Afgreiðslur byggingarfulltrúa

54. fundur 21. ágúst 2012 kl. 08:30 - 08:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðrún Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Einar Sigurðsson embættismaður
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá

1.1208609 - Skjólbraut 13, umsókn um byggingarleyfi.

Telma Ingibjörg Sigurðardóttir og Ívar Örn Lárusson, Huldubraut 27, Kópavogi sækja 17. ágúst 2012 um leyfi til að taka í notkun óútgrafið rými á jarðhæð að Skjólbraut 13.
Teikn. Einar Ólafsson.



Byggingarfulltrúi vísar erindinu 21. ágúst 2012 til skipulagsnefndar

2.1009278 - Víghólastígur 21, byggingarleyfi.

Phramahaprasit Boonkam, Víghólastígur 21, 200 Kópavogi sækir 17. ágúst 2012 um leyfi til að byggja smáhýsi að Víghólastíg 21.
Teikn. Ágúst Þórðarson.

Byggingarfulltrúi hafnar erindinu 21. ágúst 2012. Áþekk umsókn var grenndarkynnt síðla árs 2010 og í skipulagsnefnd 18. janúar 2011 var á grundvelli umsagnar málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa sem hafnaði erindinu samanber bréf til lóðarhafa 01. febrúar 2011.

3.1206554 - Þorrasalir 29, umsókn um byggingarleyfi.

S.G. smiður ehf., Þrymsalir 6, Kópavogi sækir 20. ágúst 2012 um leyfi til að gera breytingar útliti og innra skipulagi og stækkun að Þorrasölum 29.
Teikn. Kjartan Sigurðsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 21. ágúst 2012.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Fundi slitið - kl. 08:30.