Suðurlandsvegur í Kópavogi og Mosfellsbæ.

 

Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi Suðurlandsvegar í Kópavogi og Mosfellsbæ. 

Á fundi skipulagsráðs Kópavogs 15. ágúst 2022, bæjarstjórnar Kópavogs 23. ágúst 2022, skipulagsnefndar Mosfellsbæjar 12. ágúst 2022 og bæjarstjórnar Mosfellsbæjar 17. ágúst 2022 var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Suðurlandsvegar í Kópavogi og Mosfellsbæ. Deiliskipulagstillagan nær til hluta Suðurlandsvegar frá Geithálsi vestan Hólmsá í Mosfellsbæ að tvíbreiðum hluta Suðurlandsvegar, austan Lögbergsbrekku alls um 5,6 km að lengd. Heildarstærð skipulagssvæðisins er rúmir 67,3 ha. Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi Suðurlandsvegur verði breikkaður til norðurs og verði samfelldur stofnvegur með tveimur akreinum í hvora akstursstefnu. Gert er ráð fyrir vegamótum við Geirland ásamt hliðarvegum/tengivegum í Lækjarbotnum, Gunnarshólma og Geirlandi. Markmið deiliskipulagsins er að auka þjónustustig samgangna á svæðinu og bæta umferðaröryggi.

Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:10.000 og 1:4000 ásamt greinargerð dags. 30. júní 2022. Tillögunni fylgir jafnframt matsskýrslan Suðurlandsvegur frá Hólmsá ofan Reykjavíkur að Hveragerði dags. í júní 2009 þar sem lagt er mat á umhverfisáhrif skv. lögum nr. 106/2000.

Kynningarfundur / opið hús:

Miðvikudaginn 21. september milli kl. 17 – 18:30 verður starfsfólk skipulagsdeilda Kópavogsbæjar og Mosfellsbæjar með opið hús á bæjarskrifstofum Kópavogsbæjar að Digranesvegi 1 þar sem tillagan verður kynnt þeim sem þess óska.

Kynningartími hefst 27. ágúst 2022 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á netfangið skipulag@kopavogur.is fyrir kl. 13:00 föstudaginn 14. október 2022. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ef óskað er eftir nánari upplýsingum um tillöguna er hægt að senda fyrirspurn á starfsfólk skipulagsdeildar á netfangið skipulag@kopavogur.is.