Kópavogsbraut 69 og 71. Breytt deiliskipulag. Endurauglýsing.

Á fundi skipulagsráðs Kópavogs þann 29. mars 2021 var lögð fram tillaga Sigurðar Hallgrímssonar arkitekts f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi á lóðunum nr. 69 og 71 við Kópavogsbraut. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir einni íbúð á hvorri lóð á einni hæð og kjallara að hluta til. Í breytingunni felst að íbúðum á lóðunum er fjölgað í tvær á hvorri lóð á einni hæð ásamt kjallara. Byggingarmagn á lóðunum eykst um 126 m² á hvorri lóð, úr 230 m² í 356 m². Bílastæðum fjölgar úr þremur í fjögur á hvorri lóð.
Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu.

Auglýsing birtist í Fréttablaðinu þann 27. nóvember 2021 og í Lögbirtingarblaðinu þann 30. nóvember 2021. Kynningartíma lauk 14. janúar 2022. Athugasemdir og ábendingar bárust, þar á meðal ábending um ósamræmi í kynningargögnum. Það er mat skipulagsdeildar að greint ósamræmi hafi getað torveldað hagsmunaaðilum að meta umfang þeirrar breytingar sem lögð er til.

Kynningargögn hafa verið leiðrétt og er tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðanna nú kynnt að nýju. Tillögunni hefur ekki verið breytt að öðru leiti.

Eftirfarandi leiðréttingar hafa verið gerðar á kynningargögnunum:

  • Kynningaruppdrættir fyrir lóðirnar tvær sameinaðir.
  • Þakkóti (þakhæð) leiðréttir og uppgefnir í Reykjavíkurhæðakerfi.
  • Byggingarreitir leiðréttir miðað við tillögu sem samþykkt var í kynningu.
  • Ítarlegri skýringarmyndir: grunnmyndir, sneiðingar, götumynd og skuggavarps greining.

Athugasemdir þær og ábendingar sem bárust á fyrri kynningartíma tillögunnar frá 27. nóvember 2021 til 14. janúar 2022 verða teknar til greina og ekki er þörf á að senda þær inn að nýju.

 

Frestur til að gera athugasemdir við kynnta tillögu er til kl. 12, föstudaginn 12. ágúst 2022.

Ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skal skila skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is.

Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi.

Kópavogsbraut 69 og 71. Breytt deiliskipulag. Endurauglýsing.
Tímabil
24. júní til 12. ágúst 2022