Bæjarráð

2797. fundur 19. nóvember 2015 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Guðmundur Gísli Geirdal varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1509919 - Fjárhagsáætlun 2016.

Frá bæjarstjóra, lagðar fram breytingartillögur við fjárhagsáætlun 2016.
Vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu og seinni umræðu.

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

2.812106 - Þríhnúkagígur. Kauptilboð í hlutafé Þríhnúka ehf.

Frá bæjarstjóra, lagt fram kauptilboð sem Landsbréf - Icelandic Tourism Fund I hf. gerir hluthöfum í allt hlutafé félagsins Þríhnúka ehf.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

3.1511325 - Lundur 5. Heimild til veðsetningar.

Frá fjármálastjóra, dags. 13. nóvember, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Lundar 5, Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf., um heimild til að veðsetja lóðina.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum beiðni um veðsetningu lóðarinnar Lundar 5.

4.1511303 - Engihjalli 8, Viking Kebab. Gott Heitt Hratt ehf. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi.

Frá lögfræðideild, dags. 16. nóvember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 12. nóvember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Gott Heitt Hratt ehf., kt. 521011-1810, um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir veitingahús í flokki I, á staðnum Viking Kebab, að Engihjalla 8, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

5.1511220 - Hlíðarvegur 50, Alvöru Apartments. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi. Umsögn lög

Frá lögfræðideild, dags. 12. nóvember, lagt fram bréf Sýslusmannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 10. nóvember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Alvars Óskarssonar, kt. 231169-4669, um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, á staðnum Alvöru Apartments, að Hlíðarvegi 50, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um. Hvað staðsetningu varðar er ekki gert ráð fyrir atvinnustarfsemi skv. gildandi skipulagi, en í 6.2 gr. skipulagsreglugerð nr. 90/2013 kemur þó fram að minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmist búsetu, eftir því sem nánar er kveðið á um í stefnu skipulagsins, sé heimil.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

6.1511382 - Menntasvið-ráðning leikskólastjóra Kópahvols.

Frá sviðsstjóra menntasviðs og deildarstjóra leikskóladeildar, dags. 17. nóvember, lögð fram tillaga um ráðningu leikskólastjóra Kópahvols.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu um að ráða Lindu Hrönn Þórisdóttur ráðningu leikskólastjóra Kópahvols.

7.1511320 - Austurkór 66, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 16. nóvember, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 66 frá Jóhanni Pálmasyni, kt. 090373-4049, og Öddu Mjöll Guðlaugsdóttir, kt. 140775-4609. Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda uppfyllir hann reglur til úthlutunar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Jóhanni Pálmasyni og Öddu Mjöll Guðlaugsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 66 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

8.1511265 - Öryggisráðstafanir við tjörn. Fyrirspurn frá Birki Jóni Jónssyni. Svar frá umhverfissviði.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 17. nóvember, lagt fram svar við fyrirspurn úr bæjarráði um hvort áform séu um að grípa til fyrirbyggjandi öryggisráðstafana við tjörnina við Kórinn í ljósi þess að við hlið tjarnarinnar er leiksvæði barna í Kórahverfi.
Lagt fram.

9.15061886 - Líkamsræktarstöðvar 2015, útboð á húsnæði í Sundlaug Kópavogs og Sundlauginni í Versölum.

Bæjarlögmaður gerði grein fyrir framvindu og stöðu útboðs á verkefninu "Útleiga á líkamsræktaraðstöðu við sundlaugar í Kópavogi".

10.1511164 - Krafa um greiðslu skaðabóta. Dómsmál.

Frá Mörkinni lögmannsstofu, dags. 3. nóvember, lögð fram stefna í málinu Laugar ehf. gegn Kópavogsbæ, þar sem mál er höfðað til greiðslu skaðabóta vegna útboðs á rekstri líkamsræktaraðstöðu í sundlaugum Kópavogs.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

11.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags. Breytt mörk deiliskipulagssvæðis Smárahvamms.

Frá arkitekt umhverfissviðs, dags. 16. nóvember, lagt fram erindi um breytt mörk deiliskipulagssvæðis Smárahvamms þar sem lagt er fyrir bæjarráð að samþykkja breytta afmörkun á norðurhluta deiliskipulagsuppdráttar Smárahvamms dags. 19. nóvember 2015.
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

12.1511278 - Ársreikningur SSH fyrir árið 2014.

Frá SSH, dags. 11. nóvember, lagður fram ársreikningur SSH fyrir árið 2014.
Lagt fram.

13.1511007 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 12. nóvember 2015.

172. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 9. liðum.
Lagt fram.

14.1511011 - Félagsmálaráð, dags. 16. nóvember 2015.

1401. fundur félagsmálaráðs í 8. liðum.
Lagt fram.

15.1511008 - Skólanefnd, dags. 16. nóvember 2015.

94. fundur skólanefndar í 6. liðum.
Lagt fram.

16.1501250 - Fundargerðir stjórnar Sorpu 2015.

356. fundur stjórnar Sorpu í 5. liðum.
Lagt fram.

17.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 6. nóvember 2015.

229. fundur stjórnar Strætó í 5. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið.