Smiðjuvegur 7

Tillaga að breyttu deiliskipulagi.

Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að breyttu á deiliskipulagi í Kópavogi.

Bæjarráð Kópavogs, í umboði Bæjarstjórnar, samþykkti þann 17. júlí 2025 að auglýsa í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 7 við Smiðjuveg. Í breytingunni felst 1.485,1 m² viðbygging við núverandi húsnæði á lóðinni til norðvesturs. Viðbyggingin mun vera á einni hæð auk kjallara. Þak á fyrirhugaðri viðbyggingu verður í sömu hæð og þak núverandi byggingar. Einnig er fyrirhugað að byggja 35m² viðbyggingu á einni hæð við austurgafl hússins. Núverandi bílastæði á vestur hluta lóðar færast niður í hluta af kjallaranum en þar er gert ráð fyrir um 14 bílastæðum í opnu kjallararými. Bílastæðum á lóðinni fækkar úr 81 í 69. Byggingarmagn eykst úr 3.554 m² í 5.039 m² og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,5 í 0,7.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdum og ábendingum við ofangreinda tillögu skal skila í gegnum Skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is, málsnr. 1021/2025, eigi síðar en 5. september 2025. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um tillöguna er hægt að hafa samband við starfsfólk skipulagsdeildar með því að senda tölvupóst á skipulag@kopavogur.is

Smiðjuvegur 7
Tímabil
24. júlí til 5. september 2025