Bakkabraut 9-23. Svæði 8.

Auglýsing

 

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 26. ágúst 2025 að auglýsa í samræmi 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breyttu deiliskipulagi Kársneshafnar fyrir lóðina nr. 9-23 við Bakkabraut, svæði 8 á þróunarsvæðinu á Kársnesi (ÞR-1).

 

Í breytingunni felst breytt aðkoma að lóðinni, breytt fyrirkomulag bílastæða og djúpgáma.

 

Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:1000, 1:400 og 1:200 ásamt greinargerð dags. 1. október 2025. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

 

Ofangreind tillaga er aðgengileg á vefsíðu Kópavogsbæjar www.kopavogur.is, í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is og í þjónstuveri Kópavogsbæjar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi.

 

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega gegnum Skipulagsgátt www.skipulgsgatt.is málsnr. 1403/2025, eigi síðar en þriðjudaginn 2. desember 2025. Ef óskað er frekari upplýsinga um tillöguna má hafa samband við starfsfólk skipulagsdeildar á póstfangið skipulag@kopavogur.is.

Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð. Skipulagsfulltrúi Kópavogsbæjar notar upplýsingar sem eru settar fram vegna athugasemda við skipulag til úrvinnslu og auðkenningar. Kópavogsbær er afhendingarskyldur aðili samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og afhendir gögn til varðveislu til Þjóðskjalasafns Íslands.

Bakkabraut 9-23. Svæði 8.
Tímabil
9. október til 2. desember2025