Digranesvegur 15. Kópavogsskóli.

Auglýsing

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum þann 9. september 2025 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag Kópavogsskóla, Digranesvegi 15, í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Skipulagssvæðið er um 2,2 ha að flatarmáli og afmarkast af skipulagsmörkum deiliskipulags miðbæjar Kópavogs reiti B1-1, B4, B2 og B1-3 til vesturs, skipulagsmörkum deiliskipulags leikskóla við Skólatröð og að lóðarmörkum Vallartraðar 2, 6, 8 og 10 ásamt lóðamörkum Skólatraðar 1, 3, 5, 7, 9 og 11 til norðurs, skipulagsmörkum deiliskipulags Traðareitar eystri til austurs og að lóðamörkum Digranesvegar 15 til suðurs. Með deiliskipulagi þessu er verið að mæta aukinni þörf fyrir grunnskólapláss í skólahverfi Kópavogsskóla. Í lýsingunni eru settar fram helstu forsendur og markmið deiliskipulagsvinnunnar ásamt tímaáætlun.

 

Ofangreind skipulagslýsing er aðgengileg á Skipulagsgátt, www.skipulagsgatt.is, mál nr. 1246/ 2025 og á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is/ umhverfi/ skipulagsmál/ skipulag og framkvæmdaleyfi í kynningu. Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda fyrirspurn á netfangið skipulag@kopavogur.is. Einnig er hægt er að bóka símtal í gegnum www.kopavogur.is – Opnunartímar.

 

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér gögnin. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega í gegnum Skipulagsgátt eigi síðar en 16. október 2025.

Digranesvegur 15. Kópavogsskóli.
Tímabil
18. september til 16. október 2025