Kópavogshreppur var stofnaður árið 1948 og voru íbúar þá rúmlega 900.
- Íbúar
- Börn og ungmenni
- Íþróttir & útivist
- Velferð
- Þjónusta
- Skipulagsmál
- Byggingarmál
- Samgöngur
- Umhverfi
- Menning
- Íbúaverkefni
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- þjónustugátt
- Ábendingar
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti 27. september 2022 að kynna skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðs nýs deiliskipulags leikskóla við Skólatröð í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fyrirhugað deiliskipulagssvæði nær yfir 0,2 ha lóð við Vallartröð 12A. Í lýsingunni eru settar fram helstu forsendur og markmið deiliskipulagsvinnunnar ásamt tímaáætlun skipulagsferlisins.
Miðvikudaginn 19. október milli kl. 17:00-18:00 verður kynningarfundur/opið hús á bæjarskrifstofum Kópavogs að Digranesvegi 1 þar sem lýsingin verður kynnt sérstaklega þeim sem þess óska.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk skipulagsdeildar í síma 441-0000 frá kl. 8:30 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og á föstudögum frá kl. 8:30 til 13:00. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 15:00 fimmtudaginn 27. október 2022.
Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi.
Takk fyrir! Ábending þín er móttekin
Kópavogshreppur var stofnaður árið 1948 og voru íbúar þá rúmlega 900.
Myndavefur Kópavogsbæjar birtir einnig gömul myndbönd úr Kópavogi. Sjáðu gömul myndbönd úr Kópavogi.
Vissir þú af opnu bókhaldi Kópavogsbæjar? Þarna getur þú skoðað hvert og í hvað peningarnir fara.
Álfhóll við Álfhólsveg er jökulsorfinn klapparhóll sem nýtur bæjarverndar sem bústaður álfa.
Íbúafjöldi í Kópavogi þann 1. ágúst 2023 var 40.288 íbúar.