Nónhæð. Nónsmári 1-17.

Auglýsing.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 14. október 2025 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðanna nr. 1-17 við Nónsmára með vísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Í breytingunni felst tilfærsla íbúða milli lóða og hækkun byggingarreita úr tveimur hæðum í þrjár á norðurhluta lóðanna. Heildarfjöldi íbúða á lóðunum tveimur helst óbreyttur, 100 íbúðir.

 

Á lóðinni nr. 11-17 er íbúðum fjölgað úr 45 í 47 íbúðir. Hámarksflatarmál ofanjarðar er aukið um 490 m², úr 4.840 m² í 5.330 m², við það hækkar nýtingarhlutfall lóðarinnar úr 0,92 í 1,01.

 

Á lóðinni nr. 1-9 er íbúðum fækkað úr 55 í 53 íbúðir og stigahúsum fjölgar um eitt, úr fjórum í fimm. Nyrsti hluti byggingarreits hækkar úr tveimur í þrjár hæðir. Hámarksflatarmál ofanjarðar er aukið um 7.200 m², úr 5.960 m² í 7.200 m², við það hækkar nýtingarhlutfall úr 0,94 í 1,10. Lóðin stækkar um 185 m², úr 6.360 m² í 6.545 m² til austurs að göngu- og hjólastíg meðfram Smárahvammsvegi.

 

Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð dags. 29. júní 2023. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

 

Ofangreind tillaga er aðgengileg í Skipulagsgátt, www.skipulagsgatt.is, mál nr. 1431/2025, á vef Kópavogsbæjar, www.kopavogur.is / umhverfi/ skipulagsmál/ skipulag og framkvæmdaleyfi í kynningu og í þjónustuveri Kópavogsbæjar á Digranesvegi 1, 200 Kópavogi. Fyrir frekari upplýsingar má senda fyrirspurn á netfangið skipulag@kopavogur.is.

 

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdir og ábendingar við framlagða tillögu skulu hafa borist gegnum Skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is mál nr. 1431/2025 eigi síðar er 8. desember 2025.

Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð. Skipulagsfulltrúi Kópavogsbæjar notar upplýsingar sem eru settar fram vegna athugasemda við skipulag til úrvinnslu og auðkenningar. Kópavogsbær er afhendingarskyldur aðili samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og afhendir gögn til varðveislu til Þjóðskjalasafns Íslands.

Nónhæð. Nónsmári 1-17.
Tímabil
23. október til 8. desember 2025