Bæjarráð

2626. fundur 19. janúar 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Guðríður Arnardóttir formaður
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
  • Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1201124 - Fjöldi funda varamanns VG. Fyrirspurn frá Gunnari Inga Birgissyni.

Frá bæjarritara, dags. 16/1, svar við fyrirspurn um fundasetur varamanna Vinstri Grænna.

Lagt fram.

2.1201034 - Dalbrekka 2, 4 og 6. Samkomulag um afsal og uppgjör

Frá bæjarlögmanni og fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 17/1, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 5/1, þar sem lagt er til að gengið verði frá samkomulagi við skiptastjóra fasteignafélagsins Bergeyjar um afsal og uppgjör á Dalbrekku 2, 4 og 6.

Bæjarráð samþykkir tillögu um að gengið verði frá samkomulagi við skiptastjóra um afsal og uppgjör á Dalbrekku 2, 4 og 6.

Fjármála- og hagsýslustjóri og bæjarlögmaður sátu fundinn undir þessum lið.

3.1201114 - Tillaga ráðgjafa að breytingum á reglum Kópavogsbæjar um fjárhagsaðstoð.

Tillaga að reglum sem samþykktar voru í félagsmálaráði þann 17. janúar.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar og sviðsstjóra velferðarsviðs falið að afla gagna um samanburð við önnur sveitarfélög.

 

Sviðsstjóri velferðarsviðs og yfirmaður ráðgjafa- og íbúðadeildar sátu fundinn undir þessum lið.

4.1201057 - Ögurhvarf 2, Skalli slf. Beiðni um umsögn

Frá bæjarlögmanni, dags. 12/1, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 4. janúar 2012, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Skalla slf, kt. 651110-0760, um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Skalla að Ögurhvarfi 2 í Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk I, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagins segja til um.

5.1201125 - Hlíðarsmári 15, Ethiopian Restaurant. Beiðni um umsögn

Frá bæjarlögmanni, dags. 12/1, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 10. janúar 2012 þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Lemlem Kahassay Gebre, kt. 280580-2959, um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Ethiopian Restaurant Kópavogur að Hlíðasmára 15 í Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk II, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagins segja til um.

6.1112303 - Innkaup á skrifstofuvörum. Fyrirspurn frá Gunnari Inga Birgissyni

Frá skrifstofustjóra stjórnsýslusviðs, dags. 18/1, svar við fyrirspurn um hlutfall skrifstofuvara sem keypt eru af fyrirtækjum í Kópavogi.

Lagt fram.

7.1112001 - Atvinnuauglýsingar. Fyrirspurn frá Ármanni Kr. Ólafssyni.

Frá starfsmannastjóra, dags. 17/1, upplýsingar um auglýst störf á kjörtímabilinu, sem óskað var eftir í bæjarráði 1/12 sl.

Lagt fram.

8.1201130 - Upplýsingar um stærð rýmis á sambýlum. Fyrirspurn frá Ármanni Kr. Ólafssyni.

Frá umsjónarmanni fasteigna, dags. 17/1, svar við fyrirspurn í bæjarráði 12/1 um stærð rýmis á sambýlum.

Lagt fram.

9.1107040 - Framtíðarhópur SSH - Starfshópur 4, málefni innflytjenda

Bókun í fundargerð leikskólanefndar 10/1:

Leikskólanefnd telur að um áhugavert mál sé að ræða og að rétt sé að vinna áfram að málinu.

Lagt fram.

10.1107040 - Framtíðarhópur SSH - Starfshópur 4, málefni innflytjenda

Bókun í fundargerð skólanefndar 16/1:

Skólanefnd þakkar tillögu og hvetur hópinn til áframhaldandi þróunar hugmynda í aðlögun innflytjenda í íslensku samfélagi og bendir á að í málaflokki okkar myndi íslenskukennsla foreldra barna og starfsmanna í skólum stórefla skólasamfélagið.

Lagt fram.

11.1107040 - Framtíðarhópur SSH - Starfshópur 4, málefni innflytjenda

Bókun í fundargerð félagsmálaráðs 17/1:
Félagsmálaráð tekur undir tillögur framtíðarhóps SSH um málefni innflytjenda.

Lagt fram.

12.705034 - Vatnsendablettur 167b. Bótakrafa vegna yfirtöku lands

Frá Juralis, dags. 16/12, tilkynning um stefnu fyrir hönd lóðarhafa Vbl. 167b.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs og bæjarlögmanns til umsagnar.

13.706089 - Vegna máls Þreks ehf. vegna leigusamnings við Medic Operating AB

Frá Samkeppniseftirlitinu, dags. 12/1, varðandi breytingu á gildistíma nýs samnings úr fimm árum í átta ár, sbr. sátt milli Kópavogsbæjar og Samkeppniseftirlitsins dags. 5/12 sl.

Lagt fram.

14.1201184 - Staða Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Frá umhverfisráðuneytinu, dags. 12/1, svar við erindi Kópavogsbæjar um að ráðherra beiti sér fyrir því að Náttúrufræðistofa Kópavogs fái lögformlega stöðu.

Lagt fram.

15.1201191 - Lagning ljósleiðara í Kópavogi

Frá Gagnaveitu Reykjavíkur, dags. 11/1, óskað eftir að félaginu verði gert kleift að leggja ljósleiðara í eldri hverfi, hluta Hjallahverfis til að byrja með.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar, þar sem m.a. verði skoðað með hvaða hætti lagning ljósleiðara hafi farið fram í öðrum hverfum.

16.1201176 - Ósk um að Kópavogsbær styrki rekstur eins Íslandsmeistaramóts

Frá Dansíþróttasambandi Íslands, dags. 10/1, óskað eftir stuðningi vegna fyrirhugaðs Íslandsmeistaramóts í samkvæmisdönsum á þessu ári með styrk vegna leigu á íþróttasal og búningsaðstöðu í Smáranum.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til umsagnar.

17.1201087 - Leikskólinn Undraland. Hækkun á framlögum til foreldra

Frá leikskólanum Undralandi, dags. 10/1, óskað eftir endurskoðun á greiðslum til foreldra með tilliti til hækkunar leikskólagjalda.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til umsagnar.

18.1201193 - Lífshlaupið: Ósk um ávarp við opnun heilsu- og hvatningarverkefnis ÍSÍ

Frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands, dags. 11/1, ósk um ávarp bæjarstjóra við opnun Lífshlaupsins þann 1/2 nk. í íþróttahúsi Breiðabliks Smáranum.

Lagt fram.

19.1201180 - Beiðni um fjárstuðning við forvarnarstarf

Frá Saman-hópnum, dags. 13/1, óskað eftir styrk til forvarnarstarfs hópsins fyrir árið 2012.

Bæjarráð vísar erindinu til forvarna- og frístundanefndar til afgreiðslu.

20.1201233 - Skólahreysti 2012. Umsókn um styrk

Frá Skólahreysti, dags. í janúar, umsókn um styrk vegna verkefnisins að upphæð 200.000 kr.

Bæjarráð vísar erindinu til forvarna- og frístundanefndar til afgreiðslu.

21.1201240 - Hamraendi 21. Skil á hesthúsalóð

Frá Bjarnleifi Á. Bjarnleifssyni og Lilju G. Gunnarsdóttur, dags. 17/1, lóðinni að Hamraenda 21 skilað inn.

Lagt fram.

22.1201192 - Fimm ára rekstraráætlun 2013-2017

Frá Sorpu bs., rekstraráætlun 2013 - 2017

Lagt fram.

23.1201088 - Vegna útgáfu fasteignaskrár

Frá Þjóðskrá Íslands, dags. 9/1, upplýsingar til sveitarfélaga sem óska eftir prentuðu eintaki af nýrri fasteignaskrá sem gefin var út þann 31/12 sl.

Lagt fram.

24.1201084 - Ósk um mat á hálkuvörnum og snjóhreinsun með tilliti til öryggis allra vegfarenda

Frá Umferðarstofu, dags. 9/1, tilmæli varðandi öryggi í umferðinni að vetrarlagi.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.

25.1109266 - Staða framkvæmda á lóðum. Fyrirspurn frá Ómari Stefánssyni.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Óskað er eftir yfirliti á stöðu framkvæmda á lóðum sem úthlutað var á árinu 2010 og fyrr. Óskað er eftir upplýsingum um íbúða- og atvinnulóðir.

Ómar Stefánsson"

Fundi slitið - kl. 10:15.