Meltröð 6

Á fundi skipulagsráðs Kópavogs 18. október 2021 var lagt fram erindi Lárusar Ragnarssonar byggingafræðings dags. 30. september 2021 fyrir hönd lóðarhafa Meltröð 6. Um er að ræða hús á einni hæð en óskað er eftir að byggja aðra hæð ofan á hluta hússins og sólskála til suðurs á lóðinni. Þar að auki er óskað eftir að uppfæra skráða stærð. Núverandi íbúðarhús er skráð 164,7 m². Lóðarstærð er 957 m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,17. Heildarbyggingarmagn á lóð eftir breytingu verður 296,8 m² sem mun gera nýtingarhlutfallið 0,31. Meðaltalsnýtingarhlutfall á lóðum Meltröð 2,4,8, 10 og Hátröð 1-9 er 0,22 (minnst 0,19 og mest 0,27). Uppdráttur og byggingarlýsing í mkv. 1:500 dags. 30. september 2021, grunnmyndir, snið og útlit.

Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Meltraðar 2, 4, 8, 10, Hátraðar 1, 3, 5, 7 og 9.

Kynning hófst 2. nóvember 2021 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til skipulagsdeildar Kópavogsbæjar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is fyrir kl. 15:00 fimmtudaginn 2. desember 2021.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna

Meltröð 6
Tímabil
2. nóvember 2021 - 2. desember 2021