Afgreiðslur byggingarfulltrúa

94. fundur 15. október 2013 kl. 08:30 - 08:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Guðrún Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Einar Sigurðsson embættismaður
  • Smári Magnús Smárason embættismaður
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá

1.1211182 - Álfhólsvegur 22, umsókn um byggingarleyfi.

Mótandi ehf., Jónsgeisla 11, Reykjavík, sækir um leyfi 7. okt. 2013 til að gera breytingar á innra skipulagi og útliti að Álfhólsvegi 22.
Teikn. Kjartan Sigurðsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 15. október 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

2.711305 - Bláfjöll. Skáli

Skíðagöngufélagið Ullur, Hátún 8, Reykjavík, sækir um leyfi 8. sept. 2013 fyrir framlengingu á stöðuleyfi skíðasvæðinu í Bláfjöllum.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 15. október 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

3.1011363 - Grundarsmári 16, umsókn um byggingarleyfi.

Jón B. G. Jónsson, Mýrar 4, Patreksfjörður, sækir um leyfi 7. okt. 2013 til að gera breytingar á skráningartöflu að Grundarsmára 16.
Teikn. Sveinn Ingólfsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 15. október 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

4.1306087 - Hlíðarvegur 29, byggingarleyfi.

Laufléttir sf., Strandvegur 19, Garðabæ, sækir um leyfi 3. okt. 2013 til að gera breytingar á skráningartöflu að Hlíðavegi 29.
Teikn. Jón M. Halldórsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 16. maí 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

5.1310132 - Hófgerði 12, byggingarleyfi.

Ragnar Grönvold og Linda Dröfn Káradóttir, Hófgerði 12, Kópavogi, sækir um leyfi 8. október. 2013 til að gera breytingar á innra skipulagi og útlit að Hófgerði 12.
Teikn. Hörður Harðarson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 15. október 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

6.1310101 - Lundur 86, byggingarleyfi.

Guðmundur Gauti Sveinsson, Lundur 86, Kópavogi, sækir um leyfi 2. okt. 2013 til að byggja svalaskýli íbúð 0602 að Lundi 86.
Teikn. Gunnar Páll Kristinsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 15. október 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

7.1306336 - Lækjasmári 19, byggingarleyfi.

Gunnhildur Erna Theodórsdóttir, Lækjasmára 19, Kópavogi, sækir um leyfi 12. júní. 2013 til að gera breytingar á skráningartöflu að Lækjasmára 19
Teikn. Halldór Þór Arnason.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 4. október 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

8.1310168 - Tröllakór 13-15, byggingarleyfi.

Húsfélagið Tröllakór 13-15, Tröllakór 13-15, Kópavogi, sækir um leyfi 9. okt. 2013 til að byggja yfir svalir að Tröllakór 13-15.
Teikn. Stefán Hallsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 15. október 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

9.1212103 - Þorrasalir 17, byggingarleyfi.

Mannverk ráðgjöf ehf., Bæjarlind 14-16, Kópavogi, sækir um leyfi 7. okt. 2013 til að gera breytingar á innra skipulagi að Þorrasölum 17
Teikn. Gylfi Guðjónsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 15. október 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

10.1012223 - Vatnsendablettur 72, umsókn um byggingarleyfi.

Björn Ólafsson, Vatnsendablettur 72, Kópavogi, sækir um leyfi 30. sept. 2013 til að gera breytingar á einangrun að Vatnsendabletti 72.
Teikn. Kristján Haraldsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 15. október 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

11.1002223 - Kópavogsbakki 11, umsókn um byggingarleyfi.

Gunnar Freyr Sverrisson, Kópavogsbakka 11, 200 Kópavogi.
Með bréfi byggingarfulltrúa til yðar dags. 25. september 2008 og 11. október 2012, 3. desember 2012, 15. apríl 2013 og 13. ágúst 2013 og þar var vitnað til þess að samkvæmt úrskurði 23. september 2008 frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála var felld úr gildi ákvörðun byggingarnefndar Kópavogs frá 18. október 2006 um að veita leyfi til byggingar einbýlishúss á lóðinni nr. 11 við Kópavogsbakka í Kópavogi að því er varðar byggingarhluta á þaki hússins.
Í umræddum bréfum var ávalt getið um andmælarétt yðar samkvæmt 13. grein stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sem þér nýttuð ekki.
Í samræmi við það óskaði byggingarfulltrúi í umræddum bréfum eftir því að lögð yrði fram breytt teikning af umræddum byggingarhluta á þaki hússins sem rúmast innan skipulagsskilmála.
Nú síðast var gefinn lokafrestur til 31. ágúst 2013 til að leggja fram breytta teikningu af umræddum byggingarhluta á þaki hússins sem rúmast innan skipulagsskilmála. Jafnframt boðaði byggingarfulltrúi að samþykktar yrðu dagsektirkr. 15.000 á dag ef þessu yrði ekki sinnt innan tilskilins frests.
Umrædd breytt teikning hefur ekki enn verið lögð fram.

Byggingarfulltrúi leggur því til 15. október 2013 við bæjarstjórn Kópavogs í samræmi við heimild í 56. greinmannvirkjalaga nr. 160/2010 að samþykkja dagsektir kr. 15.000 á dag frá og með samþykkt bæjarstjórnar að telja og þar til að umrædd teikning hefur verið lögð fram og byggingarfulltrúi telur sig geta samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:30.