Kópavogshreppur var stofnaður árið 1948 og voru íbúar þá rúmlega 900.
- Íbúar
- Börn og ungmenni
- Íþróttir & útivist
- Velferð
- Þjónusta
- Skipulagsmál
- Byggingarmál
- Samgöngur
- Umhverfi
- Menning
- Íbúaverkefni
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- þjónustugátt
- Ábendingar
Selfjall og Sandfell eru skemmtileg fjöll skammt frá Suðurlandsvegi, rétt utan við höfuðborgarsvæðið. Þau eru ekki há og fremur aflíðandi og því auðveld göngu fyrir fólk á öllum aldri. Gengið er eftir hrygg ofan við Waldorfskólann í Lækjarbotnum á Selfjallið og þaðan niður að hraunjaðri Húsfellsbruna og upp á Sandfellið. Til þess að bæta í hækkunina þá er aftur farið á Selfjallið á bakaleiðinni. Leiðin er sérlega falleg á vorin og síðsumars þegar sólarlagsins yfir Faxaflóa nýtur við. Athugið að fín bílastæði eru á hæðinni áður en keyrt er niður að skólanum og er göngufólk vinsamlega beðið um að fara ekki inn á lóð skólans.
Hægt er að fara allt árið á Selfjall og Sandfell en á veturna þarf að taka með keðjubrodda (Esjubrodda) og óþarfi að fara bröttustu leiðina upp á Sandfell, velja frekar aflíðandi leiðir og ganga í krákustígum. Á vorin á meðan frost er í jörðu getur verið drulla þarna eins og annars staðar.
Takk fyrir! Ábending þín er móttekin
Kópavogshreppur var stofnaður árið 1948 og voru íbúar þá rúmlega 900.
Íbúafjöldi í Kópavogi þann 1. ágúst 2023 var 40.288 íbúar.
Myndavefur Kópavogsbæjar birtir einnig gömul myndbönd úr Kópavogi. Sjáðu gömul myndbönd úr Kópavogi.
Álfhóll við Álfhólsveg er jökulsorfinn klapparhóll sem nýtur bæjarverndar sem bústaður álfa.
Vissir þú af opnu bókhaldi Kópavogsbæjar? Þarna getur þú skoðað hvert og í hvað peningarnir fara.