Kársnesstígur á sunnanverðu Kársnesi.

Auglýsing

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum þann 11. nóvember 2025 að tillaga að nýju deiliskipulagi Kársnesstígar verði forkynnt á vinnslustigi með vísan til 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Viðfangsefni deiliskipulagsins eru endurbætur á Kársnesstíg á sunnanverðu Kársnesi með áherslu á að bæta aðgengi og öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Í því samhengi er lagt til að komið verði fyrir aðgreindum hjólastíg sem stuðlar að skýrari aðgreiningu ferðamáta og eykur öryggi allra vegfarenda. Skipulagssvæðið nær yfir Kársnesstíg og nærliggjandi svæði á milli Bakkabrautar 2 og Urðarbrautar.

 

Miðvikudaginn 26. nóvember milli kl. 16:30 og 18:00 verður opið hús um tillöguna í safnaðarheimili Kópavogskirkju við Hábraut 1A. Þar verður hægt að kynna sér tillöguna og starfsfólk umhverfissviðs ásamt skipulagsráðgjöfum svara fyrirspurnum. 

Vakin er athygli á að kynningartími hefur verið framlengdur til 23. janúar 2026.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega gegnum Skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is málsnr. 1514/2025, eigi síðar en fimmtudaginn 23. janúar 2026. Ef óskað er frekari upplýsinga um tillöguna má hafa samband við starfsfólk skipulagsdeildar á póstfangið skipulag@kopavogur.is.

Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð. Skipulagsfulltrúi Kópavogsbæjar notar upplýsingar sem eru settar fram vegna athugasemda við skipulag til úrvinnslu og auðkenningar. Kópavogsbær er afhendingarskyldur aðili samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og afhendir gögn til varðveislu til Þjóðskjalasafns Íslands.