Reynigrund 23-29

Á fundi skipulagsráðs Kópavogs 6. september 2021  var lagt fram erindi Unnsteins Jónssonar byggingafræðings dags. 3. ágúst 2021 fyrir hönd lóðarhafa Reynigrundar 23-29. Sótt er um leyfi til að byggja fjórar samliggjandi bílageymslur. Um er að ræða breytingar á samþykktum teikningum síðan 1988 en skv. nýju teikningunum verða bílskúrarnir 45cm hærri og 60cm dýpri. Innkeyrsla inn á lóðina er frá norðurhlið. Gert er ráð fyrir hellum á flöt framan og austan við bílageymslur út að lóðamörkum. Undirritað samþykki eigenda Reynigrundar 31 og 33 liggur fyrir.

Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Reynigrundar 23, 25, 27, 29, 31, 33, 35, 45, 47, 49 og Víðigrundar 27. 

Kynning hófst 23. september 2021 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til skipulagsdeildar Kópavogsbæjar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is  fyrir kl. 15:00 mánudaginn 25. október 2021.  

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna.

Reynigrund 23-29
Tímabil
23. september 2021 - 25. október 2021