Frostaþing 1

Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að breyttu deiliskipulagi í Kópavogi.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 11. maí 2021 með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Frostaþings 1. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir tveggja hæða parhúsi með innbyggðri bílageymslu á lóðinni að hámarki 310 m2 að flatarmáli. Í breytingunni felst að gerður er kjallari undir húsinu með geymslu og tómstundarými samtals 138,8 m2 og tröppum á milli hæða. Auk þess er komið fyrir aðgengi út í garð um tröppur úr kjallara. Þá er gert ráð fyrir 15 m2 smáhýsi á lóðinni fyrir setustofu, saunu og salerni, steinsteyptu að hluta. Heildarbyggingarmagn á lóðinni eftir breytingu verður alls 445 m2.

 Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 3. maí 2021. Nánar er vísað til kynningargagna.

Kynning hefst þann  26. júní 2021 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is fyrir kl. 15:00 þriðjudaginn 10. ágúst 2021. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna.

Frostaþing 1
Tímabil
26. júní 2021 - 10. ágúst 2021