Afgreiðslur byggingarfulltrúa

72. fundur 05. febrúar 2013 kl. 08:30 - 08:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Guðrún Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Einar Sigurðsson embættismaður
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá

1.1301680 - Austurkór 105-107, byggingarleyfi.

Byggingafélagið Bogi ehf., Lyngrima 1, Reykjavík, sækir 29. janúar 2013 um leyfi til að byggja parhús að Austurkór 105-107.
Teikn. Ríkharður Oddsson.
Lögð fram beiðni lóðarhafa dags. 23. janúar 2013 um undanþágu frá 6. til 16. hluta byggingarreglugerðar nr. 112/2012, með tilvísun í 1. tölulið í ákvæðum til bráðabirgða í reglugerðinni.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 5. febrúar 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

2.1301715 - Austurkór 121-125, byggingarleyfi.

Lautasmári ehf., Hraunhólar 21, Garðabæ, sækir 30. janúar 2013 um leyfi til að byggja raðhús að Austukór 121-125
Teikn. Kristinn Ragnarsson.
Lögð fram beiðni lóðarhafa dags. 4. febrúar 2013 um undanþágu frá 6. til 16. hluta byggingarreglugerðar nr. 112/2012, með tilvísun í 1. tölulið í ákvæðum til bráðabirgða í reglugerðinni.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 5. febrúar 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

3.1301653 - Hagasmári 1, rými U-088, Byggingarleyfi.

Top Shop, Hagasmári 1, Kópavogi, sækir 29. janúar 2013 um leyfi til að gera breytingu á innra skipulagi í rými U-088 að Hagasmára 1
Teikn. Aðalsteinn Snorrason.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 5. febrúar 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

4.911897 - Langabrekka 5, umsókn um byggingarleyfi.

Kristján Kristjánsson, Langabrekka 5, Kópavogi, sækir 8. janúar 2013 um leyfi til að byggja viðbyggingu við bílskúr að Löngubrekku 5.
Teikn. Vilhjálmur Þorláksson.

Byggingarfulltrúi hafnar erindinu 5. febrúar 2013, með tilvísun í afgreiðslu skipulagnsnefndar 15. janúar 2013.

5.1301544 - Lómasalir 14-16, byggingarleyfi.

Lómasalir Húsfélag, Lómasalir 14-16, Kópavogi, sækir 22. janúar 2013 um leyfi fyrir lokun svalaganga að Lómasölum 14-16.
Teikn. Kristinn Ragnarsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 5. febrúar 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

6.1009131 - Lundur 86-92, umsókn um byggingarleyfi.

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars ehf., Borgartúni 31, Reykjavík, sækir 31. janúar 2013 um leyfi til að fá samþykktar reyndarteikningar að Lundi 86-92.
Teikn. Guðmundur Gunnlaugsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 5. febrúar 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Fundi slitið - kl. 08:30.