Afgreiðslur byggingarfulltrúa

88. fundur 16. júlí 2013 kl. 08:30 - 08:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðrún Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Einar Sigurðsson embættismaður
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá

1.1206225 - Austurkór 104, umsókn um byggingarleyfi.

Eignafélag Akralindar ehf., Akralind 3, Kópavogi sækir um 16. júlí 2013 um leyfi til að gera breytingar á kanti á þaki (E)að Austurkór 104.
Teikn. Jón H. Hlöðversson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 16. júlí 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

2.1106041 - Fákahvarf 14, umsókn um byggingarleyfi.

Snæbjörn Konráðsson, Fákahvarf 14, Kópavogi sækir um 15. júlí 2013 um leyfi til að breyta súlu í vegg á 2. hæð og færa bílastæði að Fákahvarfi 14.
Teikn. Einar Ólafsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 16. júlí 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

3.1208682 - Hagasmári 1, rými U-235, umsókn um byggingarleyfi.

Miðbaugur ehf., Akralind 8, Kópavogur sækir um 7. júlí 2013 um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi í rými U235 að Hagasmára 1.
Teikn. Guðrún V. Guðmundsdóttir.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 16. júlí 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

4.1110298 - Hagasmári 1, umsókn um byggingarleyfi.

Eignarhaldsfélagið Smáralind, Hagasmári 1, Kópavogi sækir um 5. júlí 2013 um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi að Hagasmára 1.
Teikn. Helgi Már Halldórsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 16. júlí 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

5.1305368 - Landsendi 27, byggingarleyfi.

Pétur Bergþór Arason, Hraunbraut 34, Kópavogi sækir um 10. júlí 2013 um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi að Landsenda 27.
Teikn. Orri Árnason.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 16. júlí 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

6.1305374 - Landsendi 29, byggingarleyfi.

Valdimar Grímsson, Sunnuflöt 26, Garðabæ sækir um 10. júlí 2013 um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi að Landsenda 29.
Teikn. Orri Árnason.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 16. júlí 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

7.1307274 - Nýbýlavegur 20, byggingarleyfi.

Barki ehf., Pósthólf 335, Kópavogi sækja um 15. júlí 2013 um leyfi til að byggja viðbyggingu að Nýbýlavegi 20.
Teikn. Hildur Bjarnadóttir.

Byggingarfulltrúi vísar erindinu 16. júlí 2013 til skipulagsnefndar með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.1305329 - Víðgrund 35, byggingarleyfi.

Sif Hauksdóttir og Guðni H. Jónsson, Víðgrund 35, Kópavogi sækja um 14. maí 2013 um leyfi til að nýta áður gerðan kjallara við Víðigrund 35.
Teikn. Örn Þór Halldórsson

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 16. júlí 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

9.1307116 - Vallakór 4, umsókn um byggingarleyfi

Smáragarður ehf., Bíldshöfða 20, Reykjavík sækja um 28. júní 2013 um leyfi til að gera breytingu á brunavörunum og fyrir tímabundið ástand að Vallakór 4.
Teikn. Helgi Már Halldórsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 16. júlí 2013.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Fundi slitið - kl. 08:30.