Stöðvarhvarf 2-14

Grenndarkynning.

 

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 15. september 2025 var samþykkt að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Stöðvarhvarf 2-14 fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 1-29 við Stöðvarhvarf.

 

Í breytingunni felst að fallið verði frá kvöð í skilmálum deiliskipulagsins um að stigahús séu gegnumgeng á jarðhæð.

Ofangreind tillaga er aðgengileg á Skipulagsgátt, www.skipulagsgatt.is málsnr. 1389/2025, á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is / umhverfi / skipulagsmál / skipulag og framkvæmdaleyfi í kynningu og í þjónustuveri Kópavogsbæjar að Digranesvegi 1.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdum og ábendingum við ofangreinda tillögu skal skila í gegnum Skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is, málsnr. 1389/2025, eigi síðar en 5. nóvember 2025.

Stöðvarhvarf 2-14
Tímabil
8. október til 5. nóvember 2025
Kynningargögn
Stöðvarhvarf 2-14