Brú yfir Fossvog

Í samræmi við 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 er breyting á deiliskipulagi hér með auglýst.

Á fundi borgarráðs Reykjavíkur þann 29. júní 2023 og bæjarráðs Kópavogs þann 20. júlí 2023 var samþykkt að auglýsa ofangreinda tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í breytingunni felst að lega landfyllingar, akbrautar, göngu- og hjólastíga, áningastaða, biðstöðva fyrir almenningsvagna er uppfærð í samræmi við þá hönnun sem liggur fyrir. Deiliskipulagsmörk breytast til að rúma eftirfarandi atriði að fullu innan deiliskipulagsins: legu akbrautar, stíga, yfirborðs landfyllingar og frágang á grjótgarði. Einnig er skilgreind staðsetning háspennustrengs og varúðarsvæði hans í landi Kópavogs. Samhliða er kynnt tillaga að breyttu deiliskipulagi Kársneshafnar, Vesturvör 38A og 38B. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Athugasemdum við ofangreinda tillögu skal skila í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar,  https://skipulagsgatt.is/issues/427 málsnr. 427/2023, eigi síðar en 19. september 2023. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um tillöguna er hægt að senda tölvupóst á skipulag@kopavogur.is.

Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi og skipulagsfulltrúinn í Reykjavík

Brú yfir Fossvog
Tímabil
27. júlí - 19. september 2023
Kynningargögn
Kynningaruppdráttur