Breikkun Suðurlandsvegar frá Lögbergsbrekku að Gunnarshólma.

Breikkun Suðurlandsvegar frá Lögbergsbrekku að Gunnarshólma í Kópavogi.

Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs þann 27. júní 2023 var veiting framkvæmdaleyfis samþykkt með tilvísun í 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með vísan til greinargerðar Kópavogsbæjar dags. 2. júní 2023.

Um er að ræða framkvæmdaleyfi fyrir áframhaldandi tvöföldun Suðurlandsvegar (Hringvegar 1) frá núverandi fjögurra akreina vegi í Lögbergsbrekku að Gunnarshólma, vegamótum við Geirland og Lækjarbotna ásamt hliðar- og tengivegum. Sótt var um leyfi fyrir hreinsun undirstöðu vega, gerð nauðsynlegra fyllinga og skeringa, lagningu styrktar- og burðarlaga ásamt slitlagi þannig að vegir uppfylli hönnunar- og öryggiskröfur sem til þeirra eru gerðar.

Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 sbr. 1. ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Matsskýrsla liggur fyrir. Framkvæmdin er í samræmi við svæðisskipulag, aðalskipulag og deiliskipulag vegarins.

Í framkvæmdaleyfinu koma fram þau gögn sem framkvæmdaleyfið byggir á sem og skilyrði og skilmálar leyfisveitanda.

Ákvörðunin er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála á grundvelli 52. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010. Kærufrestur er einn mánuður, til og með 11. ágúst 2023. Vakin er athygli á því að þeir einir geta kært ákvörðunina sem eiga lögvarða hagsmuni tengda henni.