Bæjarráð

2538. fundur 18. febrúar 2010 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1002014 - Byggingarnefnd 16/2

1312. fundur

Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

2.1002013 - Sérafgreiðslur byggingarfulltrúa 16/2

1. fundur

Bæjarráð samþykkir sérafgreiðslur byggingarfulltrúa.

3.1001025 - Félagsmálaráð 2/2

1277. fundur

4.1002010 - Félagsmálaráð 16/2

1278. fundur

5.1001003 - Húsnæðisnefnd 16/11

350. fundur

6.1002002 - Skipulagsnefnd 16/2

1175. fundur

7.910002 - Gnitakór 1, breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs. Fulltrúar Samfylkingar sitja hjá við afgreiðslu erindisins.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.

8.1002115 - Fífuhvammsland vesturhluti, breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

9.1002113 - Suðurlandsvegur, framkvæmdaleyfi.

Skipulagsnefnd beinir því til bæjarráðs að hafna því að veitt sé framkvæmdaleyfi fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum ofan Lögbergsbrekku að sveitarfélagamörkum Kópavogs og Ölfuss, á þeirri forsendu að fyrirhuguð mislæg gatnamót við Fossvelli (á milli stöðva 12000 og 12500) eru ekki innan framkvæmdasvæðisins. Skipulagsnefnd ítrekar fyrri samþykkt sína dags. 23. júní 2009 um mikilvægi tveggja fyrirhugaðra mislægra gatnamóta á Suðurlandsveg, við Gunnarshólma og vestan Bláfjallavegar.

Bæjarráð hafnar beiðni um útgáfu framkvæmdaleyfis.

10.1002005 - Skólanefnd 8/2

3. fundur

11.1001151 - Fundargerð skólanefndar MK 10/2

7. fundar

12.1001152 - Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs 4/2

13.902033 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 27/11

769. fundur

14.902033 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 11/12

770. fundur

15.1002171 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 29/1

771. fundur

16.901307 - Fundargerð stjórnar SSH 7/12

344. fundur

17.1001153 - Fundargerð stjórnar SSH 11/1

345. fundur

18.1001153 - Fundargerð stjórnar SSH 1/2

346. fundur

19.1001194 - Hálsaþing 14. Lóðarumsókn.

Frá bæjarritara, dags. 15/2, umsögn varðandi lóðarumsókn, Hálsaþing 14, sem frestað var í bæjarráði 4/2 sl.

Bæjarráð frestar afgreiðslu umsóknarinnar.

20.1001193 - Hálsaþing 16. Lóðarumsókn.

Frá bæjarritara, dags. 15/2, umsögn varðandi lóðarumsókn, Hálsaþing 16, sem frestað var í bæjarráði 4/2 sl.

Bæjarráð frestar afgreiðslu umsóknarinnar.

21.1002134 - Ögurhvarf 2, Jói í Stíghúsi ehf. Beiðni um umsögn.

Lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 10. febrúar 2010, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Jóa í Stíghúsi ehf., kt. 571209-0980, Engjaseli 72, 109 Reykjavík, um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Til sjávar og sveita, að Ögurhvarfi 2 í Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk I, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar séu innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagins segja til um.

22.1002149 - Fróðaþing 48. Óskað eftir heimild til að framselja lóðarréttindi að hluta.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 17/2, umsögn um beiðni Tryggva Leóssonar um að framselja hlut sinn í lóðinni að Fróðaþingi 48 til maka/meðeiganda Arnþrúðar S. Ólafsdóttur. Lagt er til að framsal verði heimilað.

Bæjarráð samþykkir beiðni um framsal á hlut Tryggva Leóssonar í lóðinni að Fróðaþingi 48 til Arnþrúðar S. Ólafsdóttur.

23.1001243 - Hófgerði 2. Staða framkvæmda á lóð og húsi.

Frá byggingarfulltrúa, dags. 10/2, umsögn sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 4/2, um erindi eigenda að Holtagerði 1 vegna byggingarframkvæmda að Hófgerði 2.

Á grundvelli umsagnar byggingarfulltrúa telur bæjarráð ekki ástæðu til að aðhafast frekar í málinu.

24.1002096 - Atvinnufulltrúi. Starfslýsing.

Lögð fram starfslýsing atvinnufulltrúa, sem frestað var á fundi bæjarráðs 11/2.

Bæjarráð samþykkir starfslýsinguna.

25.701022 - Vatnsendi. Eignarnám á landi úr jörðinni Vatnsenda

Frá Sigurbirni Þorbergssyni, hrl., dags. 11/2, ítrekun erinda frá 12/12 sl., sem vísað var til bæjarstjóra til umsagnar á fundi bæjarráðs 22/12 sl.

Á fundinn mættu Karl Axelsson hrl. og Hulda Árnadóttir hdl. frá lögmannsstofunni Lex og gerðu grein fyrir viðræðum við Sigurbjörn Þorbergsson hrl. um málefni Vatnsenda.

26.1002176 - Staðgreiðsluuppgjör 2009.

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 15/2, staðgreiðsluuppgjör fyrir 2009.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra til afgreiðslu.

27.812230 - Heilsuefling og forvarnir í framhaldsskólum.

Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 8/2, óskað eftir að framhaldsskólanemum verði veittur ókeypis aðgangur að sundlaugum dagana 22. - 28. febrúar í tengslum við verkefnið Heilsuefling og forvarnir í framhaldsskólum.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

28.910469 - Vatnsendi-Þing, suðursvæði, breytt aðalskipulag.

Frá umhverfisráðuneytinu, dags. 12/2, endursendur undirritaður uppdráttur vegna breytingar á aðalskipulagi Kópavogs 2002-2012, fjölgun íbúða við Boðaþing.

Lagt fram.

29.1002180 - Beiðni um styrk til að halda málþing um jarðminjagarð.

Frá Náttúrustofu Reykjaness, dags. 15/2, tilkynning um fyrirhugað málþing þann 24. mars nk. og óskað eftir styrk að upphæð 50.000 kr. vegna þingsins.

Bæjarráð samþykkir erindið með fjórum atkvæðum gegn einu.

30.1002133 - Snjóframleiðsla í Bláfjöllum.

Frá skíðadeild Breiðabliks, dags. 12/2, óskað eftir að skipulagstillaga um nýtt deiliskipulag á skíðasvæðinu í Bláfjöllum verði afgreidd í heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, með tilvísun í fundargerð nefndarinnar frá 23/2 2009.

Bæjarráð beinir því til heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis að tillaga um nýtt deiliskipulag verði afgreitt í nefndinni.

31.1002177 - Hamraborg 10. Umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts.

Frá Soroptimistasambandi Íslands, dags. 15/2, umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts af húsnæði félagsins að Hamraborg 10.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

32.1002112 - Hamraborg 1. Umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts.

Frá SOS-barnaþorpunum, dags. 10/2, umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts af húsnæði félagsins að Hamraborg 1.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

33.704100 - Fróðaþing 20. Bótakrafa til Kópavogsbæjar vegna tafa við byggingu á lóð Fróðaþings 20

Frá Rósu Guðrúnu Bergþórsdóttur og Stefáni Pálssyni, dags. 10/2, óskað eftir framlagi vegna kostnaðar við málshöfðun varðandi Fróðaþing 20.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

34.1002187 - Varðandi skerðingu á liðveislu til fatlaðs fólks og fjölskyldna fatlaðra barna.

Frá Gerði Aagot Árnadóttur, dags. 14/2, fyrirspurn til kjörinna fulltrúa bæjarins varðandi breytingar á þjónustu við fatlaða.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra til umsagnar og óskar eftir að hann mæti til næsta fundar vegna málsins.

35.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 23. febrúar

I. Fundargerðir nefnda

II. Skipulagsmál

III. Kosningar

36.1002199 - Ósk um álit ráðuneytis.

Bæjarráð felur bæjarritara að óska eftir áliti samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis um hæfi Halldórs Jónssonar skoðunarmanns reikninga Kópavogsbæjar.

37.1002200 - Tillaga um frágang svæðis á norðanverðu Kársnesi.

Ólafur Þór Gunnarsson, áheyrnarfulltrúi VG, lagði fram eftirfarandi tillögu ásamt greinargerð:

"Bæjarráð Kópavogs samþykkir að fela garðyrkjustjóra að gera tillögur um hvernig megi ganga frá landfyllingu vegna bryggjuhverfis á norðanverðu Kársnesi, í samvinnu  og samkomulagi við núverandi eigendur.

Ólafur Þór Gunnarsson"

Greinargerð

Landfylling vegna væntanlegs bryggjuhverfis á norðanverðu Kársnesi og framkvæmdir þar í kring hafa verið nokkuð til umræðu að undanförnu. Nú er ljóst að framkvæmdir vegna væntanlegra bygginga á svæðinu munu frestast. Einnig er ljóst að ekki hefur gengið nógu vel að halda svæðinu lokuðu fyrir umgengni, og eitthvað mun vera um að losaður hafi verið úrgangur á svæðinu.  Fok frá svæðinu hefur einnig verið nokkuð og valdið  þeim íbúum sem næst búa angri.  Mögulega væri hægt með litlum tilkostnaði að sá fræi í svæðið, og binda þannig, hægt væri að gera með litlum tilkostnaði hjólreiðastíga fyrir fjallahjól, heimila hundaeigendum að láta hunda sína hlaupa lausa (svipað og gert er á Geirsnefi við Elliðaár) og svo mætti lengi telja. Slíkar framkvæmdir ættu ekki að vera kostnaðarsamar, né heldur rýra notagildi svæðisins til framtíðar komi til bygginga þar.  Á komandi sumri gæti þetta verið verkefni fyrir sumarstarfsfólk hjá garðyrkjustjóra eða hjá vinnuskólanum. Eins má nefna að vestast á svæðinu hefur orðið til lítil sandströnd, sem mögulega væri hægt að nota til sjósunds og sjóbaða, t.a.m. með smávegis aðstöðu til fataskipta, og með augljósri tengingu við Nauthólsvík norðan Fossvogsins.

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég vil vekja athygli á að þegar hefur garðyrkjustjóra verið falið að vinna tillögu að frágangi svæðisins.

Ómar Stefánsson."

 

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

 

Fundi slitið - kl. 17:15.