Þinghólsbraut 17

Á fundi skipulagsráðs Kópavogs 18. október 2021 var lagt fram erindi Bergljótar Jónsdóttur arkitekts fyrir hönd lóðarhafa Þinghólsbrautar 17. Óskað er eftir leyfi fyrir 58,4 m² viðbyggingu á suðurhlið hússins. Einnig er óskað eftir leyfi til að taka niður minni kvistinn á suðurþaki, hans stað komi stærri kvistur með einhalla þaki. Innra fyrirkomulagi rishæðar verður breytt. Reykháfur sem er ekki lengur notaður verður tekinn niður. Uppdráttur og byggingarlýsing í mkv. 1:500 dags. 18. október 2021.

Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 15, 17A, Mánabrautar 16 og 18.

Kynning hófst 19. nóvember 2021 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til skipulagsdeildar Kópavogsbæjar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is fyrir kl. 13:00 föstudaginn 17. desember 2021.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna

 

Þinghólsbraut 17
Tímabil
19. nóvember 2021 - 17. desember 2021
Kynningargögn
Þinghólsbraut 17