lilja Ólafsdóttir ráðgjafarþroskaþjálfi í síma 441-0000 og á netfanginu johannalilja@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Frístundaleiðbeinandi í SmáraskólaUmsóknarfrestur til: 23. júní 2018

Frístundaleiðbeinendur óskast í Smáraskóla

Smáraskóli er heildstæður grunnskóli með um 400 nemendur. Skólinn er staðsettur neðst í Kópavogsdal í fallegu umhverfi nálægt íþróttavelli Kópavogs, Fífunni og Kópavogslæk. Skólinn leggur áherslu á Uppeldi til ábyrgðar, heilsueflingu, umhverfismennt og notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Skólinn er einnig þekktur fyrir útivistarátak sitt, blómlegt tónlistarlíf og öflugt skákstarf. Í skólanum eru allir kennarar og nemendur í 5. -10. bekk með spjaldtölvur og áhersla lögð á skapandi starf með fjölbreyttum kennsluháttum. Einkunnarorð skólans eru; virðing, vöxtur, viska og víðsýni.

Ráðningartími og starfshlutfall

Lausar eru stöður starfsmanna í Frístundamiðstöðinni Drekaheimum í Smáraskóla skólaárið 2018 - 2019. Starfshlutfall 40 - 50%

Viðkomandi þarf að geta hafið störf 8. ágúst 2018.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Uppeldisnám æskilegt.

· Reynsla af vinnu með börnum mikilvæg.

· Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum.

· Stundvís og áreiðanleiki eru skilyrði.

· Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

· Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og Stfk. Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði. Nánari upplýsingar um Smáraskóla má finna á heimsíðu (www.smaraskoli.is) og fésbókarsíðu skólans.

Umsóknarfrestur er til og með 23. júní 2018

Nánari upplýsingar um störfin veitir Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri, í símum 441-4800 og 863-6810. Einnig má senda fyrirspurnir á fhk@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Frístundaleiðbeinendur í félagsmiðstöðvum KópavogsUmsóknarfrestur til: 01. júlí 2018

Frístundadeild menntasviðs Kópavogsbæjar auglýsir eftir stöðu frístundaleiðbeinanda í eftirfarandi félagsmiðstöðvar barna- og unglinga; Igló, Jemen, Dimma, Fönix, Kjarninn og Þeba.

Menntasvið Kópavogsbæjar sameinar málefni grunnskóla, leikskóla, íþrótta og frístunda í Kópavogi. Undir frístundadeild sviðsins heyra félagsmiðstöðvar barna og unglinga, frístundaklúbbur og ungmennahús auk félagsmiðstöðva eldri borgara.

Mikilvægt að viðkomandi hafi hæfni í mannlegum samskiptum og einlægan áhuga og ánægju af að vinna með börnum og unglingum. Frístundaleiðbeinandi hefur umsjón með og skipuleggur hópastarf og verkefni tengdum menningar, félags- og forvarnarstarfistarfsstaðanna. Hann vinnur í anda lýðræðis á starfsstaðnum og vinnur markvisst að því að auka sjálfstæði, ábyrgð og virkni þeirra sem taka þátt í starfinu.

Ráðningarhlutfall og tími

Um er að ræða 80%-33% störf frá ágúst 2018. Umsóknarfrestur er til og með 1.júlí 2018.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Diplómanám í uppeldis-eða tómstundafræðum æskileg, ekki skilyrði

· Reynsla af störfum með börnum og unglingum æskileg

· Færni í mannlegum samskiptum

· Frumkvæði og sjálfstæði í störfum

· Skipulögð og fagleg vinnubrögð

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs.

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 1.júlí 2018.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Amanda K. Ólafsdóttir í síma 441-0000/665-2189 og í tölvupósti amanda.olafsdottir@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur er hvattir til að sækja um starfið.

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Frístundarstarfsmenn í VatnsendaskólaUmsóknarfrestur til: 26. júní 2018

Vatnsendaskóli óskar eftir að ráða frístundarstarfsmenn í Stjörnuheima

Vatnsendaskóli er heildstæður grunnskóli með 610 nemendur og 90 starfsmenn. Skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi við Elliðavatn. Áhersla er lögð á náttúrufræði og umhverfismennt í skólastarfinu, útikennslu og fjölbreytta kennsluhætti. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta, samvinna og skapandi starf. Góður starfsandi er í skólanum og vinnuaðstæður góðar.

Ráðningarhlutfall og tími

Starfið er laust frá 8. ágúst 2018. Starfshlutfall getur verið frá 30% til 100%. Ef um fullt starf er að ræða þá frá 9:00 að morgni til 17:00, ef um hlutastarf er að ræða þá frá 13:00. Það vantar hjá okkur í frístund bæði í fullt starf og í hlutastörf.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Menntun sem nýtist í starfi æskileg.

· Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum.

· Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður, skapandi og drífandi,

· Stundvísi og áreiðanleiki skilyrði.

Starfskröfur

Starf frístundaliða í Stjörnuheimum felst í leik og starfi með börnum og gæslu jafnt innan sem utan húss.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs.

Mjög viðamiklar upplýsingar um Vatnsendaskóla og skólastarfið er að finna á www.vatnsendaskoli.is.

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 26. júní 2018.

Upplýsingar gefur Guðrún Soffía Jónasdóttir skólastjóri í síma 441 4000. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið gudrunj@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar

Sækja um starf

Kennari í KópavogsskólaUmsóknarfrestur til: 06. júlí 2018

Kennari - íslenska sem annað tungumál (50% starf)

Við erum að leita að þér!

Við í Kópavogsskóla erum að leita að lífsglöðum og áhugasömum kennara til að slást í okkar hóp til þátttöku í skemmtilegu skólastarfi.

Kópavogsskóli er heildstæður grunnskóli með um 370 nemendur og 70 starfsmenn. Í skólanum er sérdeild fyrir nemendur á mið- og unglingastigi og frístundaheimili fyrir nemendur í 1. - 4. bekk. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar og skólinn er heilsueflandi grunnskóli. Lögð er áhersla á skapandi og framsækið skólastarf og ýmis þróunarverkefni eru í gangi. Í Kópavogsskóla er allir kennarar og nemendur í 5. - 10. bekk með spjaldtölvur og mikil áhersla er lögð á einstaklingsmiðun náms og fjölbreytta kennsluhætti. Einkennisorð skólans eru vinátta, virðing, vellíðan. Góður starfsandi er í skólanum og vinnuaðstæður góðar.

Ráðningarhlutfall og tími

Starfið er 50% staða kennara barna með íslensku sem annað tungumál og ráðningartími frá 1. ágúst 2018.

Menntunar og hæfniskröfur

· Kennsluréttindi í grunnskóla

· Hæfni í mannlegum samskiptum og áhugasamur um mikið samstarf

· Þekking á kennslu barna af erlendum uppruna

· Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af kennslu barna af erlendum uppruna

· Æskilegt er að umsækjendur hafi þekkingu á Uppeldi til ábyrgðar

· Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður og drífandi

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði. Mjög viðamiklar upplýsingar um Kópavogsskóla og skólastarfið er að finna á www.kopavogsskoli.is. Einungis er hægt að sækja um starfið á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Umsóknarfrestur er til og með 6. júlí 2018.

Upplýsingar gefa Guðmundur Ásmundsson skólastjóri í síma 8990137. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið goa@kopavogur.is.

Karlar jafnt sem konur er hvött til að sækja um starfið.

Sækja um starf

Kennari í hönnun og smíði í KársnesskólaUmsóknarfrestur til: 28. júní 2018

Kársnesskóli auglýsir lausa stöðu kennara í hönnun og smíði

Við getum bætt við kennurum í okkar frábæra starfsmannahóp

Kársnesskóli er heildstæður framsækinn grunnskóli í vesturbæ Kópavogs. Í skólanum eru 570 nemendur í 1. til 10. bekk og um 90 starfsmenn og þar ríki frábær starfsandi. Við skólann er starfrækt frístund fyrir börn í 1. til 4. bekk sem staðsett er við skólann. Gildi skólans eru virðing, þekking, ábyrgð og ánægja. Í Kársnesskóla eru allir nemendur í 5.-10.bekk með spjaldtölvur og áhersla er á fjölbreytta kennsluhætti. Verið er að innleiða hugmyndafræði sem byggir á teymiskennslu.

Ráðningarhlutfall og tími

· 100% framtíðarstaða kennara í hönnun og smíði

Menntunar- og hæfniskröfur

· Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla

· Áhugi og þekking á teymiskennslu æskileg

· Þekking á kennslu með notkun rafrænna miðla æskileg

· Einlægur áhugi á að vinna með börnum og unglingum

· Þolinmæði og góð hæfni í mannlegum samskiptum

· Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði

· Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

Frekari upplýsingar

Umsóknarfrestur er til 28.júní 2018

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ

Upplýsingar gefur skólastjóri, Björg Baldursdóttir skólastjóri í síma 441-4600 og gsm 6994181 einnig má senda fyrirspurnir á netfangið bjorgb@kopavogur.is

Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is.

Sækja um starf

Kennari í hönnun og smíði í VatnsendaskólaUmsóknarfrestur til: 26. júní 2018

Vatnsendaskóli óskar eftir að ráða kennara í hönnun og smíði.

Vatnsendaskóli er heildstæður grunnskóli með 610 nemendur og 90 starfsmenn. Skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi við Elliðavatn. Áhersla er lögð á náttúrufræði og umhverfismennt í skólastarfinu, útikennslu og fjölbreytta kennsluhætti. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta, samvinna og skapandi starf. Góður starfsandi er í skólanum og vinnuaðstæður góðar.

Ráðningarhlutfall og tími

Kennara vantar í hönnun og smíði í 100% starf frá 1. ágúst 2018.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Kennsluréttindi í grunnskóla.

· Áhugi og þekking á teymiskennslu æskileg

· Þekking á kennslu með notkun rafrænna miðla æskileg

· Áhugi á að starfa með börnum.

· Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum.

· Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.

· Stundvísi og áreiðanleiki skilyrði.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ. Viðamiklar upplýsingar um Vatnsendaskóla og skólastarfið er að finna á www.vatnsendaskoli.is. Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 26. júní, 2018.

Upplýsingar gefur Guðrún Soffía Jónasdóttir skólastjóri 441 4000. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið gudrunj@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur er hvattir til að sækja um starfið.

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar

Sækja um starf

Kennari í leiklist og/eða dans í ÁlfhólsskólaUmsóknarfrestur til: 26. júní 2018

Álfhólsskóli óskar eftir kennara í leiklist og/eða dans fyrir skólaárið 2018-2019

Við í Álfhólsskóla erum að leita að lífsglöðum og áhugasömum starfsmönnum til þátttöku í skemmtilegu skólastarfi.

Álfhólsskóli er heildstæður grunnskóli með um 640 nemendur og 120 starfsmenn. Skólinn byggir á langri hefð fyrir framsæknu og árangursríku skólastarfi þar sem áhersla hefur verið lögð á þátttöku í margs konar þróunarverkefnum. Í skólanum eru námsver fyrir einhverfa nemendur og skólinn er móðurskóli í Kópavogi fyrir börn af erlendum uppruna. Í Álfhólsskóla eru allir kennarar og nemendur í 5. -10. bekk með spjaldtölvur og mikil áhersla lögð á skapandi starf með fjölbreyttum kennsluháttum og nám við hæfi hvers og eins óháð menningarlegum bakgrunni.

Einkunnarorð skólans eru: menntun - sjálfstæði - ánægja.

Ráðningartími

Ráðningartími er frá 1. ágúst 2018

Menntunar- og hæfniskröfur

· Kennsluréttindi í grunnskóla

· Menntun eða reynsla til kennslu í leiklist og/eða dans æskileg

· Mjög góð þekking á tölvum og upplýsingatækni

· Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

· Jákvæðni og áhuga á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi

· Stundvísi og samviskusemi

Nánari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ. Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá grunnskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði. Einungis er hægt að sækja um starfið á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Umsóknarfrestur er til og með 26. júní 2018

Upplýsingar gefur Sigrún Bjarnadóttir skólastjóri eða Einar Birgir Steinþórsson aðstoðarskólastjóri í síma 4413800. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið sigrunb@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um störfin.

Sækja um starf

Leikskólakennari í ArnarsmáraUmsóknarfrestur til: 01. júlí 2018

Leikskólinn Arnarsmári óskar eftir leikskólakennara

Arnarsmári er fimm deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum 1 - 5 ára Heimasíða: http://arnarsmari.kopavogur.is/

Arnarsmári starfar eftir uppeldisstefnunni Uppbygging sjálfsaga ? uppeldi til ábyrgðar

Einkunnarorð Arnarsmára eru frumkvæði, vinátta og gleði.

Ráðningartími og starfshlutafall

Starfið er laust frá 9.ágúst eða eftir samkomulagi og er um 100% stöðu að ræða.

Menntunar og hæfniskröfur

Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun.

Ábyrgur og jákvæður leikskólakennari sem á auðvelt með mannleg samskipti. Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Umsóknarfrestur er til og með 1.júlí 2017.

Upplýsingar gefur Brynja Björk Kristjánsdóttir, leikskólastjóri, í síma 441-5300/8402670 og Rannveig Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri. Einnig má senda fyrirspurnir á brynjab@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Uppbygging sjálfsaga-Uppeldi til ábyrgðar. Einkunnarorð; frumkvæði, vinátta, gleði.

Sækja um starf

Leikskólakennari í BaugUmsóknarfrestur til: 21. júní 2018

Leikskólakennari í leikskólann Baug.

Leikskólinn Baugur er 8 deilda leikskóli í Kórahverfi í Kópavogi. Þar starfa um 50 manns með 147 börnum. Leikskólinn leggur áherslu á að skapa fjölbreytilegt leikumhverfi sem ýtir undir ímyndunarafl, sköpunarkraft og tjáningu barnanna. Lögð er áhersla á góðan starfsanda sem einkennist af virðingu, umburðarlyndi, gleði og jákvæðu viðmóti.

Upplýsingar um leikskólann má finna á http://baugur.kopavogur.is/ Einkunnarorð skólans eru: Skynjun - uppgötvun - þekking

Ráðningartími og starfshlutfall 9. ágúst 2018 100 %

Menntunar og hæfniskröfur

· Leikskólakennari eða önnur uppeldismenntun

· Lipurð og sveiganleiki í samskiptum

· Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

· Frumkvæði í starfi

· Færni í mannlegum samskiptum

· Góð íslenskukunnátta

StarfskröfurUnnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingu leikskólakennara má finna á http://ki.is. Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags leikskólakennara/Starfsmannafélags Kópavogs.

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 21. júní 2018

Upplýsingar gefa Margrét Björk Jóhannesdóttir, leikskólastjóri í síma 441-5601 og Guðbjörg Sóley Þorgeirsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri í síma 441-5602

eða á netfangið baugur@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Leikskólakennari í DalUmsóknarfrestur til: 01. júlí 2018

Leikskólinn Dalur óskar eftir leikskólakennara

Leikskólinn Dalur Funalind 4 hóf starfsemi sína 11. maí 1998. Dalur er fjögurra deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum 1 - 5 ára Heimasíða: http://dalur.kopavogur.is/

Leikskólinn Dalur leggur megináherslu á gæði í samskiptum til að tryggja öryggi og vellíðan barna í leikskólanum. Samskipti er grundvallarþáttur í öllu starfi leikskólans.

Einkunnarorð leikskólans eru Virðing - ábyrgð - sjálfstæði

Ráðningartími og starfshlutafall

Starfið er laust frá 9.ágúst og er um 100% stöðu að ræða.

Menntunar og hæfniskröfur

Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun.

Ábyrgur og jákvæður leikskólakennari sem á auðvelt með mannleg samskipti. Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Umsóknarfrestur er til og með 1.júlí 2017.

Upplýsingar gefur Sóley Gyða Jörundsdóttir, leikskólastjóri, í síma 441-6000/8402674. Einnig má senda fyrirspurnir á soleyg@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Leikskólakennari í GrænatúniUmsóknarfrestur til: 27. júní 2018

Leikskólakennari í leikskólann Grænatún

Leikskólinn Grænatún tók til starfa 1984. Grænatún er 3ja deilda leikskóli í nálægð við Fossvogsdal sem býður upp á skemmtilega útivist allt árið. Helstu áherslur eru virkt nám barnsins þannig að barnið læri með því að framkvæma og gera tilraunir sjálft. Leikurinn er þungamiðjan en einnig er rík áhersla lögð á hinar daglegu þarfir. Þá er unnið markvisst með hreyfingu, myndlist, stærðfræði og vináttu. Heimasíða: http://graenatun.kopavogur.is/

Einkunnarorð skólans eru: Leikur og gleði

Ráðningartími og starfshlutafall

Ráðið verður í 100 % stöðu frá 1. ágúst 2018 eða eftir samkomulagi.

Grænatún er þriggja deilda leikskóli þar sem dvelja 64 börn.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leikskólakennaramenntun skilyrði

· Reynsla af starfi í leikskóla skilyrði

· Góð samskiptahæfni skilyrði

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og FSL.

Starfað er skv. starfslýsingu Kópavogsbæjar og Félags leikskólakennara.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá leikskólum Kópavogs þurfa að undirrita heimild til að afla uplýsinga af sakaskrá.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Ólafsdóttir leikskólastjóri sigridurola@kopavogur.is og sími: 8917888.

Umsóknarfrestur er til og með 27. júní 2018.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Umsækjendur athugið að ekki er tryggt að umsókn hafi borist, nema þið fáið svar þess efnis að hún hafi verið móttekin.

Sækja um starf

Leikskólakennari í KópahvoliUmsóknarfrestur til: 25. júní 2018

Leikskólakennari í leikskólanum Kópahvoli

Leikskólinn Kópahvoll er 4 deilda skóli, með 80 börn á aldrinum eins árs til fimm ára.

Við skólann starfar reynslu mikill hópur kennara og starfsmanna sem leggur áherslu á að gera góðan skóla betri, alla daga. Unnið er að því að taka inn hugmyndafræðina uppeldi til ábyrgðar og erum við svo heppin að hafa til þess stóran og öflugan faghóp. Leikskólinn er staðsettur á fallegum stað við Víghólinn í Kópavogi sem er friðað leik- og útivistarsvæði.

Við störfum samkvæmt aðalnámskrá leikskóla, með áherslu á lífsleikni/samskipti, list og leik.

Kóphvoll er þátttakandi í vináttuverkefni Barnaheilla og þróunarverkefninu snemmtæk íhlutun.

Einkunnarorð skólans eru: Leikur - List - Lífsleikni

Heimasíða: http://kophvoll.kopavogur.is

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leikskólakennari eða önnur uppeldismenntun.

· Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.

· Sjálfstæði, tölvulæsi og metnaður í vinnubrögðum.

Starfshlutfall er 100%

Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Þeir sem ráðnir eru til starfa í leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til 25. júní 2018. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.

Upplýsingar gefa Halla Ösp Hallsdóttir leikskólastjóri í síma 441-6501, 663-0503

eða Stefanía Herborg Finnbogadóttir aðstoðarleikskólastjóri 4416502

Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið kopahvoll@kopavogur.is

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Leikskólakennari í KópasteiniUmsóknarfrestur til: 22. júní 2018

Laus staða leikskólakennara í leikskólanum Kópasteini.

Leikskólinn Kópasteinn er 4 deilda leikskóli með fjórar deildir með börn á aldrinum 1 árs til 5 ára, alls 73 börn. Kópasteinn, hóf starfsemi 1964, er því elsti leikskóli Kópavogs.

Við störfum samkvæmt aðalnámskrá leikskóla, með áherslu á lífsleikni/samskipti, tónlist, skapandi starf, útiveru, upplifun og gleði, kjörorð skólans eru ?gaman saman?. Kópasteinn er umhverfisvænn skóli. Við skólann starfar samstíga og reynslu mikill hópur kennara og starfsmanna sem leggur áherslu á að gera góðan skóla betri, alla daga. Skólinn er staðsettur í Borgarholtinu, við Hábraut 5., stutt í allar helstu menningarstofnanir bæjarins, sem við nýtum okkur í starfinu.

Heimasíða: http://kopasteinn.kopavogur.is

Menntunar- og hæfniskröfur, ráðningartími :

· Leikskólakennari eða önnur uppeldismenntun.

· Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.

· Sjálfstæði og metnaður í vinnubrögðum.

· Starfshlutfall: 100%

· Ráðningartími: ágúst eða sem fyrst.

Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is. Leiðbeinendur taka laun eftir kjarasamningi SFK.

· Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

· Umsóknarfrestur er til 22. Júní. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.

Upplýsingar gefa Heiða Björk Rúnarsdóttir leikskólastjóri í síma 840-2681 og Guðdís Guðjónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 441-5700

Einnig má senda fyrirspurnir á kopasteinn@kopavogur.is

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Leikskólakennari í LækUmsóknarfrestur til: 25. júní 2018

Leikskólinn Lækur óskar eftir leikskólakennara eða starfsmanni á deild

Lækur er 6 deilda leikskóli, í skólanum eru 120 börn og 40 starfsmenn. Deildir skólans eru aldurskiptar, eldri börnin eru í stóra Læk og yngri börnin í litla Læk.

Leikskólinn er staðsettur í Kópavogsdal, þar sem stutt er í góð og skemmtileg útivistarsvæði á öllum árstímum. Skólinn hefur afnot af Lækjavelli, fyrrum gæsluvelli, sem nýtist sem útiskóli.

Einkunnarorð leikskólans eru sjálfræði, virðing og hlýja.

Lagt er upp með lýðræðislega nálgun í starfi með börnunum og starfsfólki með samræðum og mati þannig hafa börn og starfsfólk áhrif á starfið um leið og taka þarf tillit til skoðanna og þarfa allra. Upplýsingar um leikskólann má finna á heimasíðu hans http://laekur.kopavogur.is/

Ráðningartími og starfshlutfall

Um framtíðarstarf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall er 100%.

Hæfniskröfur

  • Leikskólakennaramenntun / háskólamenntun eða reynslu af starfi með börnum..
  • Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti og er sjálfstæður í vinnubrögðum.
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði.
  • Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Nánari upplýsingar

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 25 júní 2018.

Upplýsingar um starfið gefur María Vilborg Hauksdóttir leikskólastjóri í síma 441-5900 eða 840-2685. Einnig má senda fyrirspurnir á laekur@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar http://www.kopavogur.is

Sækja um starf

Leikskólakennari í MarbakkaUmsóknarfrestur til: 30. júní 2018

Leikskólinn Marbakki óskar eftir leikskólakennara.

Leikskólinn Marbakki tók til starfa 1986 og er 5 deilda leikskóli fyrir 104 börn. Hann er staðsettur í Sæbólshverfi og er hann í nálægð við hafið, eins og nafnið gefur til kynna. Megináhersla er lögð á skapandi starf í öllum listgreinum, þar sem hugmyndafræði sem kennd er við borgina Reggio Emilia á Ítalíu er höfð að leiðarljósi. Hugmyndafræðin er aðlöguð að íslenskum aðstæðum og menningu. Til að börnin verði skapandi, virk og gagnrýnin er þeim kennt að skilgreina hlutina og skoða frá öllum hliðum, skynja margbreytileika þeirra, ígrunda og taka afstöðu. Mikilvægt er að börnin fái að vinna verkefnin út frá eigin forsendum. Starfsfólk leikskólans hefur mikilvægu hlutverki að gegna í öllu námi barnanna.

Einkunnarorð skólans eru sjálfstæð, glöð og skapandi börn.

Ráðningartími og starfshlutafall

Æskilegt að viðkomandi geti hafið eigi síðar en að loknu sumarleyfi skólans 9.ágúst.

Starfshlutfall er 100% og vakin er athygli á að um framtíðarstarf er að ræða.

Menntunar og hæfniskröfur

Leitað er leikskólakennara, einstakling með aðra uppeldisfræðilega menntun og eða reynslu af að starfa með börnum.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til 30.júní 2018

Nánari upplýsingar veita Hólmfríður K Sigmarsdóttir, leikskólastjóri, Edda Guðrún Guðnadóttir eða Irpa Sjöfn Gestsdóttir aðstoðarleikskólastjóri, í síma 4415800. Einnig má senda fyrirspurnir á marbakki@kopavogur.is

Upplýsingar um leikskólann má finna hér: http://marbakki.kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Leikskólakennari í NúpUmsóknarfrestur til: 01. júlí 2018

Leikskólinn Núpur óskar eftir leikskólakennara

Leikskólinn Núpur er 5 deilda leikskóli sem staðsettur er í Núpalind 3.Einkunnarorð Núps eru sjálfstæði og sköpun í samvinnu og gleði. Við leggjum áherslu á Fjölgreindir í leikskólastarfi og að hin siðferðislegu gildi samfélagsins endurspeglist í öllu leikskólastarfinu s.s. virðing fyrir einstaklingnum, samábyrgð, umhyggja, sáttfýsi og tjáningarfrelsi allra.

Fjölgreindir í leikskólastarfi hjálpa okkur að sjá hvernig hvert barn lærir best og hvað við getum gert til að auðvelda því að nýta allar greindir til náms. Í leikskólanum eru börn með mismunandi atgervi og frá ólíkum menningarheimum. Hvert barn fær viðfangsefni við sitt hæfi. Upplýsingar um leikskólann má finna á http://nupur.kopavogur.is/

Ráðningartími og starfshlutafall

Starfið felst í kennslu og umönnun barna á aldrinum eins til sex ára. Starfið er laust og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall er 100%

Menntunar og hæfniskröfur

· Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun.

· Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.

· Skapandi og metnaðarfullur einstaklingur.

· Sjálfstæði í vinnubrögðum.

· Góð íslenskukunnátta skilyrði

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí nk.

Upplýsingar gefa Svana Kristinsdóttir, leikskólastjóri, og Bryndís Baldvinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri, í síma 441-6600. Einnig má senda fyrirspurnir á nupur@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Leikskólakennari í ÁlfatúniUmsóknarfrestur til: 22. júní 2018

Leikskólinn Álfatún óskar eftir að ráða leikskólakennara fyrir komandi skólaár

Leikskólinn Álfatún er 5 deilda leikskóli á besta stað í Fossvoginum. Í skólanum eru 80 börn á aldrinum 1 - 6 ára. Áherslur okkar eru málrækt, hreyfing og skapandi starf í gegnum leik.

Áhugi okkar snýr að lýðræðismenntun, skapandi hugsun, menningu, dalnum okkar og umhverfisvernd.

Við leggjum áherslu á góðan starfsanda, liðsheild, heilsuvernd, jákvæð samskipti og lausna­miðaða hugsun.

Ráðningarhlutfall og tími

Ráðningartími er frá 10. ágúst 2018

Starfshlutfaller 100%.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leikskólakennaramenntun

· Góðir samskiptahæfileikar

· Góðir skipulagshæfileikar

· Stundvísi og áreiðanleiki

· Gott vald á íslensku

· Gott heilsufar

Starfskröfur

Unnið er samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara /Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Upplýsingar um leikskólann Álfatún og skólastarfið er að finna á http://alfatun.kopavogur.is/

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 22. júní 2018

Upplýsingar gefur Lilja Kristjánsdóttir leikskólastjóri 441-5501.Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið alfatun@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið. Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar.

Sækja um starf

Leikskólasérkennari í KópahvolUmsóknarfrestur til: 25. júní 2018

Leikskólasérkennari í leikskólann Kópahvol

Leikskólinn Kópahvoll er 4 deilda skóli, með 80 börn á aldrinum eins árs til fimm ára.

Við störfum samkvæmt aðalnámskrá leikskóla, með áherslu á lífsleikni/samskipti, list og leik.

Við skólann starfar reynslu mikill hópur kennara og starfsmanna sem leggur áherslu á að gera góðan skóla betri, alla daga. Unnið er að því að taka inn hugmyndafræðina uppeldi til ábyrgðar og erum við svo heppin að hafa til þess öflugan faghóp. Leikskólinn er staðsettur á fallegum stað við Víghólinn í Kópavogi sem er friðað leik- og útivistarsvæði.

Við störfum samkvæmt aðalnámskrá leikskóla, með áherslu á lífsleikni/samskipti, list og leik.

Kóphvoll er þátttakandi í vináttuverkefni Barnaheilla og þróunarverkefninu snemmtæk íhlutun.

Einkunnarorð skólans eru: Leikur - List - Lífsleikni

Ráðningartími

9 ágúst eða eftir samkomulagi

Starfshlutfall

100 % eða eftir samkomulagi

Menntunar og hæfniskröfur

· Leikskólakennari eða önnur uppeldismenntun

· Lipurð og sveiganleiki í samskiptum

· Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

· Frumkvæði í starfi

· Færni í mannlegum samskiptum

· Góð íslenskukunnátta

Starfskröfur. Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólasérkennara en starfslýsingu leikskólasérkennara má finna á http://ki.is. Ef ekki fæst leikskólasérkennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félag leikskólakennara/Starfsmannafélags Kópavogs.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá leikskólum Kópavogs þurfa að undirrita heimild til að afla upplýsinga af sakaskrá.

Umsóknarfrestur er til 25. júní 2018

Upplýsingar gefa Halla Ösp Hallsdóttir, leikskólastjóri í síma 441-6501, 663-0503 eða Stefanía Finnbogadóttir, aðstoðarleikskólastjóri í síma 441-6502, eða á netfangið kopahvoll@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar

https://www.kopavogur.is/is/stjornsysla/skipulag/laus-storf/almenn-storf#00002636

Sækja um starf

Leikskólasérkennari/þroskaþjálfi í BaugUmsóknarfrestur til: 22. júní 2018

Leikskólasérkennari / þroskaþjálfi í leikskólann Baug.

Leikskólinn Baugur er 8 deilda leikskóli í Kórahverfi í Kópavogi. Þar starfa um 50 manns með 147 börnum. Leikskólinn leggur áherslu á að skapa fjölbreytilegt leikumhverfi sem ýtir undir ímyndunarafl, sköpunarkraft og tjáningu barnanna. Lögð er áhersla á góðan starfsanda sem einkennist af virðingu, umburðarlyndi, gleði og jákvæðu viðmóti.

Lögð er áhersla á styrkleika barnsins með tilliti til þátttöku og virkni við dagleg störf svo barnið fái tækifæri til að upplifa og kanna á sínum forsendum. Sérkennslan tekur mið af þörfum hvers og eins og er unnin í nánu samráði og samstarfi við foreldra. Upplýsingar um leikskólann má finna á http://baugur.kopavogur.is/

Einkunnarorð skólans eru: Skynjun - uppgötvun - þekking

Ráðningartími og starfshlutfall

9. ágúst 2018 eða eftir samkomulagi

80 - 100 %

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leikskólakennnari, þroskaþjálfi eða önnur menntun sem nýtist í sérkennslu

· Ábyrgur og jákvæður einstaklingur með góða færni í mannlegum samskiptum og sjálfstæð vinnubrögð

· Færni til að vinna samkvæmt einstaklingsnámskrám í teymisvinnu

· Hæfni til að beita lausnamiðaðri nálgun við úrvinnslu verkefna

· Góð íslenskukunnátta skilyrði

StarfskröfurUnnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingu leikskólasérkennara má finna á http://ki.is. Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félag leikskólakennara/Starfsmannafélags Kópavogs.

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 22. júní 2018

Upplýsingar gefa Margrét Björk Jóhannesdóttir, leikskólastjóri í síma 441-5601 og Guðbjörg Sóley Þorgeirsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri í síma 441-5602

eða á netfangið baugur@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Leikskólasérkennari/þroskaþjálfi í KópasteiniUmsóknarfrestur til: 01. júlí 2018

Laus staða leikskólasérkennara/þroskaþjálfa í sérkennslu í leikskólanum Kópasteini.

Leikskólinn Kópasteinn er 4 deilda leikskóli með fjórar deildir, börn á aldrinum 1 árs til 5 ára, alls 73 börn. Kópasteinn, hóf starfsemi 1964, er því elsti leikskóli Kópavogs.

Við störfum samkvæmt aðalnámskrá leikskóla, með áherslu á lífsleikni/samskipti, tónlist, skapandi starf, útiveru, upplifun og gleði, kjörorð skólans eru ?gaman saman?. Kópasteinn er umhverfisvænn skóli. Við skólann starfar samstíga og reynslu mikill hópur kennara og starfsmanna sem leggur áherslu á að gera góðan skóla betri, alla daga. Skólinn er staðsettur í Borgarholtinu, við Hábraut 5., stutt í allar helstu menningarstofnanir bæjarins, sem við nýtum okkur í starfinu.

Heimasíða: http://kopasteinn.kopavogur.is

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leikskólasérkennaramenntun

· Þroskaþjálfamenntun

· Leikskólakennaramenntun

· Önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi.

· Frumkvæði, stundvísi og jákvæðni í starfi.

· Góð íslenskukunnátta

Starfskröfur

Starfið felst í að styðja við barn með röskun/fötlun við athafnir daglegs lífs.

Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og í samstarfi við foreldra og fagfólk utan og innan skólans.

Ráðningartími og starfshlutfall

Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfshlutfall er 100%.

Frekari upplýsingar

Launeru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags leikskólakennara, Þroskaþjálfafélags Íslands.

· Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

· Umsóknarfrestur er til 1. júlí.

· Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.

Upplýsingar gefa Heiða Björk Rúnarsdóttir leikskólastjóri og Katrín Guðjónsdóttir sérkennslustjóri í síma 441-5700

Einnig má senda fyrirspurnir á kopasteinn@kopavogur.is

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Leikskólasérkennari/þroskaþjálfi í SólhvörfumUmsóknarfrestur til: 29. júní 2018

Lausar stöður leikskólasérkennara, þroskaþjálfa og eða iðjuþjálfa á leikskólanum Sólhvörfum fyrir skólaárið 2018-2019.

Leikskólinn Sólhvörf er 6 deildar leikskóli þar sem starfa 33. starfsmenn. Unnið er í anda Hugsmíðahyggju og er lögð rík áhersla á sjálfræði, siðferði og samvinnu.

Lausar er til umsóknar sérkennslustöður á leikskólanum Sólhvörfum.

Ráðningartími.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf í ágúst 2018

Menntunar og hæfniskröfur

· Leikskólasérkennari, þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi.

· Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.

· Sjálfstæði og metnaður í vinnubrögðum.

· Áhugi á að vinna með öðrum fagaðilum á sviði sérkennslu.

· Áhugi á að tileinka sér starfsaðferðir Hugsmíðakennara.

· Íslenskukunnátta skilyrði.

Ef ekki fæst umsækjandi með ofangreinda menntun verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leikskólaliði.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 29.júní2018

Upplýsingar gefur Bjarney Magnúsdóttir, leikskólastjóri, í síma 4417700. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið bjarneym@kopavogur.is og solhvorf@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Skólaliði í SmáraskólaUmsóknarfrestur til: 23. júní 2018

Smáraskóli óskar eftir að ráða skólaliða

Smáraskóli er heildstæður grunnskóli með um 400 nemendur. Skólinn er staðsettur neðst í Kópavogsdal í fallegu umhverfi nálægt íþróttavelli Kópavogs, Fífunni og Kópavogslæk. Skólinn leggur áherslu á Uppeldi til ábyrgðar, heilsueflingu, umhverfismennt og notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Skólinn er einnig þekktur fyrir útivistarátak sitt, blómlegt tónlistarlíf og öflugt skákstarf. Í skólanum eru allir kennarar og nemendur í 5. -10. bekk með spjaldtölvur og áhersla lögð á skapandi starf með fjölbreyttum kennsluháttum. Einkunnarorð skólans eru; virðing, vöxtur, viska og víðsýni.

Ráðningartími og starfshlutfallÓskum eftir að ráða skólaliða í 75 - 100 % starfshlutfall frá og með 8. ágúst 2018. Um framtíðarstörf er að ræða.

Starfskröfur

Á meðal verkefna skólaliða eru:

· Að aðstoða nemendur í leik og starfi og leiðbeina þeim í samskiptum við aðra nemendur og starfsfólk skólans.

· Að veita fyrstu hjálp ef slys eða óhöpp verða.

· Afgreiðsla, umsjón og gæsla í matartímum.

· Frímínútnagæsla innan- og utanhúss.

· Létt þrif.

Að öðru leyti sinnir skólaliði þeim verkefnum sem yfirmaður hans felur honum og samræmast ráðningasamningi og kjarasamningi hans.

Næsti yfirmaður skólaliða er húsvörður skólans.

Kröfur um menntun og reynslu Krafa er gerð um góða íslenskukunnáttu og vingjarnlegt viðmót í samskiptum. Einnig er gerð krafa um reynslu af starfi með börnum og unglingum.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Eflingar. Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði. Nánari upplýsingar um Smáraskóla má finna á heimsíðu (www.smaraskoli.is) og fésbókarsíðu skólans.

Umsóknarfrestur er til og með 23. júní 2018.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Ingimar Jónsson, húsvörður Smáraskóla, í síma 863-5301. Einnig má senda fyrirspurnir á joningimar@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Starfsfólk í NúpUmsóknarfrestur til: 01. júlí 2018

Leikskólinn Núpur óskar eftir starfsfólki

Leikskólinn Núpur er 5 deilda leikskóli sem staðsettur er í Núpalind 3.Einkunnarorð Núps eru sjálfstæði og sköpun í samvinnu og gleði. Við leggjum áherslu á Fjölgreindir í leikskólastarfi og að hin siðferðislegu gildi samfélagsins endurspeglist í öllu leikskólastarfinu s.s. virðing fyrir einstaklingnum, samábyrgð, umhyggja, sáttfýsi og tjáningarfrelsi allra.

Fjölgreindir í leikskólastarfi hjálpa okkur að sjá hvernig hvert barn lærir best og hvað við getum gert til að auðvelda því að nýta allar greindir til náms. Í leikskólanum eru börn með mismunandi atgervi og frá ólíkum menningarheimum. Hvert barn fær viðfangsefni við sitt hæfi. Upplýsingar um leikskólann má finna á http://nupur.kopavogur.is/

Ráðningartími og starfshlutafall

Starfið felst í kennslu og umönnun barna á aldrinum eins til sex ára. Starfið er laust og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall er 100%

Menntunar og hæfniskröfur

· Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun.

· Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.

· Skapandi og metnaðarfullur einstaklingur.

· Sjálfstæði í vinnubrögðum.

· Góð íslenskukunnátta skilyrði

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí nk.

Upplýsingar gefa Svana Kristinsdóttir, leikskólastjóri, og Bryndís Baldvinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri, í síma 441-6600. Einnig má senda fyrirspurnir á nupur@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Starfsmaður í Þjónustumiðstöð við almenna þjónustuUmsóknarfrestur til: 25. apríl 2020

Starfsmaður í Þjónustumiðstöð við almenna þjónustu

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfsmaður starfar í vinnuhóp undir daglegri stjórn flokkstjóra. Helstu verkefni vinnuhópa eru viðhald og umhirða gatna og stíga, hreinsun og fegrun bæjarins, hreinsun niðurfalla, ýmis málningarvinna og þökulagnir en auk þeirra er ýmis þjónusta við bæjarstofnanir.

Hæfniskröfur

Umsækjendur skulu vera 18 ára eða eldri og æskilegt að hafa bílpróf.

Starfsemi Þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar

Þjónustumiðstöð Kópavogs hefur umsjón með flestum verkefnum sem tengd eru framkvæmdum á bæjarlandi. Innan þjónustumiðstöðvar eru verkefni sem tengjast snjómokstri, garðyrkju, gatnaviðhaldi, vatns- og fráveitu, sorphirðumálum og önnur þjónusta við íbúa, fyrirtæki og stofnanir.

Frekari upplýsingar um starfið

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Eflingar. Starfshlutfall: 100%

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Þjónustumiðstöðvar í síma 441 9000 eða í tölvupósti thjonustumidstod@kopavogur.is.

Sækja um starf

Stuðningsfulltrúi í SmáraskólaUmsóknarfrestur til: 23. júní 2018

Stuðningsfulltrúi óskast í Smáraskóla

Smáraskóli er heildstæður grunnskóli með um 400 nemendur. Skólinn er staðsettur neðst í Kópavogsdal í fallegu umhverfi nálægt íþróttavelli Kópavogs, Fífunni og Kópavogslæk. Skólinn leggur áherslu á Uppeldi til ábyrgðar, heilsueflingu, umhverfismennt og notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Skólinn er einnig þekktur fyrir útivistarátak sitt, blómlegt tónlistarlíf og öflugt skákstarf. Í skólanum eru allir kennarar og nemendur í 5. -10. bekk með spjaldtölvur og áhersla lögð á skapandi starf með fjölbreyttum kennsluháttum. Einkunnarorð skólans eru; virðing, vöxtur, viska og víðsýni.

Ráðningartími og starfshlutafall

Um er að ræða 75-100 % starf. Ráðið er í starfið frá 15. ágúst 2018. Um framtíðarstarf er að ræða.

Menntunar- og hæfniskröfur

Nauðsynlegt að viðkomandi hafi reynslu af vinnu með börnum.

· Reynsla af vinnu með börnum æskileg.

· Þolinmæði, umburðarlyndi og hæfni í mannlegum samskiptum.

· Stundvís og áreiðanleiki er skilyrði.

· Viðkomandi þarf að sýna sjálfstæði og frumkvæði í starfi.

· Framhaldsmenntun eða önnur menntun sem nýtist i starfi æskileg.

· Góð íslenskukunnátta er skilyrði.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs. Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði. Nánari upplýsingar um Smáraskóla má finna á heimsíðu (www.smaraskoli.is) og fésbókarsíðu skólans.

Umsóknarfrestur er til og með 23. júní 2018.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri, í símum 441-4800 og 863-6810. Einnig má senda fyrirspurnir á fhk@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Sérkennari/þroskaþjálfi í ÁlfhólsskólaUmsóknarfrestur til: 25. júní 2018

Álfhólsskóli óskar eftir sérkennara/þroskaþjálfa í sérdeild einhverfra

Við í Álfhólsskóla erum að leita að lífsglöðum og áhugasömum starfsmönnum til þátttöku í skemmtilegu skólastarfi.

Álfhólsskóli er heildstæður grunnskóli með um 640 nemendur og 120 starfsmenn. Skólinn byggir á langri hefð fyrir framsæknu og árangursríku skólastarfi þar sem áhersla hefur verið lögð á þátttöku í margs konar þróunarverkefnum. Í skólanum eru námsver fyrir einhverfa nemendur og skólinn er móðurskóli í Kópavogi fyrir börn af erlendum uppruna. Í Álfhólsskóla eru allir kennarar og nemendur í 5. -10. bekk með spjaldtölvur og mikil áhersla lögð á skapandi starf með fjölbreyttum kennsluháttum og nám við hæfi hvers og eins óháð menningarlegum bakgrunni.

Einkunnarorð skólans eru: menntun - sjálfstæði - ánægja.

Ráðningarhlutfall og tími

Starfshlutfall er 100%. Ráðningartími er frá 1. ágúst 2018

Menntunar- og hæfniskröfur

· Þroskaþjálfi/sérkennari eða önnur menntun sem nýtist í sérkennslu

· Mjög góð þekking á tölvum og upplýsingatækni

· Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

· Jákvæðni og áhuga á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi

· Stundvísi og samviskusemi

Nánari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ. Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá grunnskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði. Einungis er hægt að sækja um starfið á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Umsóknarfrestur er til og með 25. júní 2018

Upplýsingar gefur Sigrún Bjarnadóttir skólastjóri eða Einar Birgir Steinþórsson aðstoðarskólastjóri í síma 4413800. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið sigrunb@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um störfin.

Sækja um starf

Tölvuumsjónarmaður í KársnesskólaUmsóknarfrestur til: 26. júní 2018

Kársnesskóli óskar eftir að ráða tölvuumsjónarmann

Kársnesskóli er heildstæður grunnskóli í vesturbæ Kópavogs. Í skólanum eru 590 nemendur í 1. til 10. bekk og um 85 vel menntaðir og hæfir stafsmenn. Þar ríki góður starfsandi. Við skólann er starfrækt Frístund fyrir börn í 1. til 4. bekk. Gildi skólans eru virðing, þekking, ábyrgð og ánægja.

Kársnesskóli er þekktur fyrir öflugt sönglíf og kórastarf. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Skólinn hefur fengið grænfánan tvisvar sinnum. Unnið er eftir kennsluaðferðum Byrjendalæsi og Læsi til náms. Kársnesskóli er í góðu samstarfi við leikskólana í hverfinu. Mikil áhersla er á upplýsingatækni og fjölbreytta kennsluhætti í kjölfar innleiðingar á spjaldtölvum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

· Kennsluréttindi og kennslureynsla á grunnskólastigi skilyrði

· Framhaldsmenntun eða reynsla á sviði upplýsingatækni

· Skipulags- og samstarfshæfileikar

Ráðningartími

Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2018 eða eftir nánara samkomulagi. Umsókn skal skila með ferilskrá á vef bæjarins www.kopavogur.is

Frekari upplýsingar:

Helstu verkefni eru að hafa umsjón með tæknibúnaði skólans og sinna tæknilegri aðstoð fyrir starfsmenn skólans.

Tölvuumsjónarmaður ber ábyrgð á að tæknimál i skólanum séu í samræmi við stefnu skólanna og stefnumótun Kópavogsbæjar í upplýsinga- og tæknimennt. Hann vinnur undir daglegri stjórn skólastjóra og vinnur náið með verkefnastjóra spjaldtölvuverkefnis og UT kennsluráðgjafa Kópavogsbæjar. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Umsóknarfrestur er til og með 26. júní 2018

Nánari upplýsingar veitir Björg Baldursdóttir skólastjóri í síma 6994181, netfang bjorgb@kopavogur.is

Konur jafnt sem karlar hvött til að sækja um starfið

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Umsjónarkennari á miðstigi í ÁlfhólfsskóliUmsóknarfrestur til: 05. júlí 2018

Álfhólsskóli óskar eftir umsjónarkennara á miðstigi

Við í Álfhólsskóla erum að leita að lífsglöðum og áhugasömum starfsmönnum til þátttöku í skemmtilegu skólastarfi.

Álfhólsskóli er heildstæður grunnskóli með um 640 nemendur og 120 starfsmenn. Skólinn byggir á langri hefð fyrir framsæknu og árangursríku skólastarfi þar sem áhersla hefur verið lögð á þátttöku í margs konar þróunarverkefnum. Í skólanum eru námsver fyrir einhverfa nemendur og skólinn er móðurskóli í Kópavogi fyrir börn af erlendum uppruna. Í Álfhólsskóla eru allir kennarar og nemendur í 5. -10. bekk með spjaldtölvur og mikil áhersla lögð á skapandi starf með fjölbreyttum kennsluháttum ognám við hæfi hvers og eins óháð menningarlegum bakgrunni.

Einkunnarorð skólans eru: menntun - sjálfstæði - ánægja.

Ráðningarhlutfall og tími

Starfshlutfall er 100%. Ráðningartími er frá 1. ágúst 2018

Helstu verkefni og ábyrgð

· Annast almenna kennslu á miðstigi í samráði við skólastjórnendur, aðra kennara og foreldra

· Vinnur að þróun og nýbreytni skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk

· Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagfólk

Menntunar- og hæfniskröfur

· Kennsluréttindi í grunnskóla

· Mjög góð þekking á tölvum og upplýsingatækni

· Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

· Jákvæðni og áhuga á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi

· Stundvísi og samviskusemi

Nánari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ og starfsmannafélagi Kópavogs. Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá grunnskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði. Einungis er hægt að sækja um starfið á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Umsóknarfrestur er til og með 5. júlí 2018

Upplýsingar gefur Sigrún Bjarnadóttir skólastjóri eða Einar Birgir Steinþórsson aðstoðarskólastjóri í síma 4413800. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið sigrunb@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um störfin.

Sækja um starf

Umsjónarkennari í miðstig í VatnsendaskólaUmsóknarfrestur til: 22. júní 2018

Vatnsendaskóli óskar eftir að ráða umsjónarkennara á miðstig

Vatnsendaskóli er heildstæður grunnskóli með 610 nemendur og 90 starfsmenn. Skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi við Elliðavatn. Áhersla er lögð á náttúrufræði og umhverfismennt í skólastarfinu, útikennslu og fjölbreytta kennsluhætti. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta, samvinna og skapandi starf. Góður starfsandi er í skólanum og vinnuaðstæður góðar.

Ráðningarhlutfall og tími

Umsjónarkennara vantar í kennslu á miðstigi í 100% starf frá 1. ágúst 2018.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Kennsluréttindi í grunnskóla.

· Áhugi á að starfa með börnum.

· Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum.

· Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.

· Stundvísi og áreiðanleiki skilyrði.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ. Viðamiklar upplýsingar um Vatnsendaskóla og skólastarfið er að finna á www.vatnsendaskoli.is. Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 22. júní, 2018.

Upplýsingar gefur Guðrún Soffía Jónasdóttir skólastjóri 441 4000. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið gudrunj@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur er hvattir til að sækja um starfið.

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar

Sækja um starf

Verkefnastjóri stefnumótunarUmsóknarfrestur til: 25. júní 2018

Verkefnastjóri stefnumótunar

Laust er til umsóknar spennandi starf verkefnastjóra til að stýra stefnumótunarvinnu Kópavogsbæjar. Starfið heyrir undir sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.

Við stefnumótun Kópavogsbæjar verður horft til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Helstu verkefni

· Leiðir stefnumótun bæjarstjórnar Kópavogs við gerð stefnumarkandi áætlana og ber ábyrgð á innleiðingu þeirra.

· Leiðbeinir stjórnendum hjá Kópavogsbæ við gerð stefnumarkandi áætlana og ber ábyrgð á innleiðingu þeirra.

· Staðfestir að stefnumarkandi áætlanir stofnana bæjarins séu tækar til framlagningar við gerð fjárhagsáætlunar Kópavogsbæjar.

· Fer yfir árangursmælingar skipulagsheilda og skilar ársskýrslu til bæjarstjórnar.

· Önnur verkefni sem yfirmaður felur honum og falla að hans starfssviði.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem verkefnastjórnun, viðskiptafræði, stjórnsýslufræði eða stjórnun og stefnumótun.

· Reynsla og/eða þekking af stefnumótun kostur

· Reynsla af verkefnastjórnun kostur

· Þekking af starfsemi sveitarfélaga kostur

· Reynsla af áætlanagerð og árangursmælingum kostur

· Góð íslenskukunnátta og hæfni í ræðu og riti

· Góð samskipta- og samstarfshæfni

· Sjálfstæði og frumkvæði í starfi

Umsóknarfrestur er til og með 25. júní 2018.

Nánari upplýsingar um starfið veitir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Páll Magnússon (pallm@kopavogur.is), s. 441-0000. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags innan BHM. Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is.

Sækja um starf

Íþróttakennari í ÁlfhólsskólaUmsóknarfrestur til: 28. júní 2018

Álfhólsskóli óskar eftir íþróttakennara í forföllum

Álfhólsskóli er heildstæður grunnskóli í Kópavogi. Í skólanum eru um 640 nemendur í 1. til 10. bekk og 120 starfsmenn. Skólinn byggir á langri hefð fyrir framsæknu og árangursríku skólastarfi þar sem áhersla hefur verið lögð á þátttöku í margs konar þróunarverkefnum. Í skólanum eru námsver fyrir einhverfa nemendur og móttökudeild fyrir nýbúa. Hafin er innleiðing á notkun spjaldtölva í kennslu með markvissum hætti og öflugum stuðningi kennsluráðgjafa. Í Álfhólsskóla er skapandi starf með fjölbreyttum kennsluháttum og nám við hæfi hvers og eins óháð menningarlegum bakgrunni.

Einkunnarorð skólans eru: menntun - sjálfstæði - ánægja.

Ráðningartími og starfshlutfall

Starfshlutfall er 100%.

Helstu verkefni og ábyrgð

· Annast íþróttakennslu á öllum stigum skólans

· Vinnur að þróun og nýbreytni skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk

· Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagfólk

Menntunar- og hæfniskröfur

· Kennsluréttindi í grunnskóla

· Mjög góð þekking á tölvum og upplýsingatækni

· Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

· Jákvæðni og áhuga á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi

· Stundvísi og samviskusemi

Nánari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá grunnskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 28. júní 2018

Upplýsingar gefur Sigrún Bjarnadóttir skólastjóri í síma 4413800 og á netfanginu sigrunb@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar

Sækja um starf

Þroskaþjálfi/leikskólasérkennari í ÁlfatúniUmsóknarfrestur til: 22. júní 2018

Leikskólinn Álfatún óskar eftir þroskaþjálfa/leikskólakennara í sérkennslu

Leikskólinn Álfatún er 5 deilda leikskóli á besta stað í Fossvoginum. Í leikskólanum eru 80 börn á aldrinum 1 ? 6 ára.

Áherslur okkar eru málrækt, hreyfing og skapandi starf. Áhugi okkar snýr að lýðræðis­menntun, skapandi hugsun, menningu, dalnum okkar og umhverfisvernd.

Við leggjum áherslu á góðan starfsanda, liðsheild, jákvæð samskipti, heilsuvernd og lausnamiðaða hugsun.

Heimasíða skólans er www.alfatun.kopavogur.is

Ráðningarhlutfall og tími

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í síðasta lagi 10. ágúst n.k. eða eftir samkomulagi.

Starfshlutfall er 100%.

Menntunar og hæfniskröfur

Þroskaþjálfamenntun, leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun.

Ábyrgur og jákvæður fagmaður sem á auðvelt með mannleg samskipti.

Reynsla er kostur en ekki skilyrði.

Góð íslenskukunnátta.

Starfskröfur

Starfið felst í að styðja við barn með fötlun við athafnir daglegs lífs. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og í samstarfi við foreldra og fagfólk utan og innan skólans.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Þroskaþjálfafélags Íslands.eða Sambands íslenskra sveitarfélaga og FL eða Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Umsóknarfrestur er til og með 22. júní 2018

Nánari upplýsingar veita Lilja Kristjánsdóttir leikskólastjóri og Linda B. Ólafsdóttir í síma 4415500/6984144. Einnig má senda fyrirspurnir á alfatun@kopavogur.is

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf