Afgreiðslur byggingarfulltrúa

79. fundur 12. apríl 2013 kl. 10:00 - 10:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Guðrún Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Einar Sigurðsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá

1.1212088 - Austurkór 63-65, byggingarleyfi.

Dverghamrar ehf., Lækjaberg 46, Hafnarfirði, sækja 10. apríl 2013 um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi og á útliti að Austurkór 63-65.
Teikn. Kristinn Ragnarsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 12. apríl 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

2.1303008 - Digranesvegur 51, byggingarleyfi.

Fasteignir ríkissjóðs, Borgartúni 7, Reykjavík, sækja 08. apríl 2013 um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi að Digranesvegi 51.
Teikn. Benjamín Magnússon.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 12. apríl 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

3.1304231 - Fróðaþing 29, byggingarleyfi.

Ívar Þór Hilmarsson og Björk Kjartansdóttir, Engjaþing 15, Kópavogi, sækja 11. apríl 2013 um leyfi til að byggja einbýlishús að Fróðaþingi 29.
Teikn. Ríkharður Oddsson.
Lögð fram beiðni lóðarhafa dags. 12. apríl 2013 um undanþágu frá 6. til 16. hluta byggingarreglugerðar nr. 112/2012, með tilvísun í 1. tölulið í ákvæðum til bráðabirgða í reglugerðinni með síðari breytingum.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 12. apríl 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

4.911038 - Skógarlind 2, umsókn um byggingarleyfi.

Smáragarður ehf., Bíldshöfði 20, Reykjavík, sækja 10. apríl 2013 um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi að Skógarlind 2.
Teikn. Hildur Bjarnadóttir.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 12. apríl 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Fundi slitið - kl. 10:00.