Afgreiðslur byggingarfulltrúa

52. fundur 30. júlí 2012 kl. 08:30 - 08:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Norðdahl byggingafulltrúi
Dagskrá

1.1207357 - Aðalþing 8, umsókn um byggingaleyfi

Herdís Hólmgeirsdóttir, Aðalþingi 8, Kópavogi, sækir 19. júlí 2012 um leyfi til að breyta innra skipulagi hússins að Aðalþingi 8.
Teikn. Kristinn Ragnarsson

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 31. júlí 2012.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

2.1207614 - Baugakór 13, umsókn um byggingaleyfi

Sigfús Þormar Baugakór 13, Kópavogi, sækir 13. júlí 2012 um leyfi fyrir svalalokun fyrir íbúð 02-02 að Baugakór 13.
Teikn. Sigurður Hafsteinsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 31. júlí 2012.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

3.1207614 - Baugakór 13, umsókn um byggingaleyfi

Nella Sólonsdóttir, Baugakór 13, Kópavogi, sækir 13. júlí 2012 um leyfi fyrir svalalokun fyrir íbúð 03-03 að Baugakór 13.
Teikn.
Sigurður Hafsteinsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 31. júlí 2012.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

4.1207635 - Fákahvarf 14, umsókn um byggingarleyfi

Snæbjörn Konráðsson, Mánalind 11, Kópvogi, sækir 30. júlí 2012 um leyfi til að breyta gluggum hússins að Fákahvarfi 14.
Teikn. Einar Ólafson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 31. júlí 2012.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

5.1204080 - Huldubraut 31, umsókn um byggingarleyfi

Sævar Guðbergsson og Lovísa Ólafsdóttir, Huldubraut 31, Kópavogi, sækja 15. júlí 2012 um leyfi til að breyta bílskúr í íbúð og geymslu að Huldubraut 31.
Teikn. Steinar Sigurðsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 31. júlí 2012.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

6.1207378 - Hagasmári 1, umsókn um byggingaleyfi

LDX19, Starhólma 6, Kópavogi, sækir 19. júlí 2012 um leyfi til að breyta innréttingum í verslun U-211 að Hagasmára 1.
Teikn. Jóhannes Þórðarson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 31. júlí 2012.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

7.1207414 - Smáratorg 3,umsókn um byggingaleyfi

SMI , Smáratorgi 3, Kópavogi, sækir 20. júlí 2012 um leyfi til breytinga á innra skipulagi 12. hæðar að Smáratorgi 3.
Teikn.
Þorvarður L. Björgvinsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 31. júlí 2012.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Fundi slitið - kl. 08:30.