Sunnubraut 43

Á fundi skipulagsráðs 14. febrúar sl. var lagt fram erindi frá Björgvini Snæbjörnssyni arkitekt fyrir hönd lóðarhafa dags. 8. desember 2022. Einbýlishúsið á lóðinni er í dag skráð 216 m². Í dag er kjallari með malargólfi undir húsinu sem og bátaskýli 27 m². Sótt er um leyfi til að byggja við húsið á efri hæða alls 21 m² og að dýpka hluta núverandi kjallara alls 68,7 m² í kóta 2.25 og steypa plötu þar sem áður var moldargólf. Í umsögn siglingarsviðs Vegagerðarinnar er tekið fram að þess sé gætt að ekki flæði inn í kjallara, hvorki í gegnum veggi, botnplötu né um aðkomuleið í rýmin, þ.e. að aðkomuleið sé ekki lægri en lágmarksgólfkóti sem er 4,6 í hæðarkerfi Kópavogsbæjar. Eftir stækkun er því húsið alls 318 m² og nýtingarhlutfall 0.62. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 25. janúar 2022. 

Skipulagsráð samþykkti með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Sunnubrautar 41, 42, 44, 45 og 46. 

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 16:00 Fimmtudaginn 24. mars 2022.

 

Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi.

Sunnubraut 43
Tímabil
19. febrúar til 24. mars 2022.