Keppnisvöllur við Kórinn.

Auglýsing

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Kópavogs samþykkti þann 17. júlí 2025 að auglýsa í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breyttu deiliskipulagi Hörðuvalla, fyrir lóðina nr. 12, 14 og 16 við Vallakór.

 

Í breytingunni felst nýr keppnisvöllur lagður gervigrasi norðan Kórsins í samræmi við kröfur KSÍ til knattleikja í efstu deild m.a. m.t.t. lágmarksfjölda áhorfenda í sætum með yfirbyggðu þaki auk aðstöðu fyrir fjölmiðla og flóðlýsingu. Austan keppnisvallarins er gert ráð fyrir yfirbyggðri áhorfendastúku allt að 3000m². Byggingarreitur fyrirhugaðs framhaldsskóla breytist. Áætlað heildarbyggingarmagn á lóðinni verður áfram samtals 41.500 m² og nýtingarhlutfall 0,61. Tillagan gerir auk þess ráð fyrir stækkun lóðarinnar um 600 m² úr 67.662m² í 68.262m² til norðurs og austurs.

 

Tillagan er sett fram á uppdráttum ásamt greinargerð dags. 3. júlí 2025. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Þriðjudaginn 26. ágúst milli kl. 16:30 og 18:00 verður opið hús í veislusal HK í Kórnum að Vallakór 12-14 þar sem hægt verður að kynna sér tillöguna nánar.

 

Ofangreind tillaga er aðgengileg á vefsíðu Kópavogsbæjar www.kopavogur.is og í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega gegnum skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is málsnr. 1086/2025, eigi síðar en 30. september 2025. Ef óskað er frekari upplýsinga um tillöguna má hafa samband við starfsfólk skipulagsdeildar á póstfangið skipulag@kopavogur.is.

Keppnisvöllur við Kórinn.
Tímabil
13. ágúst -til 30. september 2025