Ásbraut. Forkynning.

Í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst vinnslutillaga að nýju deiliskipulagi í Kópavogi.

Bæjarstjórn samþykkti 25. mars 2025 að forkynna tillögu að nýju deiliskipulagi Ásbrautar á vinnslustigi í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Markmið með deiliskipulagsvinnunni er að endurhanna göturými Ásbrautar til að bæta stígakerfi og tryggja með samræmdum hætti örugga og greiða umferð gangandi og hjólandi vegfarenda í samræmi við aðalskipulag Kópavogsbæjar. Með deiliskipulaginu er núverandi byggðarmynstur fest í sessi og lagðar skipulagslegar forsendur fyrir vistlegri götumynd og öruggari göngu- og hjólaleiðum.

Miðvikudaginn 7. maí milli kl. 16:30 og 18:00 verður opið hús um tillöguna í Borgum, safnaðarheimili Kópavogskirkju, að Hábraut 1A. Þar verður hægt að kynna sér tillöguna og starfsfólk umhverfissviðs ásamt skipulagsráðgjöfum svara fyrirspurnum.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillöguna.

Athugasemdum og ábendingum skal skila í gegnum skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is, málsnr. 930/2024, eigi síðar en 14. maí 2025. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um tillöguna er hægt að hafa samband við starfsfólk skipulagsdeildar með því að senda tölvupóst á skipulag@kopavogur.is

Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð. Skipulagsfulltrúi Kópavogsbæjar notar upplýsingar sem eru settar fram vegna athugasemda við skipulag til úrvinnslu og auðkenningar. Kópavogsbær er afhendingarskyldur aðili samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og afhendir gögn til varðveislu til Þjóðskjalasafns Íslands.

Ásbraut. Forkynning.
Tímabil
7. apríl - 14. maí 2025