Afgreiðslur byggingarfulltrúa

132. fundur 16. október 2014 kl. 09:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Guðrún Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Jóhannes Pétursson embættismaður
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá

1.1304447 - Álmakór 19, byggingarleyfi.

Kristján Hjálmar Ragnarsson og Kristjana Una Gunnarsdóttir, Lautasmári 22, Kópavogi, sækir 15. október 2014 að breyta útliti að Álamkór 19.
Teikn. Sigurður Hallgrímsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 16. október 2014. Samrýmist lögum nr. 160/2010

2.1112139 - Ennishvarf 14, umsókn um byggingarleyfi.

Guðmundur Kristinn Pétursson, Ennishvarf 14, Kópavogi sækir 8. október 2014 að rými undir bílskúr tekið í notkun að Ennishvarf 14.
Teikn. Kristinn Ragnarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 16. október 2014. Samrýmist lögum nr. 160/2010

3.1203197 - Kópavogsbakki 2, umsókn um byggingarleyfi.

Gunnar Gíslason, Kópavogsbakki 2, Kópavogi, sækir 9. október 2014 að gera breytingar á útliti að Kópavogsbakka 2.
Teikn. Sigurður Halldórsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 16. október 2014. Samrýmist lögum nr. 160/2010

4.1407180 - Kópavogsgerði 5-7, byggingarleyfi.

Dverghamrar ehf., Lækjarbergi 46, Hafnarfirði, sækir 9. júlí 2014 að byggja fjölbýlishús að Kópavogsgerði 5-7.
Teikn. Kristinn Ragnarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 16. október 2014. Samrýmist lögum nr. 160/2010

5.1211404 - Naustavör 2-18, byggingarleyfi.

BRB ehf., Borgartúni 31, Reykjavík, sækir 15. október 2014 að gera breytingu úti að Naustavör 2-12.
Teikn. Björn Ólafs.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 16. október 2014. Samrýmist lögum nr. 160/2010

6.1304478 - Víðhvammur 38, byggingarleyfi.

Hjalti Ævarsson, Víðihvammur 38, Kópavogi, sækir 24. apríl 2014 að breyta einbýlishúsi í tvær íbúðir að Víðihvammi 38.
Teikn. Jón M. Halldórsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 13. október 2014. Samrýmist lögum nr. 160/2010

Fundi slitið.