Vatnsendahlíð, Vatnsvík og Kjóavellir.

Skipulagslýsing í kynningu.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 24. júní 2025 að auglýsa lýsingu sbr. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir

  • breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019 – 2040,
  • breytingu á deiliskipulagi Vatnsendahlíðar – Þing, samþykkt. dags. 13.01.2009 m.s.br.,
  • nýtt deiliskipulag Vatnsvíkur og
  • breytingu á deiliskipulagi Kjóavalla, samþykkt dags. 8. júlí 2008 m.s.br.

Markmið vinnunnar er að skipuleggja íbúðarbyggð í Vatnsendahlíð og Vatnsvík í góðu samhengi við núverandi byggð og í góðum tengslum við náttúru svæðisins. Einnig er forsenda breytinga að finna þarf þjónustumiðstöð Kópavogs nýja staðsetningu sem uppfyllir þarfir starfseminnar. Nánar er fjallað um fyrirkomulag skipulagsvinnu í lýsingu verkefnisins sem er aðgengileg á skipulagsgátt, mál nr. 960/2025 og 963/2025, og á heimasíðu bæjarins, www.kopavogur.is.

Helstu markmið fyrir skipulagsáætlanir eru eftirfarandi:

  • Móta heildstæð íbúðahverfi í Vatnsendahlíð og Vatnsvík í samfelldri og vistvænni byggð sem tengist núverandi byggð í Vatnsenda á skilvirkan og aðlaðandi hátt.
  • Skipuleggja íbúahverfi í Vatnsendahlíð og Vatnsvík sem uppfyllir nútímakröfur um gæði byggðar með tilheyrandi samfélagslegum innviðum.
  • Skipuleggja byggð þar sem byggð og samgöngur eru samþættar með áherslu á vistvænar samgöngur.
  • Þróa byggð m.t.t. náttúru svæðisins og verndarákvæða innan svæðis.
  • Móta góð almenningsrými og útivistarsvæði í góðum tengslum við byggð og náttúruna.
  • Finna þjónustumiðstöð Kópavogs nýja staðsetningu og skipuleggja með þeim hætti að hún uppfylli kröfur sem gerðar eru til starfseminnar.

Kópavogsbær hvetur þau sem vilja hafa áhrif til að senda inn athugasemdir um skipulagslýsinguna í gegnum skipulagsgátt (mál nr.960/2025 og 963/2025). Athugasemdafrestur er til 1. september 2025. Fyrirspurnir má senda á skipulag@kopavogur.is.

Vatnsendahlíð, Vatnsvík og Kjóavellir.
Tímabil
11. júlí til 1. september 2025