Afgreiðslur byggingarfulltrúa

153. fundur 28. maí 2015 kl. 09:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Guðrún Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá

1.1409449 - Auðbrekka 16, byggingarleyfi.

Kári Björnsson, Auðbrekka 16, Kópavogi sækir um leyfi til að breyta atvinnuhúsnæði á 3. hæð í íbúðarhúsnæði að Auðbrekku 16.
Teikn. Örn Þór Halldórsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 19. maí 2015. Samrýmist lögum nr. 160/2010

2.1505183 - Austurkór 12, byggingarleyfi.

Árni Kristinn Gunnarsson og Regína Diljá Jónsdóttir, Tröllakór 5, Kópavogi sækir um leyfi til að byggja einbýlishús að Austurkór 12.
Teikn. Sverrir Ágústsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 28. maí 2015. Samrýmist lögum nr. 160/2010

3.1504531 - Dalaþing 23, byggingarleyfi.

Tannbjörg ehf., Hlíðasmári 14, Kópavogi sækir um leyfi til að byggja einbýlishús að Dalaþing 23.
Teikn. Guðmundur Gunnlaugsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 28. maí 2015. Samrýmist lögum nr. 160/2010

4.1504573 - Ennishvarf 3, byggingarleyfi.

Hólmsteinn Tómas Hólmsteinsson, Iðalind 3, Kópavogi sækir um leyfi til fá samþykktar reyndarteikningar að Ennishvarfi 3.
Teikn. Kristinn Ragnarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 28. maí 2015. Samrýmist lögum nr. 160/2010

5.1502346 - Fannborg 7-9, byggingarleyfi.

Hraunbrekka ehf., Fýlshólum 6, Reykjavík sækir um leyfi til að breyta heilsugæslustöð í 10 íbúðir og vinnustofur að Fannborg 7-9.
Teikn. Kristinn Ragnarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 28. maí 2015. Samrýmist lögum nr. 160/2010

6.1210519 - Lundur 2-6, umsókn um byggingarleyfi.

Bygg ehf., Borgartún 31, Kópavogi sækir um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi að Lundi 2-6.
Teikn. Guðmundur Gunnlaugsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 21. maí 2015. Samrýmist lögum nr. 160/2010

7.1505739 - Vallargerði 31, byggingarleyfi.

Sverrir Óskarsson, Vallargerði 31, Kópavogi sækir um leyfi til byggja skyggni og viðbyggingu að Vallargerði 31.
Teikn. Davíð Karl Karlsson.
Byggignarfulltrúi vísar umsókninni 13. maí 2015 til skipulagsnefndar með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

8.1505685 - Örvasalir 8, byggingarleyfi.

Sveinn H. Herbertsson, Vogatunga 10, Kópavogi sækir um leyfi til byggja einbýlishús að Örvasölum 8.
Teikn. Baldur Ó. Svavarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 28. maí 2015. Samrýmist lögum nr. 160/2010

Fundi slitið.