Þinghólsbraut 70

Á fundi skipulagsráðs Kópavogs 15. nóvember 2021 var lagt fram erindi Noland arkitekta dags. 26. október 2021 f.h. lóðarhafa Þinghólsbrautar 70. Sótt er um leyfi til að byggja 12,3 m² viðbyggingu á suðvesturhlið hússins. Núverandi íbúðarhús er skráð 203 m². Lóðarstærð er 607 m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,33. Heildarbyggingarmagn á lóð eftir breytingu verður 215,3 m² sem mun gera nýtingarhlutfallið 35. Meðaltalsnýtingarhlutfall á lóðum Þinghólsbrautar 63 til 69 og 71 til 74 er 0,32 (minnst 0,10 og mest 56). Uppdráttur og skýringar í mkv. 1:50 dags. 26. október 2021.

Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 67, 68, 69 og 72.

Kynning hófst 16. nóvember 2021 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til skipulagsdeildar Kópavogsbæjar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is fyrir kl. 15:00 miðvikudaginn 15. desember 2021.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna

 

Þinghólsbraut 70
Tímabil
16. nóvember 2021 - 15. desember 2021
Kynningargögn
Þinghólsbraut 70