Afgreiðslur byggingarfulltrúa

26. fundur 01. nóvember 2011 kl. 08:30 - 08:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Guðrún Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Einar Sigurðsson embættismaður
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá

1.1110312 - Austurkór 52, umsókn um byggingarleyfi.

Viðar Þorkelsson, Haukalind 4, Kópavogi, sækir 24. október 2011 um leyfi til að byggja einbýlishús að Austurkór 52.
Teikn. Björgvin Snæbjörnsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 1. nóvember 2011.
Samrýmist lögum nr. 160/2010.

2.1110361 - Borgarholtsbraut 37, umsókn um byggingarleyfi.

Hjálmar Erlingsson, Borgarholtsbraut 37, Kópavogi, sækir 24. október 2011 um leyfi til að byggja byggja svalir á 2. hæð að Borgarholtsbraut 37.
Teikn. Sigurþór Aðalsteinsson.

Byggingarfulltrúi vísar erindinu 1. nóvember 2011 til skipulagsnefndar með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.1110194 - Digranesvegur 7, umsókn um byggingarleyfi.

Kópavogsbær, Fannborg 2, Kópavogi, sækir 14. október 2011 um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi, héraðsskjalasafn 1. hæð að Digranesvegi 7.
Teikn. Jakob Líndal.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 1. nóvember 2011.
Samrýmist lögum nr. 160/2010.

4.1110124 - Smiðjuvegur 28, umsókn um byggingarleyfi.

Eik fasteignafélag, Sóltún 28, Reykjavík, sækir 7. október 2011 um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi, innkeyrsluhurðum fjölgar að Smiðjuvegi 28.
Teikn. Reynir Adamsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 1. nóvember 2011.
Samrýmist lögum nr. 160/2010.

5.1110322 - Víkurhvarf 4, umsókn um byggingarleyfi.

Breiðás ehf., Brúnastaðir 73, Reykjavík, sækir 24. október 2011 um leyfi til að fá samþykktar reyndarteikningar að Víkurhvarfi 4.
Teikn. Einar Tryggvason.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 1. nóvember 2011.
Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Fundi slitið - kl. 08:30.