Afgreiðslur byggingarfulltrúa

263. fundur 08. mars 2019 kl. 10:30 - 11:30 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðrún Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Sigurbjartur Halldórsson aðstoðarbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

1.1811092 - Lækjarbotnaland 15, byggingarleyfi

Sigríður Anna Guðnadóttir, Lundabrekka 10, Kópavogi, sækir um leyfi til að fá samþykkta reyndarteikningu, sumarhús að Lækjarbotnaland 15.
Teikning: Sveinn Ívarsson.
Byggingarfulltrúi vísar umsókninni 8. mars 2019 til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa

2.1902577 - Engihjalli 1, byggingarleyfi.

Engihjalli 1, húsfélag, Engihjalli 1, Kópavogi, sækir um leyfi til að klæða suðurhlið hússins að Engihjalla 1.
Teikning: Reynir Kristjánsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 8. mars 2019. Samrýmist lögum nr. 160/2010

Fundi slitið - kl. 11:30.