Himnastiginn, Víghóll og Heljarslóð

Himnastiginn er tröppustígur sem liggur upp úr Kópavogsdal og upp á Digranesheiði. Stígurinn hefur orðið sérstaklega vinsæll og þekktur meðal almennings sem æfingasvæði eftir að samfélagsmiðlar komu til sögunnar og hlauparar og göngufólk tóku að deila færslum um staðinn. Tröppurnar eru 207 talsins, hæðarmismunur tæpir 52 metrar og lengd um 360 metrar. Hann hentar því vel til þolæfinga.

Þessi leið gerir jafnframt ráð fyrir að fara að Víghól sem bætir aðeins við hækkunina. Þá er farið yfir að íþróttahúsinu Digranesi og niður kræklóttan göngustíg sem sumir hafa viljað kalla Heljarslóð. Á veturna getur verið snjór og hálka á svæðinu og því er skynsamlegt að skoða notkun brodda sem henta aðstæðunum. 

Powered by Wikiloc