Breyting á húsaleigu og reglum um sérstakan húsnæðisstuðning

Leiguverð á félagslegum leiguíbúðum í Kópavogi mun breytast frá og með 1.maí og þá verður hægt að s…
Leiguverð á félagslegum leiguíbúðum í Kópavogi mun breytast frá og með 1.maí og þá verður hægt að sækja um sérstakan húsnæðisstuðning frá og með 1.apríl.

Leiguverð á félagslegum leiguíbúðum í Kópavogi mun breytast frá og með 1.maí.

Eftir breytinguna verður fast verð á hverja íbúð 47.000 kr. á mánuði auk þess sem hver fermetri íbúðar er verðlagður á 1.170 kr. Þá verður sú breyting  frá og með 1. apríl að leigjendur í félagslegu leiguhúsnæði í Kópavogi eiga rétt á að sækja um sérstakan húsnæðisstuðning.  

Breytingin er liður í því að samræma leiguverð íbúða og beina fjárhagslegum stuðningi til tekjulægri leigjenda.

Breytingar voru samþykktar einróma í bæjarstjórn Kópavogs 10.mars. Þær eru afrakstur vinnu starfshóps um endurskoðun á félagslegu húsnæðiskerfi Kópavogsbæjar.

Um Um 420 íbúðir eru í útleigu hjá Kópavogsbæ í félagslega húsnæðiskerfinu. Íbúðir hafa verið  verðlagðar með mismunandi hætti eftir því hvenær leigusamningur var gerður. Með breytingunni er tryggt að leigjendur greiði sömu leigu fyrir sambærilegar eignir. Við útreikninga verður notast við birt flatarmál íbúða samkvæmt fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands.

Vegna tilkomu sérstaks húsnæðisstuðnings mun greiðslubyrði vegna húsaleigu hjá lægsta tekjuhópnum að jafnaði lækka.   Greiðslubyrði leigutaka mun að jafnaði hækka um 6,8% en hækkunin kemur helst fram hjá þeim sem höfðu áður lága hlutfallslega greiðslubyrði og   háar skattskyldar tekjur.  Mjög lítil breyting mun eiga sér stað fyrir tekjuhópa sem hafa tekjur upp að 400.000 kr. á mánuði.

Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárstuðningur til greiðslu húsaleigu umfram húsnæðisbætur, að uppfylltum almennum skilyrðum skv. lögum um húsnæðisbætur nr. 75/2016 og skv. reglum Kópavogsbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning.  Sækja verður um sérstakan húsnæðisstuðning á www.husbot.is.

Þá er markmið breytinganna að rekstur félagslega húsnæðiskerfisins, þjónusta við leigjendur og viðhald íbúða verði skilvirkara og marvissara.

Haft verður samband við alla leigjendur varðandi breytingar og uppfærslu á leigusamningum á næstu vikum.  Jafnframt verða þeir leigjendur sem óska eftir því að flytja í minni íbúðir vegna áhrifa breytinga á leiguverði hafðir í forgang þegar kemur að flutningi milli íbúða.

Nánari upplýsingar  Reiknivél