Naustavör 13. Leikskóli.

Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 27. október 2025 var samþykkt að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulaginu „Kársnes- bryggjuhverfi“.

 

Breytingin nær til lóðar nr. 13 við Naustavör og einnig til nærumhverfis lóðarinnar. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit fyrirhugaðs leikskóla úr 900 m² í 1212 m², stækkun lóðar úr 4.600 m² í 4.884 m² og hækkun byggingarreits úr 4m í 6m. Einnig hækkar gólfkóti byggingar úr 4.5 í 5.3. Gerð er ný göngutenging austan megin við leikskólalóð.

 

Ofangreind tillaga er aðgengileg í Skipulagsgátt, www.skipulagsgatt.is málsnr. 1644/2025, á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is / umhverfi / skipulagsmál / skipulag og framkvæmdaleyfi í kynningu og einnig í þjónustuveri Kópavogsbæjar að Digranesvegi 1, 200 Kópavogi.

 

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguma. Athugasemdum og ábendingum við ofangreinda tillögu skal skila í gegnum Skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is, málsnr. 1644/2025, eigi síðar en 15. janúar 2026.

 

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um tillöguna er hægt að hafa samband við starfsfólk skipulagsdeildar með því að senda tölvupóst á skipulag@kopavogur.is.

 

Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð. Skipulagsfulltrúi Kópavogsbæjar notar upplýsingar sem eru settar fram vegna athugasemda við skipulag til úrvinnslu og auðkenningar. Kópavogsbær er afhendingarskyldur aðili samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og afhendir gögn til varðveislu til Þjóðskjalasafns Íslands.

Naustavör 13. Leikskóli.
Tímabil
12. desember til 15. janúar 2026