Hamraendi 14-20

Grenndarkynning

Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 31. mars 2025 samþykkt að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 14-20 við Hamraenda fyrir hagsmunaaðilum að Hamraenda 12 og 22 og hestheimum 14-16.

Tillagan var grenndarkynnt frá 8. apríl til 15. maí sl. en tekin var ákvörðun um að grenndarkynna að nýju ásamt gögnum sem eru lögð fram með skýrari hætti. Tillagan er þó að öllu óbreytt frá fyrri grenndarkynningu.

Í breytingunni felst 42,1 m² viðbygging innan hestagerðis vestan megin á lóðinni. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,31 í 0,34.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdum og ábendingum við ofangreinda tillögu skal skila í gegnum skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is, málsnr. 918/2025, eigi síðar en fimmtudaginn 7. ágúst 2025. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um tillöguna er hægt að hafa samband við starfsfólk skipulagsdeildar með því að senda tölvupóst á skipulag@kopavogur.is

Hamraendi 14-20
Tímabil
7. júlí til 7. ágúst 2025