3. áfangi Arnarnesvegar frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut.

Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs þann 22. nóvember 2022 var samþykkt með tilvísun í 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að veita framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra framkvæmda við 3. áfanga Arnarnesvegar í Kópavogi.

Um er að ræða nýjan 2+2 veg ásamt tveimur nýjum hringtorgum, frá gatnamótum Arnarnesvegar og Rjúpnavegar að fyrirhuguðum gatnamótum Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar. Hluti fyrir hugaðra framkvæmda verða innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkurborgar, nær ofangreind samþykkt aðeins til þess hluta framkvæmdarinnar sem fram fer innan sveitarfélagsmarka Kópavogsbæjar.

Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 sbr. 1. ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Matsskýrsla liggur fyrir. Framkvæmdin er í samræmi við svæðisskipulag og aðalskipulag.

Í framkvæmdaleyfinu koma fram þau gögn sem framkvæmdaleyfið byggir á sem og skilyrði og skilmálar leyfisveitanda.

Ákvörðunin er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála á grundvelli 52. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010. Kærufrestur er einn mánuður, til og með 30. desember 2022. Vakin er athygli á því að þeir einir geta kært ákvörðunina sem eiga lögvarða hagsmuni tengda henni.