Afgreiðslur byggingarfulltrúa

42. fundur 24. apríl 2012 kl. 08:30 - 08:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Guðrún Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Einar Sigurðsson embættismaður
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá

1.1204188 - Dalvegur 2, umsókn um byggingarleyfi.

ADA ehf., Dalvegur 2, Kópavogi sækir 16. apríl 2012 um leyfi til að stækka veitingastaðar að Dalvegi 2.
Teikn. Páll V. Bjarnason.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 24. apríl 2012.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

2.1204268 - Hlíðarvegur 14, umsókn um byggingarleyfi.

Kristján Jóhannsson og Guðrún Svava Sveinsdóttir, Hlíðarvegur 14, Reykjavík sækir 17. apríl 2012 um leyfi til að byggja viðbyggingu að Hlíðarvegi 14.
Teikn. Helgi Þór Snæbjörnsson.

Byggingarfulltrúi vísar erindinu 24. apríl 2012 til skipulagsnefndar með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.1009105 - Holtagerði 8, umsókn um byggingarleyfi.

Trausti Nóason og Sigrún Rósa Steinsdóttir, Holtagerði 8, Kópavogi sækir 25. nóvember 2011 um leyfi til að fá samþykkta reyndarteikningu að Holtagerði 8.
Teikn. Gísli Gunnarsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 24. apríl 2012.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Fundi slitið - kl. 08:30.