Vatnsendablettur 241A

Auglýsing

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 27. maí 2025 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulaginu Vatnsendi – svæðið milli vatns og vegar fyrir Vatnsendablett 241A.

 

Í breytingunni felst að skipta lóðinni upp í tvær einbýlishúsalóðir, Vatnsendablettur 241A og 241B. Núverandi stærð lóðarinnar er skráð 1.500 m² að flatarmáli skv. fasteignaskrá. Í gildandi deiliskipulagi er heimild er fyrir einu 350 m² einbýlishúsi á lóðinni en með breytingunni yrðu einbýlishúsin tvö, eitt á hvorri lóð, með 400 m² hámarksflatarmál. Gert er ráð fyrir einbýlishúsum á einni hæð ásamt kjallara. Þrjú bílastæði verða á hvorri lóð. Byggingarreitir færast um 7 metra til vestur, nær Elliðahvammsvegi.

 

Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 17. janúar 2022, uppfærður 9. maí 2025 ásamt greinargerð og skýringarmyndum. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

 

Ofangreind tillaga er aðgengileg í Skipulagsgátt, www.skipulagsgatt.is, málsnr. 1212/2025, á vef Kópavogsbæjar, www.kopavogur.is og í þjónustuveri Kópavogsbæjar að Digranesvegi 1, 200 Kópavogi. Frekari upplýsingar um tillöguna veitir starfsfólk skipulagsdeildar gegnum póstfangið skipulag@kopavogur.is

 

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdum og ábendingum skal skilað í Skipulagsgátt, www.skipulagsgatt.is, málsnr. 1212/2025, eigi síðar en 23. október 2025.

Vatnsendablettur 241A
Tímabil
10. september til 23. október 2024