Afgreiðslur byggingarfulltrúa

194. fundur 26. júlí 2016 kl. 08:30 - 09:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Birgir Hlynur Sigurðsson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Jóhannes Pétursson embættismaður
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir Ritari
Dagskrá

1.16041347 - Brekkuhvarf 20a, byggingarleyfi.

Óli Óskar Herbertsson og Hanna S. Sigurðardóttir, Brekkuhvarfi 20, Kópavogi, sækja um leyfi til að byggja einbýlishús að Brekkuhvarfi 20a.
Teikn: Kjartan Sigurðsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 26. júlí 2016. Samrýmist lögum nr. 160/2010

2.1602813 - Faldarhvarf 12, byggingarleyfi.

Valur Árnason, Reykjafold 9, Reykjavík, sækir um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi að Faldarhvarfi 12.
Teikn: Þorgeir Þorgeirsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 26. júlí 2016. Samrýmist lögum nr. 160/2010

3.1602649 - Hamraborg 3, byggingarleyfi.

Fasteignafélagið Sandra, Holtagerði 37, Kópavogi, sækir um leyfi til að innrétta gistiheimili ásamt verslun að Hamraborg 3.
Teikn: Jakob Líndal.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 26. júlí 2016. Samrýmist lögum nr. 160/2010

4.1607264 - Hamraendi 21, byggingarleyfi.

Guðrún Sylvía Pétursdóttir, Ennishvarfi 4, Kópavogi, sækir um leyfi til að byggja hesthús að Hamraenda 21.
Teikn: Ómar Pétursson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 26. júlí 2016. Samrýmist lögum nr. 160/2010

5.15061198 - Kársnesbraut 93, byggingarleyfi.

Kársnes 93 ehf., Þinghólsbraut 15, Kópavogi, sækir um leyfi til að breyta verslunarrými í 2 íbúðir að Kársnesbraut 93.
Teikn: Kristinn Ragnarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 26. júlí 2016. Samrýmist lögum nr. 160/2010

6.1604400 - Kársnesbraut 135, byggingarleyfi.

Þorlákur Pétursson, Kársnesbraut 135, Kópavogi, sækir um leyfi til að færa fyrirhugaðan bílskúr til vesturs að Kársnesbraut 135.
Teikn: Haukur Ásgeirsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 26. júlí 2016. Samrýmist lögum nr. 160/2010

7.16082178 - Nýbýlavegur 78, byggingarleyfi.

Sóltún ehf., Digranesvegi 14, Kópavogi, sækir um leyfi til að byggja fjölbýlishús að Nýbýlavegi 78.
Teikn: Richard Ólafur Briem.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 26. júlí 2016. Samrýmist lögum nr. 160/2010

8.16082178 - Nýbýlavegur 78, byggingarleyfi.

Sóltún ehf., Digranesvegi 14, Kópavogi, sækir um leyfi til að rífa hús að Nýbýlavegi 78.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 26. júlí 2016. Samrýmist lögum nr. 160/2010

9.15062162 - Urðarhvarf 14, byggingarleyfi.

Byggingarfélagið Framtak, Víkurhvarfi 1, Kópavogi, sækir um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi að Urðarhvarfi 14.
Teikn: Jón Hrafn Hlöðversson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 26. júlí 2016. Samrýmist lögum nr. 160/2010

10.1607333 - Vallakór 12-16, fyrirkomulag tónleikasvæðis fyrir stórtónleika Justin Bieber,

Kópavogsbær, Fannborg 2, sækir um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi vegna stórtónleika að Vallakór 12-16. Afstaða og fyrirkomulag vegna kröfu brunavarna.
Teikn: Jakob Líndal.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 26. júlí 2016. Samrýmist lögum nr. 160/2010

11.1512124 - Þverbrekka 8, byggingarleyfi.

AKTA hús ehf. Akralind 5, Kópavogi sækir um leyfi til að breyta atvinnuhúsnæði í fjölbýlishús.
Teikn: Sveinn Ívarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 26. júlí 2016. Samrýmist lögum nr. 160/2010

Fundi slitið - kl. 09:30.