Arnarnesvegur. Milli Fífuhvammsvegar og Rjúpnavegar.

Auglýsing

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 11. nóvember 2025 að auglýsa í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi fyrir Arnarnesveg milli Fífuhvammsvegar og Rjúpnavegar.

Í tillögunni felst breyting á T-gatnamótum við Sólarsali til að bæta umferðarflæði og auka umferðaröryggi með fækkun skurðpunkta. Einnig er berð breyting á gatnamótum við Salaveg þar sem gert er ráð fyrir hringtorgi. Til framtíðar er miðað við að Arnarnesvegur geti á þessu svæði orðið fjögurra akreina vegur (2+2).

Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð dags. 10. október 2025. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Þriðjudaginn 2. desember 2025 milli kl. 16:30 og 18:00 verður opið hús í sal Salaskóla, að Versölum 5, 201 Kópavogi, þar sem hægt verður að kynna sér tillöguna nánar.

Ofangreind tillaga er aðgengileg á vefsíðu Kópavogsbæjar www.kopavogur.is og í Skipulagsgátt, www.skipulagsgatt.is, mál nr. 717/2025. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna.

Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega gegnum Skipulagsgátt www.skipulgsgatt.is málsnr. 717/2025, eigi síðar en 13. janúar 2026. Ef óskað er frekari upplýsinga um tillöguna má hafa samband við starfsfólk skipulagsdeildar á póstfangið skipulag@kopavogur.is.

Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð. Skipulagsfulltrúi Kópavogsbæjar notar upplýsingar sem eru settar fram vegna athugasemda við skipulag til úrvinnslu og auðkenningar. Kópavogsbær er afhendingarskyldur aðili samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og afhendir gögn til varðveislu til Þjóðskjalasafns Íslands.

Arnarnesvegur. Milli Fífuhvammsvegar og Rjúpnavegar.
Tímabil
18. nóvember til 13. janúar 2026