Huldubraut 28

Í samræmi við 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 er breyting á deiliskipulagi hér með auglýst.

Í breytingunni felst að heimilt verði að nýta ósamþykktan kjallara undir húsinu alls 155,5 m² að stærð. Gert er ráð fyrir að setja nýjar tröppur á norðurhlið hússins til að tryggja aðra flóttaleið úr kjallaranum. Jafnframt er óskað eftir stækkun á svölum á norðurhlið og að útistigi verði frá svölum niður í garð. Byggingarmagn á lóðinni er 304,9 m², verður 463,6 m². Nýtingarhlutfall er 0,44 m², verður 0,67 m². Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:500, 1:200 og 1:100 dags. 24. nóv. 2022. Á fundi skipulagsráðs 28. nóvember 2022 var afgreiðslu frestað. Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar 28. nóvember 2022.

Athugasemdum við ofangreinda tillögu skal skila í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar,, https://skipulagsgatt.is/issues/431 málsnr. 431/2023, eigi síðar en 19. september 2023. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um tillöguna er hægt að senda tölvupóst á skipulag@kopavogur.is.

Huldubraut 28
Tímabil
4. ágúst - 19. september 2023
Kynningargögn
Huldubraut 28