Almenn störf

Vinsamlega fyllið út upplýsingar á því umsóknarformi sem birtist þegar sótt er um starf. Það er yfirleitt beðið um að a.m.k. starfsferilskrá fylgi útfylltri umsókn.

Atferlisþjálfun - starfsmaður í sérkennslu í LækUmsóknarfrestur til: 26. október 2018

Atferlisþjálfun - Starfsmaður sérkennslu í leikskólann Læk

Leikskólinn Lækur óskar eftir leikskólakennara, þroskaþjálfa eða starfsmanni með aðra menntun til starfa við atferlisþjálfun og sérkennslu í leikskólanum Læk í Kópavogi.

Lækur er 6 deilda leikskóli, í skólanum eru 106 börn og 35 starfsmenn. Deildir skólans eru aldursskiptar, eldri börnin eru í stóra-Læk og yngri börnin í litla-Læk. Leikskólinn er staðsettur í Kópavogsdal, þar sem er veðursæld og stutt í skemmtileg útivistarsvæði á öllum árstímum. Við leggjum upp með lýðræðislega nálgun í starfi með börnunum og starfsfólki. Með samræðum og mati hafa börn og starfsfólk áhrif á starfið.

Einkunnarorð leikskólans eru sjálfræði, hlýja og virðing.

Ráðningartími og starfshlutfall

Staðan er laus nú þegar. Starfshlutfall er 80 til 100%.

Hæfniskröfur:

· Leikskólakennaramenntun, þroskaþjálfamenntun, sálfræðimenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.

· Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem er með góða færni í samskiptum og er sjálfstæður í vinnubrögðum.

· Færni og vilji til að vinna samkvæmt einstaklingsnámskrám í teymisvinnu.

· Hæfni til að beita lausnamiðaðri nálgun við úrvinnslu verkefna.

· Góð íslenskukunnátta skilyrði.

· Ef ekki fæst þroskaþjálfi /leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

· Að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning.

· Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.

· Að vinna að gerð einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir.

Umsóknarfrestur er til og með 26. október 2018.

Upplýsingar um starfið gefa María Vilborg Hauksdóttir leikskólastjóri Sími 8402685 og 441-5900. Einnig má senda fyrirspurnir á laekur@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar http://www.kopavogur.is

Sækja um starf

Deildarstjóri launadeildarUmsóknarfrestur til: 28. október 2018

Kópavogsbær óskar eftir deildarstjóra launadeildar

Á starfsmanna- og launadeild Kópavogsbæjar starfa 13 starfsmenn og þar af sinna sjö þeirra launavinnslu til um 3000 starfsmanna mánaðarlega. Unnið er samkvæmt verkferlum í vottuðu gæðakerfi. Öflugur og samhentur hópur starfsmanna starfar á bæjarskrifstofum Kópavogs.

Ráðningartími

Um framtíðarstarf er að ræða og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. viðskiptafræði, hagfræði eða sambærileg

· Reynsla af launavinnslu skilyrði.

· Þekking á mannauðs- og launakerfi SAP æskileg.

· Þekking af starfsemi sveitarfélaga er kostur.

· Stjórnunarreynsla er kostur.

· Góð samskipta- og samstarfshæfni.

· Góð þekking á töflureikni.

· Sjálfstæði og frumkvæði í starfi.

Helstu verkefni

· Stýrir starfsemi launadeildar.

· Veitir stjórnendum ráðgjöf varðandi launavinnslu.

· Annast launasetningar skv. kjarasamningum og starfsmati.

· Veitir ráðgjöf varðandi kjarasamninga og starfsmat, framkvæmd þeirra og túlkun.

· Veitir ráðgjöf og kennslu á launakerfi bæjarins.

· Ber ábyrgð á öflun stjórnendaupplýsinga úr launa- og mannauðskerfi.

· Tölfræðilegar úttektir og greinargerðir vegna kjarasamninga, starfsmats og launa.

· Annast undirbúning fyrir launaáætlun.

· Annast skil á launagögnum og uppgjöri til bókhalds og endurskoðunar.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags innan BHM.

Umsóknarfrestur er til og með 28. október 2018.

Upplýsingar um starfið gefur Þorsteinn Einarsson, starfsmannastjóri í síma 441-0000. Einnig má senda fyrirspurnir á steini@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar

Sækja um starf

Deildarstjóri í leikskólann AusturkórUmsóknarfrestur til: 22. október 2018

Leikskólinn Austurkór óskar eftir að ráða deildarstjóra

Leikskólinn Austurkór er nýlegur sex deilda leikskóli staðsettur við götuna Austurkór í Kórahverfinu í Kópavogi. Í leikskólanum er áætlað að séu 120 börn á aldrinum 2-6 ára og um 25 manna fjölbreytt starfslið sem er einbeitt í að byggja upp metnaðarfullt starf í fallegum skóla. Í skólanum eru góðar vinnuaðstæður og liðsheild mikil. Hornsteinar skólastarfsins í Austurkór eru útinám, námslotur byggðar á gildum skólans og lýðræðisleg vinnubrögð. Gildi skólans eru Samvinna, Lýðræði, Atorka og einkunnarorð leiksskólans eru ?Austurkór ... þar sem ævintýrin gerast?.

Ráðningarhlutfall og tími

· Óskað er eftir að viðkomandi hefji störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

· Starfshlutfall er 100%

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leikskólakennaramenntun áskilin

· Ábyrgur og jákvæður fagmaður sem á auðvelt með mannleg samskipti

· Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

· Reynsla af deildarstjórnun æskileg

Starfskröfur

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingu deildarstjóra má finna á http://ki.is

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félag leikskólakennara.

Upplýsingar um skólann og starfsemi hans er hægt að nálgast á heimasíðunni austurkor.kopavogur.is og á facebook síðu skólans - https://www.facebook.com/austurkor/

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 22. október 2018

Upplýsingar veita Guðný Anna Þóreyjardóttir leikskólastjóri, í síma 441-5101/898-9092 og Ragnheiður Gróa Hafsteinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri, í síma 441-5102.

Einnig er velkomið að senda fyrirspurnir á netfangið austurkor@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur er hvattir til að sækja um starfið.

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar: https://www.kopavogur.is/

Sækja um starf

Frístundaleiðbeinendur í SalaskólaUmsóknarfrestur til: 25. október 2018

Frístundaleiðbeinendur í dægradvöl Salaskóla

Í Salaskóla eru 600 nemendur og 90 starfsmenn. Góður andi, gott starfsumhverfi. Í skólanum er rekin dægradvöl fyrir yngri nemendur með fjölbreyttu og skemmtilegu starfi. Starfið í dægradvöl er fjölbreytt og leitast við að allir finni eitthvað við sitt hæfi.

Salaskóli óskar eftir því að ráða frístundaleiðbeinanda í dægradvöl. Um er að ræða 50% starf eftir hádegi frá kl. 13 ? 17.

Hæfniskröfur

 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Stundvísi og reglusemi
 • Frumkvæði og jákvæðni
 • Áhugi á að starfa með börnum

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá grunnskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði. Ráðningartími svo fljótt sem mögulegt er

Umsóknarfrestur er til og með 25. október 2018.

Upplýsingar gefur Hafsteinn Karlsson skólastjóri eða Auðbjörg Sigurðardóttir forstöðukona dægradvalar í síma 441 3200

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is .

Sækja um starf

InnkaupastjóriUmsóknarfrestur til: 22. október 2018

Innkaupastjóri

Laust er til umsóknar starf innkaupastjóra til að hafa umsjón með samræmingu innkaupa allra stofnana Kópavogsbæjar með hagkvæmni að leiðarljósi.

Helstu verkefni

· Annast útboðsmál fyrir hönd Kópavogsbæjar en kaupendur bera ábyrgð á að innkaups séu í samræmi við innkaupastefnu og reglur Kópavogsbæjar.

· Tekur þátt í gerð útboðsgagna í samstarfi við önnur svið og stofnanir.

· Sér um verðkannanir, verðtilboð og samninga við birgja í samræmi við innkaupastefnu.

· Hefur eftirlit með innkaupum og veitir ráðgjöf við innkaupastýringu.

· Innkaupastjóri er starfsmaður innkauparáðs, þ.e. hann boðar fundi ráðsins, situr þá og heldur fundargerð.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Háskólapróf sem nýtist í starfi eða önnur sambærileg menntun.

· Víðtæk reynsla af innkaupastjórnun og samningagerð um vöru- og þjónustukaup.

· Reynsla af útboðsmálum.

· Góð þekking á töflureiknum.

· Góð samskipta- og samstarfshæfni.

· Sjálfstæði og frumkvæði í starfi.

Umsóknarfrestur er til og með 22. október 2018.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Gauja Hálfdanardóttir, sérfræðingur á starfsmannasviði, sími 441 1502 (gaujah@kopavogur.is).

Konur jafnt sem karlar eru hvattir til að sækja um starfið.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags innan BHM.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is.

Sækja um starf

Kennari á miðstig í VatnsendaskólaUmsóknarfrestur til: 22. október 2018

Vatnsendaskóli óskar eftir að ráða umsjónarkennara á miðstig

Vatnsendaskóli er heildstæður grunnskóli með 613 nemendur og 85 starfsmenn. Skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi við Elliðavatn. Áhersla er lögð á náttúrufræði og umhverfismennt í skólastarfinu, útikennslu og fjölbreytta kennsluhætti. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta, samvinna og skapandi starf. Góður starfsandi er í skólanum og vinnuaðstæður góðar.

Ráðningarhlutfall og tími

Umsjónarkennara vantar í kennslu á miðstig í 100%.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Kennsluréttindi í grunnskóla.

· Áhugi á að starfa með börnum.

 • Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
 • Stundvísi og áreiðanleiki skilyrði.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ. Viðamiklar upplýsingar um Vatnsendaskóla og skólastarfið er að finna á www.vatnsendaskoli.is. Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 22. október, 2018.

Upplýsingar gefur Guðrún Soffía Jónasdóttir skólastjóri 441 4000. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið gudrunj@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur er hvattir til að sækja um starfið.

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar

Sækja um starf

Kennari, sérkennari eða þroskaþjálfiUmsóknarfrestur til: 04. nóvember 2018

Álfhólsskóli óskar eftir kennara, sérkennara eða þroskaþjálfa.

Við í Álfhólsskóla erum að leita að lífsglöðum og áhugasömum kennurum til þátttöku í skemmtilegu skólastarfi.

Álfhólsskóli er heildstæður grunnskóli með um 650 nemendur og 120 starfsmenn. Skólinn byggir á langri hefð fyrir framsæknu og árangursríku skólastarfi þar sem áhersla hefur verið lögð á þátttöku í margs konar þróunarverkefnum. Í skólanum eru námsver fyrir einhverfa nemendur og skólinn er móðurskóli í Kópavogi fyrir börn af erlendum uppruna. Í Álfhólsskóla eru allir kennarar og nemendur í 5. - 10. bekk með spjaldtölvur og mikil áhersla lögð á skapandi starf með fjölbreyttum kennsluháttum og nám við hæfi hvers og eins óháð menningarlegum bakgrunni.

Einkunnarorð skólans eru: menntun , sjálfstæði og ánægja.

Um er að ræða 100% starfshlutfall.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Þroskaþjálfi, sérkennari, kennari eða önnur menntun sem nýtist í sérkennslu

· Mjög góð þekking á tölvum og upplýsingatækni

· Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

· Jákvæðni og áhuga á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi

· Stundvísi og samviskusemi

Nánari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ. Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá grunnskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 4. nóvember 2018.

Upplýsingar gefur Sigrún Bjarnadóttir skólastjóri í síma 441 3800. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið sigrunb@kopavogur.is

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Einungis er hægt að sækja um starfið á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Leikskólakennari eða þroskaþjálfiUmsóknarfrestur til: 22. október 2018

Laus staða leikskólakennara eða þroskaþjálfa í leikskólanum Kópasteini

Leikskólinn Kópasteinn er leikskóli með fjórar deildir og 73 börn 1 árs til 5 ára. Kópasteinn hóf starfsemi 1964 er elsti leikskóli Kópavogs. Starfað er samkvæmt aðalnámskrá leikskóla, með áherslu á lífsleikni/samskipti, tónlist, skapandi starf, útiveru, upplifun og gleði. Kjörorð skólans eru ?gaman saman?.Kópasteinn er umhverfisvænn skóli. Við skólann starfar reynslumikill hópur kennara og starfsmanna sem leggja áherslu á að gera góðan skóla betri alla daga. Skólinn er staðsettur við Borgarholtið, Hábraut 5 þar sem stutt er í menningarstofnanir bæjarins. Heimasíða leikskólans er http://kopasteinn.kopavogur.is.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leikskólakennari eða önnur uppeldismenntun

· Sjálfstæði og metnaður í vinnubrögðum

· Leitað er að ábyrgum og jákvæðum einstaklingi

· Hæfni í mannlegum samskiptum

Ráðningartími og starfshlutfall

Um er að ræða 100% starf og kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.

Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ eða Þroskaþjálfafélagi Íslands.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara eða þroskaþjálfafélagi Íslands. Leiðbeinendur taka laun eftir kjarasamningi SFK. Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til 22. október

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Upplýsingar gefa Heiða Björk Rúnarsdóttir leikskólastjóri og Linda Olsen aðstoðarleikskólastjóri í síma 441-5700

Einnig má senda fyrirspurnir á kopasteinn@kopavogur.is

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Leikskólakennari eða þroskaþjálfi í EfstahjallaUmsóknarfrestur til: 26. október 2018

Leikskólinn Efstihjalli óskar eftir leikskólakennara eða þroskaþjálfa

Leikskólinn Efstihjalli tók til starfa 1982. Haustið 2002 var tveimur deildum bætt við leikskólann þannig að í dag er hann 5 deilda. Leikskólinn er í grónu hverfi í göngufæri við Fossvogsdal, Kópavogsdal og Digraneshæð. Leikurinn, í allri sinni fjölbreytni, er kjarninn í uppeldisstarfinu. Einnig er unnið í litlum hópum að hinum ýmsu verkefnum sem örva félagsfærni barnanna, styrkja sjálfsmynd þeirra og auka skynreynslu. Skipulögð hreyfing fer fram í aldursskiptum hópum tvisvar í viku. Heimasíða: http://efstihjalli.is/

Ráðningartími og starfshlutfall

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

Menntunar og hæfniskröfur

· Leikskólakennaramenntun/þroskaþjálfamenntun eða önnur uppeldismenntun.

· Viðkomandi þarf að vera ábyrgur, jákvæður og eiga auðvelt með mannleg samskipti.

· Ef ekki fæst fagmenntaður starfsmaður mun verða ráðinn leiðbeinandi.

· Viðkomandi þarf að hafa góða íslenskukunnáttu.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Umsóknarfrestur er til og með 26. október 2018.

Nánari upplýsingar veita Hafdís Hafsteinsdóttir leikskólastjóri og Margrét Lárusdóttir aðstoðarleikskólastjóri og Konný Hjaltadóttir sérkennslustjóri í síma 441-6100. Einnig má senda fyrirspurnir á efstihjalli@kopavogur.is

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Leikskólakennari í AusturkórUmsóknarfrestur til: 22. október 2018

Leikskólinn Austurkór óskar eftir að ráða leikskólakennara

Leikskólinn Austurkór er nýlegur sex deilda leikskóli staðsettur við götuna Austurkór í Kórahverfinu í Kópavogi. Í leikskólanum eru 120 börn á aldrinum 1-6 ára og um 30 manna fjölbreytt starfslið sem er einbeitt í að byggja upp metnaðarfullt starf í fallegum skóla. Í skólanum eru góðar vinnuaðstæður og liðsheild mikil.

Hornsteinar skólastarfsins í Austurkór eru: útinám, námslotur byggðar á gildum skólans og lýðræðisleg vinnubrögð. Gildi skólans eru samvinna, lýðræði, atorka og einkunnarorð skólans eru Austurkór - þar sem ævintýrin gerast.

Ráðningarhlutfall og tími

· Óskað er eftir að viðkomandi hefji störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

· Starfshlutfall er umsemjanlegt.

Menntunar og hæfniskröfur

· Leikskólakennaramenntun

· Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum

· Frumkvæði í starfi

· Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

· Góð íslenskukunnátta

Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Starfskröfur

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingu leikskólakennara má finna á http://ki.is

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félag leikskólakennara/Starfsmannafélags Kópavogs.

Upplýsingar um skólann og starfsemi hans er hægt að nálgast á heimasíðunni austurkor.kopavogur.is og á facebook síðu skólans - https://www.facebook.com/austurkor/

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 22. Október 2018

Upplýsingar veita Guðný Anna Þóreyjardóttir, leikskólastjóri, í síma 441-5101/8989092 og Ragnheiður Gróa Hafsteinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, í síma 441-5102. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið austurkor@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur er hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Leikskólakennari í KóphvolUmsóknarfrestur til: 23. október 2018

Leikskólakennari í leikskólanum Kópahvoli

Leikskólinn Kópahvoll er 4 deilda skóli, með 80 börn á aldrinum eins árs til fimm ára. Við skólann starfar reynslu mikill hópur kennara og starfsmanna sem leggur áherslu á að gera góðan skóla betri, alla daga. Unnið er að því að taka inn hugmyndafræðina uppeldi til ábyrgðar og erum við svo heppin að hafa til þess stóran og öflugan faghóp. Leikskólinn er staðsettur á fallegum stað við Víghólinn í Kópavogi sem er friðað leik- og útivistarsvæði. Við störfum samkvæmt aðalnámskrá leikskóla, með áherslu á lífsleikni/samskipti, list og leik.Kóphvoll er þátttakandi í vináttuverkefni Barnaheilla og þróunarverkefninu snemmtæk íhlutun.

Einkunnarorð skólans eru: Leikur - List - Lífsleikni

Heimasíða: http://kophvoll.kopavogur.is

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leikskólakennari eða önnur uppeldismenntun.

· Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.

· Sjálfstæði, tölvulæsi og metnaður í vinnubrögðum.

Starfshlutfall er 100%

Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Þeir sem ráðnir eru til starfa í leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til 23. október 2018.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Upplýsingar gefa Halla Ösp Hallsdóttir leikskólastjóri í síma 441-6501, 663-0503

eða Stefanía Herborg Finnbogadóttir aðstoðarleikskólastjóri 4416502

Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið kopahvoll@kopavogur.is

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Leikskólakennari í UrðarhólUmsóknarfrestur til: 24. október 2018

Leikskólakennari óskast í Heilsuleikskólann Urðarhól

Urðarhóll er heilsuleikskóli í vesturbæ Kópavogs og var opnaður árið 2000. Leikskólanum tilheyra tvö lítil hús sem eru reknar sem sjálfstæðar deildar: Skólatröð og Stubbasel. Starf leikskólans byggir á Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur.

Markmið skólans er að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfingu og sköpun. Á Urðarhóli er samheldinn hópur starfmanna sem hefur unnið lengi saman og leitar að jákvæðum einstaklingi í hópinn. Starfsmannahópurinn er fjölbreyttur og skemmtilegur þar sem 60% þeirra eru leikskólakennarar, 10% háskólamenntaðir og 30% leiðbeinendur. Sjá nánar á www.urdarholl.kopavogur.is

Starfið

Um fullt starf er að ræða á yngri deild þar sem er öflugur hópur fagfólks.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Leikskólakennaramenntun
 • Við leitum að einstaklingi sem hefur mikinn áhuga á að starfa samkvæmt markmiðum skólans með áherslu á útinám og umhverfismennt.
 • Viðkomandi þarf að vera ábyrgur, jákvæður og skapandi einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum og fullt vald á íslenskri tungu skilyrði.

Ráðningartími og starfshlutfall

Um framtíðarstarf er að ræða og er starfshlutfall 100% . Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og FL. Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is.

Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 24. október 2018.

Upplýsingar gefur Sigrún Hulda Jónsdóttir, leikskólastjóri, í síma 840-2686/ 441 5001 og Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, í síma 441 5002. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið urdarholl@kopavogur.is

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Leikskólakennari í leikskólann ÁlfatúnUmsóknarfrestur til: 23. október 2018

Leikskólinn Álfatún óskar eftir að ráða leikskólakennara

Leikskólinn Álfatún er 5 deilda leikskóli á besta stað í Fossvoginum. Í leikskólanum eru 80 börn á aldrinum 1 til 6 ára. Áherslur okkar eru málrækt, hreyfing og skapandi starf í gegnum leik. Áhugi okkar snýr að lýðræðismenntun, skapandi hugsun, menningu, dalnum okkar og umhverfisvernd. Við leggjum áherslu á góðan starfsanda þar sem áhersla er lögð á liðsheild, heilsuvernd, jákvæð samskipti og lausnamiðaða hugsun.

Ráðningarhlutfall og tími

Ráðningartími er frá 1. nóvember 2018. Starfshlutfall er 100%.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leikskólakennaramenntun

· Góðir samskiptahæfileikar

· Áhugasemi og metnaður í starfi

· Stundvísi og áreiðanleiki

· Gott vald á íslensku

Starfskröfur

Unnið er samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara /Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Upplýsingar um leikskólann Álfatún og skólastarfið er að finna á http://alfatun.kopavogur.is/

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 23.október 2018.

Upplýsingar gefur Linda Björk Ólafsdóttir leikskólastjóri sími 4415501

Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið lindab@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar

Sækja um starf

LeikskólastjóriUmsóknarfrestur til: 06. nóvember 2018

Laus staða leikskólastjóra

Lækur er sex deilda leikskóli og eru deildar aldursskiptar, eldri börnin eru í stóra Læk og yngri börnin í litla Læk. Leikskólinn er staðsettur í Kópavogsdal, þar sem stutt er í góð og skemmtileg útivistarsvæði á öllum árstímum. Leikskólinn hefur afnot af Lækjavelli, fyrrum gæsluvelli, sem nýtist sem útiskóli. Lækur er opinn leikskóli þar sem hluti leikrýmis barnanna er sameiginlegt en hver deild er með sína heimastofu. Lækur starfar í anda hugsmíðahyggju og eru einkunnarorð skólans sjálfræði, hlýja og virðing.

Nánari upplýsingar um leikskólann er að finna á heimasíðunni laekur@kopavogur.is

Ráðningartími og starfshlutfall

Um er að ræða 100% starf sem ráðið er í eftir samkomulagi.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leikskólakennaramenntun

· Framhaldsmenntun (MA, M.Ed., MBA eða Diplóma að lágmarki) í stjórnun eða leikskólafræðum

· Reynsla af starfi í leikskóla

· Reynsla af stjórnun

· Forystuhæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum

· Fagleg forysta, sýn og vilji til nýbreytni og þróunar í leikskólastarfi

· Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi

· Gott vald á íslenskri tungu

· Góð tölvukunnátta

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og FSL.

Unnið er samkvæmt starfslýsingu Félags stjórnenda leikskóla. Starfslýsingu má finna á www.ki.is.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá leikskólum Kópavogs þurfa að undirrita heimild til að afla upplýsinga af sakaskrá.

Umsóknarfrestur er til og með 6. nóvember 2018

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurlaug Bjarnadóttir, deildarstjóri leikskóladeildar (sigurlaugb@kopavogur.is), s. 441 0000 / 861 5440.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja umstarfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Leikskólasérkennari eða þroskaþjálfiUmsóknarfrestur til: 01. nóvember 2018

Leikskólasérkennari eða þroskaþjálfi á leikskólann Sólhvörf

Á Leikskólanum Sólhvörfum dvelja 120 börn með 32 starfsmönnum. Unnið er í anda Hugsmíðahyggju og er lögð rík áhersla á sjálfræði, siðferði og samvinnu. Við fléttum saman vinnu með læsi og flæði sem skapar hvetjandi og ögrandi umhverfi bæði fyrir börn og starfsfólk.

Ráðningartími

Viðkomandi þarf að hefja störf sem fyrst

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leikskólakennari, þroskaþjálfi eða önnur uppeldismenntun.

· Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.

· Sjálfstæði og metnaður í vinnubrögðum.

· Áhugi á að tileinka sér hugmyndafræði og starfsaðferðir leikskólans.

· Íslenskukunnátta nauðsynleg

Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 1. nóvember 2018

Upplýsingar gefa Gerður Magnúsdóttir leikskólastjóri og Eyja Bryngeirsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 4417700. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið solhvorf@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Leikskólasérkennari í AusturkórUmsóknarfrestur til: 22. október 2018

Leikskólinn Austurkór óskar eftir að ráða leikskólasérkennara/þroskaþjálfa/iðjuþjálfa

Leikskólinn Austurkór er sex deilda leikskóli staðsettur við götuna Austurkór í Kórahverfinu í Kópavogi. Í leikskólanum eru 120 börn á aldrinum 2-6 ára og um 30 manna fjölbreytt starfslið sem er einbeitt í að byggja upp metnaðarfullt starf í fallegum skóla. Í skólanum eru góðar vinnuaðstæður og liðsheild mikil.

Hornsteinar skólastarfsins í Austurkór eru útinám, námslotur byggðar á gildum skólans og lýðræðisleg vinnubrögð. Gildi skólans eru samvinna, lýðræði, atorka og einkennisorð skólans eru Austurkór - þar sem ævintýrin gerast.

Ráðningarhlutfall og tími

· Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

· Starfshlutfall er umsemjanlegt

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leikskólakennara-, þroskaþjálfa-eða iðjuþjálfamenntun

· Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum

· Frumkvæði í starfi og reynsla af sérkennslu æskileg

· Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

· Góð íslenskukunnátta

Starfskröfur

· Um er að ræða sérkennslu á deild fyrir börn 2 - 5 ára.

· Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingu leikskólasérkennara má finna á http://ki.is

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félag leikskólakennara/ Þroskaþjálfafélagi Íslands/Iðjuþjálfafélag Íslands .

Upplýsingar um skólann og starfsemi hans er hægt að nálgast á heimasíðunni austurkor.kopavogur.is og á facebook síðu skólans - https://www.facebook.com/austurkor/

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 22. október 2018

Upplýsingar veita Guðný Anna Þóreyjardóttir, leikskólastjóri, í síma 441-5101/898-9092 og Ragnheiður Gróa Hafsteinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, í síma 441-5102. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið austurkor@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur er hvattir til að sækja um starfið.

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar: www.kopavogur.is

Sækja um starf

Leikskólasérkennari í KópahvolUmsóknarfrestur til: 23. október 2018

Leikskólasérkennari í leikskólann Kópahvol

Leikskólinn Kópahvoll tók til starfa árið 1970 og er staðsettur á fallegum stað í austurbæ Kópavogs, við Víghól sem er friðað leik- og útivistarsvæði. Kópahvoll er fjögurra deilda leikskóli og þar dvelja 80 börn. Húsakynni og umhverfi leikskólans býður upp á spennandi tækifæri til náms og starfa fyrir börn og starfsfólk.

Einkunnarorð skólans eru: Leikur - List - Lífsleikni

Ráðningartími

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst

Starfshlutfall 100 %

Menntunar og hæfniskröfur

· Leikskólakennari eða önnur uppeldismenntun

· Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum

· Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

· Frumkvæði í starfi

· Færni í mannlegum samskiptum

Góð íslenskukunnátta

Starfskröfur

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólasérkennara en starfslýsingu leikskólasérkennara má finna á http://ki.is. Ef ekki fæst leikskólasérkennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félag leikskólakennara/Starfsmannafélags Kópavogs.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá leikskólum Kópavogs þurfa að undirrita heimild til að afla upplýsinga af sakaskrá.

Umsóknarfrestur er til 23. október 2018

Upplýsingar gefa Halla Ösp Hallsdóttir, leikskólastjóri í síma 441-6501, 663-0503 eða Stefanía Finnbogadóttir, aðstoðarleikskólastjóri í síma 441-6502, 778-0121 eða á netfangið kopahvoll@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar

Sækja um starf

Matráður starfsmanna í VatnsendaskólaUmsóknarfrestur til: 22. október 2018

Vatnsendaskóli óskar eftir að ráða matráð starfsmanna í 80 ? 100% starf.

Vatnsendaskóli er heildstæður grunnskóli með 615 nemendur og 85 starfsmenn. Skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi við Elliðavatn. Áhersla er lögð á náttúrufræði og umhverfismennt í skólastarfinu, útikennslu og fjölbreytta kennsluhætti. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta, samvinna og skapandi starf. Góður starfsandi er í skólanum og vinnuaðstæður góðar.

Ráðningartími og starfshlutfall

Starfshlutfall er 80 til 100%

Hæfniskröfur

· Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

· Reynsla af eldhússtörfum.

· Hæfni og ánægja af mannlegum samskiptum, þolinmæði og umburðarlyndi.

· Stundvísi

Nánari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Kópavogs.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá grunnskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 22. október 2018.

Upplýsingar gefur Guðrún Soffía Jónasdóttir, skólastjóri, í síma 441 4000. Einnig má senda fyrirspurnir á gudrunj@kopavogur.is

María Jónsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 441 4000. Einnig má senda fyrirspurnir á mariaj@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Starfsmaður í Þjónustumiðstöð við almenna þjónustuUmsóknarfrestur til: 25. apríl 2020

Starfsmaður í Þjónustumiðstöð við almenna þjónustu

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfsmaður starfar í vinnuhóp undir daglegri stjórn flokkstjóra. Helstu verkefni vinnuhópa eru viðhald og umhirða gatna og stíga, hreinsun og fegrun bæjarins, hreinsun niðurfalla, ýmis málningarvinna og þökulagnir en auk þeirra er ýmis þjónusta við bæjarstofnanir.

Hæfniskröfur

Umsækjendur skulu vera 18 ára eða eldri og æskilegt að hafa bílpróf.

Starfsemi Þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar

Þjónustumiðstöð Kópavogs hefur umsjón með flestum verkefnum sem tengd eru framkvæmdum á bæjarlandi. Innan þjónustumiðstöðvar eru verkefni sem tengjast snjómokstri, garðyrkju, gatnaviðhaldi, vatns- og fráveitu, sorphirðumálum og önnur þjónusta við íbúa, fyrirtæki og stofnanir.

Frekari upplýsingar um starfið

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Eflingar. Starfshlutfall: 100%

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Þjónustumiðstöðvar í síma 441 9000 eða í tölvupósti thjonustumidstod@kopavogur.is.

Sækja um starf

Stuðningsaðilar í liðveisluUmsóknarfrestur til: 31. október 2018

Stuðningsaðilar óskast í liðveislu

Velferðarsvið auglýsir eftir traustu og jákvæðu fólki, 18 ára og eldra, til starfa við liðveislu með fötluðum, bæði börnum, ungmennum og fullorðnum. Við óskum eftir persónulegum ráðgjafa í starf með einstaklingum undir 18 ára og tilsjónaraðila sem gæti sinnt aðstoð við fullorðna. Tímafjöldi á mánuði er einstaklingsbundinn og er á bilinu 8 til 20 tímar. Um er að ræða dagvinnu, síðdegis vinnu sem og helgarvinnu, allt eftir þörfum hvers og eins.

Helstu verkefni

· Að rjúfa félagslega einangrun og efla og styrkja einstaklinginn í félags- og tómstundarstarfi

· Aðstoð við daglegt líf

· Létt aðstoð inn á heimiliog í samræmi við óskir og þarfir þjónustuþegans.

· Um er að ræða skemmtilegt, gefandi og fjölbreytt starf.

Hæfniskröfur

· Góð færni í mannlegum samskiptum

· Frumkvæði í starfi

· Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

· Reynsla og kunnátta í störfum með fötluðu fólki jafnt sem ófötluðu er æskileg en ekki skilyrði

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá Velferðarsviði Kópavogsbæjar þurfa að veita heimild til að leitað sé upplýsinga úr sakaskrá.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Nánari upplýsingar um starfið veitir Dagný Björk Pjetursdóttir dagny@kopavogur.is

Umsóknarfrestur er til og með 31. október 2018.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Sækja um starf

Sérkennari í leikskólann FífusaliUmsóknarfrestur til: 01. nóvember 2018

Heilsuleikskólinn Fífusalir óskar eftir starfsfólki í sérkennslu

Heilsuleikskólinn Fífusalir er sex deilda leikskóli við Salaveg í Kópavogi. Kennarar Fífusala starfa eftir hugmyndafræði John Dewey og Berit Bae. Dewey leggur mikið upp úr lýðræðislegum kennsluaðferðum og uppgötvunarnám. Samkvæmt Bae eru samskipti okkar helsta verkfæri til náms. Því er mikilvægt að kennarar og börn séu meðvituð um samskipti sín á milli og hlúi vel að þeim. Einkunnarorð Fífusala eru virðing, uppgötvun og samvinna og eru þau sprottin af þessari hugmyndafræði. Heilsustefnan hefur mikið vægi í öllu okkar starfi.

Upplýsingar um leikskólann má finna á http://fifusalir.kopavogur.is/.

Ráðningartími og starfshlutfall fer eftir samkomulagi.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Þroskaþjálfamenntun, sérkennaramenntun, leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun.

· Reynsla í starfi með börnum sem njóta sérkennslu.

· Færni í mannlegum samskiptum og frumkvæði í starfi.

· Jákvæðni, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.

· Áhugi á að starfa eftir atferlisíhlutun.

Helstu verkefni

· Sinna kennslu barna með sérþarfir.

· Vinnur í nánu samstarfi við deildarstjóra, foreldra/forráðamenn barna sem njóta sérkennslustjóra og situr fundi og viðtöl með þeim.

Frekari upplýsingar

Laun eru skv. Kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 1. Nóvember 2018.

Upplýsingar gefa Erla Stefanía Magnúsdóttir, leikskólastjóri og Heiðbjört Gunnólfsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, í síma 441 5201. Einnig má senda fyrirspurnir á fifusalir@kopavogur.is.

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Tímabundið starf í sundlaug KópavogsUmsóknarfrestur til: 23. október 2018

Tímabundið starf hjá Sundlaug Kópavogs

Laust er til umsóknar tímabundið starf laugarvörslu í búningsklefa kvenna.

Um er að ræða starf til þriggja eða fjögurra mánaða.

Sundlaug Kópavogs er staðsett í vesturbæ Kópavogs stutt frá Hamraborginni. Mannvirkið var að stórum hluta endurnýjað á árinu 2008 og er einn stærsti sundstaður landsins. Þar eru sundlaugar úti og inni ásamt heitum pottum, gufubaði og rennibrautum. Hjá lauginni starfa nærri þrjátíu manns, við þjónustustörf og öryggisgæslu.

Nánar um starfið

· Laugarvarsla

· Þrif

· Baðvarsla í búningsklefa kvenna

· Starf í móttöku

· Unnið er á vöktum.

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf um miðjan nóvember.

Hæfniskröfur

· Allgóð sundkunnátta áskilin.

· Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri og vera reglusamir samviskusamir, vinnusamir og þjónustulundaðir.

· Athugið að starfið hentar ekki síður þeim sem eru komnir á og yfir miðjan aldur en þeim sem yngri eru.

· Eingöngu konur koma til greina í starfið.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt samningi Starfsmannafélags Kópavogs og Launanefndar sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til og með 23. október 2018.

Nánari upplýsingar um starfið gefur Jakob Þorsteinsson í síma 840 2689 eða í tölvupósti, jakob@kopavogur.is.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjarwww.kopavogur.is

Sækja um starf

Umsjónarkennari á miðstig í SalaskólaUmsóknarfrestur til: 25. október 2018

Umsjónarkennari á miðstig Salaskóla

Salaskóli var stofnaður árið 2001. Í Salaskóla eru um 590 nemendur í 1. ? 10. bekk og starfsmenn eru um rúmlega 70. Í skólanum eru góður andi og starfsumhverfi er gott. Kennarar vinna saman í teymisvinnu við undirbúning og skipulagningu námsins. Skólaþróun er ríkur þáttur í starfinu og mikil áhersla lögð á fjölbreytta kennsluhætti. Rauður þráður í starfi skólans er að nemendur fái að njóta sín og að þeim líði vel í skólanum.

Ráðningarími og starfshlutfall

Okkur vantar umsjónarkennara á miðstig. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eigi síðar en 1. nóvember. Um 100% starf er að ræða.

Menntun og hæfniskröfur

· Kennsluréttindi í grunnskóla

· Menntun og reynsla til kennslu á miðstigi er æskileg

· Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

· Hæfni í mannlegum samskiptum, þolinmæði og umburðarlyndi

· Samstarfshæfni og stundvísi

· Tilbúinn að vinna eftir stefnu skólans

Nánari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá grunnskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 25. október 2018.

Upplýsingar gefa Hafsteinn Karlsson, skólastjóri og Hrefna Björk Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 4413200 eða í tölvupósti hafsteinn@salaskoli.is

Konur jafnt sem karlar hvött til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is .

Sækja um starf

Þroskaþjálfi eða fagaðili á heimili fyrir fatlaðaUmsóknarfrestur til: 28. október 2018

Þroskaþjálfi eða fagaðili með sambærilega menntun óskast á heimili fyrir fatlað fólk í Kópavogi.

Velferðarsvið óskar eftir þroskaþjálfa eða öðrum fagaðila í starf teymisstjóra á heimili fatlaðs fólks í Kópavogi. Um er að ræða tíu búða kjarna sem veitir þjónustu til fólks með ólíkar fatlanir. Starfið felst í persónulegum stuðningi og þátttöku í faglegu starf í samvinnu við forstöðu- og yfirþroskaþjálfa.

Starfshlutfall og ráðningartími

· Um er að ræða allt að 100% starf í vaktavinnu.

· Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

· Um framtíðarstarf er að ræða.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Starfsleyfi til að starfa sem þroskaþjálfi eða háskólamenntun á sviði mennta- eða félagsvísinda sem nýtist í starfinu.

· Reynsla og þekking á starfi með fötluðu fólki nauðsynleg.

· Framtakssemi og jákvæðni í starfi.

· Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, ábyrgðarkennd og frumkvæði.

· Starfið getur verið líkamlega krefjandi.

Helstu verkefni og ábyrgð

· Ábyrgð á faglegu starfi í samvinnu við forstöðu- og yfirþroskaþjálfa.

· Þátttaka í gerð þjónustu- og þjálfunaráætlana.

· Einstaklingsmiðaður persónulegur stuðningur við íbúa í þeirra daglega lífi, jafnt innan sem utan heimilis.

· Samvinna við starfsfólk, aðstandendur og aðra þjónustuaðila íbúa.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá Velferðarsviði Kópavogs þurfa að skila sakavottorði eða veita heimild til að leitað sé upplýsinga af sakaskrá.

Umsóknarfrestur er til og með 28. október 2018.

Nánari upplýsingar veitir Þórdís Adda Haraldsdóttir forstöðuþroskaþjálfi í síma 441-9560 og á netfanginu thordisadda@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf