Afgreiðslur byggingarfulltrúa

19. fundur 16. ágúst 2011 kl. 08:30 - 08:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Guðrún Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Birgir Hlynur Sigurðsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá

1.901069 - Baugakór 38, umsókn um bygginarleyfi.

Kópavogsbær, Fannborg 2, Kópavogi, sækir 2. ágúst 2011 um leyfi fyrir að flytja tvær færanlegar kennslustofur frá Smáraskóla, Dalsmára 1 að Hörðuvallaskóla, Baugakór 38.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 16. ágúst 2011.
Samrýmist lögum nr. 160/2010.

2.1106041 - Fákahvarf 14, umsókn um byggingarleyfi.

Snæbjörn Konráðsson, Kópavogstún 6, Kópavogi, sækir 13. júlí 2011 um leyfi til að gera ýmsar breytingar að Fákahvarfi 14.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 16. ágúst 2011.
Samrýmist lögum nr. 160/2010.

3.906224 - Gulaþing 66, umsókn um byggingarleyfi.

Þorvar Hafsteinsson, Gulaþing 66, Kópavogi, sækir 22. júlí 2011 um leyfi til að gera breytingar á þakklæðningu og öryggisgrindverki á bílskúr að Gulaþingi 66.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 16. ágúst 2011.
Samrýmist lögum nr. 160/2010.

4.1107135 - Smiðjuvegur 11, umsókn um byggingarleyfi.

Jakob Hólm, Logafold 61, Reykjavík, sækir 15. júlí 2011 um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi, matsölustað að Smiðjuvegi 11.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 16. ágúst 2011.
Samrýmist lögum nr. 160/2010.

5.1005187 - Sunnubraut 46, umsókn um byggingarleyfi.

Arndís Björk Sigurgeirsdóttir og Bára Kristín Kristinsdóttir, Sunnunbraut 46, Kópavogi, sækir 27. júlí 2011 um leyfi til að hækka bílskúr um 25 cm að Sunnubraut 46.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 16. ágúst 2011.
Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Fundi slitið - kl. 08:30.